Magnaðir þættir BBC um sólkerfið.

Nú er búið að sýna fyrstu tvo þætti BBC um sólkerfið okkar og það þarf ekki að orðlengja það, að áhorfandinn sekkur niður í sófann við að horfa á þessa snilld og upplifa djúpa lotningu fyrir því yfirgengilega sköpunarverki sem við erum hluti af. 

Í báðum þáttunum mátti sjá myndir frá Íslandi, sem notaðar voru, einkum þegar fjallað var um mars. 

Það er ekki furða, því að síðustu 20 ára hafa margir af færustu sérfræðingum um mars komið til Íslands vegna þess hve margt er líkt á Íslandi og mars 

Athyglisverð voru ummælin sérfræðings þess efnis, að það myndi vekja meiri undrun ef það kæmi í ljós í frekari rannsóknum á mars, að þar hefði aldrei verið líf, heldur en hitt, að þar hefði verið líf á því timabili sem þessir systurhnettir, jörðin og mars, voru með frekar líkar aðstæður. 

Og vísindamaðurinn bætti svipuðum ummælum við hvað varðaði að finna líf á mars nú. 

Ýmsar ástæður voru nefndar fyrir því að jörðin slapp við örlög mars sem missti mestallan lofthjúp sinn út í geiminn fyrir rúmum 3,5 milljörðum ára og missti sömuleiðis segulsviðið. 

Hvort tveggja hélt velli á jörðinni og hélt hlífiskildi yfir myndun lífsins. 

Meðal þess, sem jörðin naut, var að vera tvöfalt stærri í þvermál en mars og því með meira aðdráttarafl. 

Í fyrsta þættinum fyrir viku vakti fjölmargt athygli, og má þar nefna möguleikanna á á því að Titan, stærsta tungl sólkerfisins, myndi ef til vill geta skartað lífi eins og jörðin eftir meira en þrjár milljónir ára. 


mbl.is Ekkert áhlaup til að sjá geimverurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingræðið vegur víðast þungt í vestrænu lýðræði.

Í þróun og vexti lýðræðisins í vestrænu stjórnarfari hefur gildi þingræðisins víðast vegið þungt vegna þess að þingmenn fá í frjálsum lýðræðislegum kosningum beint umboð frá kjósendum. 

Angi af þessum meiði eru ákvæði um friðhelgi þingmanna, sem upphaflega áttu að koma í veg fyrir að ráðríkir handhafar framkvæmdavaldsins, ekki kosnir beint, heldur óbeint, gætu látið kippa þingmönnum út úr áhrifum með því að láta fangelsa þá eftir geðþótta. 

Skyldar þessu eru takmarkanir á valdi til að rjúfa þing eða senda það heim, sem Boris Johnson er nú að finna smjörþefinn af. 

Hér á landi eru til tvö dæmi um hliðstæður, 1931 og 1974, þegar forsætisráðherrarnir Tryggvi Þórhallsson og Ólafur Jóhannessson fengu þjóðhöfðingjana, Kristján 10 og Kristján Eldjárn til að skrifa undir heimild til að rjúfa þing. 

Báðir þjóðhöfðingjarnir gátu gert þetta í krafti stjórnarskrárákvæða um að þeir væru ábyrgðarlausir af stjórnarathöfnum og eitthvað svipað mun líklega eiga við um Bretadrottningu. 


mbl.is Þingslit Johnsons ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband