Á að sætta sig við 2000 látna hér á landi?

Kórónuveirufaraldurinn er alþjóðlegt vandamál vegna þeirra áhrifa og afleiðinga sem hann hefur yfir landamæri og vegna þess að um val á milli baráttuaðferða er að ræða í öllum löndum. 

Bandaríkjaforseti hefur ítrekað nefnt það sem staðreynd, að ef ekkert hefði verið gert vestra til að hamla útbreiðslu veikinnar og algert aðgerðarleysi ríkti áfram gætu 2,2 milljónir dáið úr veikinni samtals. 

Þetta samsvarar um tvö þúsund manns hér á landi, miðað við fólksfjölda. 

Þegar deilt er um svona álitamál í mismunandi löndum um eina og sömu veikina er verið að deila um svo lík fyrirbæri, að sams skonar rökræða verður að miklu leyti gild í þessum löndum. 

Kostir og gallar þess að láta veikina ganga mótspyrnulaust yfir eru til dæmis það, að hjarðónæmi myndist og þjóðlíf og efnahagslíf skaðist ekki þrátt fyrir svona mikið mannfall. 

En ástandið sem sums staðar varð í byrjun faraldusins hræða óneitanlega, heilbrigðisstarfsfólk, sem hrundi niður, heilbrigðisstofnanir og stofnanir á borð við kirkjugarða og útfararþjónustu fóru gersamlega úr skorðum o. s. frv. með stórkostlegum afleiðingum fyrir það sama efnahagslíf, sem menn vildu halda áfran á sama dampi og fyrir faraldur. 


mbl.is „Við ætlum ekki að stjórna faraldrinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2,2ja milljóna dauðsfalla setningin er líklega mögnuðust.

Ónákvæmar er vægt orð yfir sumar yfirlýsingar forsetaframbjóðendanna í seinni kappræðunum nú fyrir helgina.

En ef á að velja eina, sem er mögnuðust, er fullyrðing Trumps yfir því að búist hefði verið við því að 2,2 milljónir Bandaríkjamanna létust vegna COVID-19 er sennilega einna stórkarlalegust. 

Fullyrðingin er raunar ekki ný, heldur á sér orðið nokkuð langa sögu, því að hann nefndi hana á blaðamannafundi sínum í vor.

En í síðustu kappræðum endurvakti Trump þessa fullyrðingu sína. 

Nú er sumarið liðið og fróðlegt að sjá, hvernig viðrar fyrir þetta tröllaukna loforð.  

Á blaðamannafundinum fyrrnefnda útskýrði hann hana nánar og var það ævintýraleg útskýring, því að þá nefndi hann aðra tölu, eina milljón manna, sem hefðu látið lífið í öllum styrjöldum Bandaríkjamanna frá upphafi. 

Mismunur þessara tveggja talna er 1,2 milljónir manna, og lofaði Trump því á þeim grundvelli að bjarga sjálfur persónulega lífi fleiri manna en hefðu fallið í öllum styrjöldum tíu fyrirrennara sinna. 

Yrði hann með því langstærsti bjargvættur í sögu Bandaríkjamanna!

Nú eru liðnir nokkrir mánuðir síðan þessi stórkarlalega yfirlýsing var fyrst gefin, og eins og er, hafa um 230 þúsund látnir í Bandaríkjunum. 

Í ljósi þess ítrekar Trump nú grundvöllinn að hinu ofurmannlega afreki sínu, sem með svipuðum hraða dauðsfalla og nú er, gæti þýtt að ríflega 300 þúsund yrðu fallnir á ársafmæli faraldursins og tæpar tvær milljónir Bandaríkjamanna ættu Trump líf sitt að launa. 

Þegar nánar er gætt að, á hverju 2,2 milljóna talan var byggð, er það sú tala, sem sérfróðustu vísindamenn töldu að yrði niðurstaðan, ef engar sóttvarnaraðgerðir yrðu í gangi. 

Nú má sjá á vefsíðum margra fylgismanna Trumps, að hann stefni rakleiðis í stórsigur í kosningunum, og það meira að segja án þess að þetta björgunarafrek hans verði tekið með í reikninginn. 

 


mbl.is Trump og Biden fóru báðir með ósannindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband