Falleg eyja. Af hverju ekki talað um ferkílómetra?

Í flestra huga þykir Tenerife fallegri og fjöllóttari eyja en Gran Canaria. En það viðhorf byggist oft á því að hafa aðeins skoðað austur- og suðausturströnd Gran Canaria frá Las Palmas suður til Puerto Rico þar sem loftslag er mun þurrara en hinum megin á eyjunni. 

En vesturströndin ef mun brattlendari og með meira fjallalandslag en austurströndin, og í góðu veðri er hægt að aka mjög fallega leið norður yfir hæsta hluta eyjarinnar og njóta þaðan góðs útsýnis norður til Las Palmas. 

Í tengdri frétt er talað um 6000 hektara land. Það er yfirleitt ekki nógu goð þjónusta við neytendur, sem verða litlu nær við að sjá þá tölu. 

Þetta þjónustuleysi er alsiða en lítið mál að laga þetta með því að taka tvö núll af tölunni og fá út 60 ferkílómetra. Því að hver ferkílómetri er 100 hektarar.  

Þá er fljótlegt að gera sér grein fyrir flatarmálinu með þvi til dæmis að sjá í hendi sér, að 6 x 10 kílómetrar eru 60 ferkílómetrar. 


mbl.is Stjórnlausir gróðureldar á Gran Canaria
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gildir ekki enn: "ekki spurning um hvort, heldur hvenær sæstrengur kemur?"

Tlvitnuð orð mælti forstjóri Landsvirkjunar á ársfundi Lv fyrir nokkrum árum. Fjölmiðlar virtust taka eftir þessu. 

Það var ekki furða þótt forstjórinn segði þetta á þeim tíma sem forsætisráðherrar Íslands og Bretlands handsöluðu þetta nánast í heimsókn þess síðarnefnda til Íslands og byrjað var að vinna að málinu af ýmsum, þótt ekki færi það hátt. 

Á sama tíma sem forstjórinn sagði þetta var gefið út að fyrir 2025 skyldi miðað að því í orkustefnu Íslands að tvöfalda rafmagnsframleiðsluna, þannig að við framleiddum tíu sinnum meira rafmagn en við þyrftum sjálf til eigin fyrirtækja og heimila.  

Og af og til dúkka upp fréttir um undirbúning sæstrengslagnar, sem benda til þess að stefnumörkun forstjóra Landsvirkjunar sé í fullu gildi. 

 


mbl.is Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanar hafa alltaf ráðið Grænlandi að vild.

Bandaríkjamenn keyptu Alaska af Rússum á 19. öld og það var ekki fyrr en öld síðar sem afleiðingar þess komu til fulls í ljos. 

Með Monroe-kenningunni áskildu Bandaríkjamenn sér rétt til þess að setja Evrópuveldum stólinn fyrir dyrnar hvað það varðaði að þau seildust til valda í Ameríku. 

Þegar upp komst að Þjóðverjar sendu á laun tilmæli til stjórnar Mexíkó i Fyrri heimsstyrjöldinni um að ganga í lið með þeim og fá lönd að launum í Bandaríkjunum, var það nefnt sem ein af ástæðunum fyrir því, ásamt kafbátahernaði Þjóðverja, að Kenarnir létu af hlutleysi og tækju þátt í stríðinu.  

Við upphaf Seinni heimsstyrjaldarinnar var Monroe kenningin áréttuð og þar með að Grænland, sem hluti af Norður-Ameríku, væri á áhrifasvæði Bandaríkjanna. 

Kanar sömdu síðan einfaldlega við sendiherra Dana í Washington um að gera flugvelli og hafa herstöðvar í Syðri-Straumfirði og Narsassuaq án þess að ríkisstjórnin i Kaupmannahöfn gæti aðhafst neitt. 

Í Kalda stríðinu héldu Bandaríkjamenn aðstöðu sinni og bættu Thule herstöðinni við og fengu þeim óskum framgengt sem þeir þurftu, enda bæði Danmörk og Bandaríkin í NATO. 

Þeir hafa í raun alltaf ráðið Grænlandi að vild og þurfa ekki kaupa landið.  


mbl.is Staðfestir áhuga sinn á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiðhjólið er eilífur klassi.

Flest rafreiðhjólin á markaði þúsunda tegunda af þessum þarfaþingum eru svipuð þeim sem urðu vinsæl fyrir 150 árum, milli 20 og 30 kílóa þung og hlíta ákveðnum lögmálum um lögun til þess að nýtast knapanum.Náttfari við Engimýri 

Helstu framfarirnar yfir línuna síðustu árin eru diskahemlar og búnaður til endurvinnslu orku þegar farið er niður í móti eða hægt á sér. 

Á Náttfara, hjóli síðuhafa, eru farangurstöskur sem taka rúmlega hundrað lítra ef á þarf að halda, og síðan er alltaf hægt að bæta bakpoka við. 

Orkan kostar 30 aura á kílómetrann, sem samsvarar 0,15 lítrum á hundraðið ef orkugjafinn væri bensín.. 


mbl.is Gamaldags rafmagnshjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband