Hvernig geta svona margir grætt svona mikið án þess að nokkur borgi?

Það skal tekið strax fram að þessi pistill er skrifaður af algerri vanþekkingu á því, hvernig rafmyntakerfið virkar. 

Vikum saman má sjá vitnisburði fólks á netmiðlunum, sem hefur tekið þátt í kapphlaupi um að græða sem óheyrilegastar fjárhæðir á sem skemmstum tíma. 

Oft er þetta frægt fólk á íslenskan mælikvarða, sem ber því vitni, hvernig það gat með nánst engri fyrirhöfn orðið milljónamæringar á methraða. 

Ekki er þess að minnast að nokkur maður hafi játað að hafa tapað neinu. 

Nei, þvert á móti, langflestir græða tugi og jafnvel hundruð milljarða á geimhraða. 

Er möguleiki á að einhver útskýri það fyrir okkur aulunum, sem skiljum ekkert í þessu, af hverju hið einfalda lögmál um að fjöldi fólks fái gríðarlegar fjárhæðir greiddar í sinn hlut án þess að neinn borgi þær. 

Koma þessi auðæfi ekki neins staðar frá?  Eða detta þau af himnum ofan?

 


mbl.is Vilja milljarð frá rafmyntafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á skjön við kenninguna um refurinn eyðileggi lífríkið?

Friðun refsins á Hornströndum hefur lengi verið gagnrýnd í ræðu og riti, og því verið meðal annars haldið fram, að stjórnlaus fjölgun hans sé ógn við lífríki svæðisins auk þess sem friðaða svæðið sé gróðrastía fyrir útrás sístækkandi refastofns þaðan í allar áttir, sem sé ógn á landsvísu.  

Gegn þessum kenningum hefur verið beitt þeirri spurningu, hvers vegna refurinn hafi ekki verið búinn að eyða lífríkinu í þau tíu þúsund ár eftir ísöld og fyrir landnám, sem hann var óáreittur af mönnum.  

Svarið við þeirri spurningu hljóti að vera, að þá hafi það gilt í náttúrunni, að stærð dýrategunda leiti að lokum jafnvægis í samræmi við afkomumöguleika hverrar tegundar fyrir sig. 

Ekki er því að neita að tilkoma minksins í lífríki Íslands olli miklum usla í lífríkinu, en me menn hafa fyrir löngu gefist upp við það verkefni að útrýma honum alveg, þótt veiðar á refnum og minknum séu almennt leyfðar. 

Nú berast þær fréttir, að refastofninn á Hornströndum sé að minnka þrátt fyrir allar hrakspárnar um að hann myndi þenjast svo út, að aðrar tegundir í lífríkinu yrðu fyrir stórfelldum skaða. 

Skýringarnar á minnkun stofnsins nú eru meðal annars þær, að í gangi sé að hluta til kenningin um að stofnstærð dýrategunda leiti jafnvægis í samræmi við möguleika til fæðuöflunar.   


mbl.is Færri óðul og aukin afföll yrðlinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband