Hvað um Skeiðsfossvirkjun?

Það hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árartugum að leggja niður Elliðaárvirkjun, þótt hún hafi gefið af sér 250 sinum minni orku en Kárahnjúkavirkjun átti eftir að gefa. 

En nú hefur þetta verið gert, enda eru Elliðaárnar og dalverpið sem þær falla um, fágætt náttúruvætti.   

Í Bandaríkjunum var byrjað að rífa sumar stíflur fyrir aldamót, þar sem virkjanir þóttu hafa valdið meiri óafturkræfum umhverfisspjöllun en stærð þeirra réttlætti. Fljótin.Stífla

Þegar Skeiðsfossvirkjun var gerð í Stíflu í Fljótum á stríðsárunum var það gert vegna brýnnar þarfar á raforku á Siglufirði, þar sem mannfjöldi nálgaðist 3000. 

Með virkjuninni var afar fögru landi í botni tignarlegs dalbotns sökkt í miðlunarlón og fólk flæmt af sjö bæjum, alls um 50 manns. 

Jakob Björnsson upplýsti það hálfri öld síðar, að Skeiðsfossvirkjun væri í hópi þeirra sex virkjana í heiminum, sem flæmt hefðu flest fólk af heimilum sínum, miðað við orkuna, sem nýtt var. 

Þessi innsti hluti Fljóta heitir Stífla, en það voru náttúrugerðir hólar þvert yfir dalinn, sem stifluðu hann, sem var nóg til að það myndaðist sléttur dalbotninn, sem sést yfir á þessu málverki frá því fyrir virkjun. 

Síðan 1947 hefur margt breyst í orkumálum á þessu svæði. Það er nú hluti af raforkuneti Norðurlands, fólki hefur fækkað um meira en helming á Siglufirði og hægt að tryggja raforku án þeirrar miklu náttúru- og byggðafórnar, sem Skeiðsfossvirkjun er. 

Og sú röksemd að þessi dalbotn sé miklu fallegri nú en fyrir virkjun er einfaldlega röng. 

Fyrir virkjun voru tvö lón þar, en auk þess liðuðust fallegar ár á niður sléttuna beggja vegna í dalbotninum. 

Vorið 2004 var óvenju lágt í miðlunarlóninu og þá var hægt að ganga um gömlu túnin og lækjarbakkana, sem aðeins þunnt setlag úr lóninu hafði sest á, vegna þess hve hreint það vatn er sem kemur þarna úr fjöllunum. 

Þetta sýndi, að enn í dag væri hægt að ná fram því landslagi, sem þarna var sökkt.  

Nú er verið að tæma Árbæjarlón og fá fram hinn eðlilega farveg Elliðaánna. 

Hvað um Skeiðsfossvirkjun?  Álíka mikil orka þeirrar virkjun og úr Elliðaárstöð virkjuninni var eina leiðin upp úr 1940 til þess að rafvæða þennan landshluta í stað þess að þurfa að brenna olíu eða kolum.  

Það er löngu liðin tíð, næga raforku að fá af landsnetinu og þessi orka er aðeins 0,02% af þeirri raforku, sem framleidd er hér á landi. 


mbl.is Tæma Árbæjarlón til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innkaupapokar og stigar í stað lyftingalóða og hlaupabretta?

Árum saman notaði síðuhafi aðstöðu í Ræktinni á Seltjarnarnesi meðan hún var og hét til að viðhalda viðunandi líkamshreysti og halda aukakílóum í skefjum.  

Einn salur Ræktarinnar var með mjúku gólfi, sem fór betur með slitin hné en harðari gólf. 

Svo brann Ræktin í eldsvoða og við tók tímabil á dauðum tímum á kvöldin í Útvarpshúsinu og í kringum það. 

Þar var hlaupið upp stiga í stað þess að gera það á hlaupabretti, stundaðar hraðgöngur og stutt hlaup á lóðinni fyrir utan, og í kjallaranum fundust tvö sver steypustyrktarrör með þungum steypuklumpum á endunum til hæfilegra lyftingaræfinga.  

Flestar algengar staðæfingar og blandaðar æfingar var hægt að stunda utan og innan húss. 

Eftir búferlaflutninga tók fjögurra hæða stigi við og í stað lóða er hægt að lyfta tveimur innkaupapokum á borð við ljósgula taupokann, sem sést aftan á stýri rafknúins létts rafbifhjóls við Gullfoss. Léttfeti við Gullfoss

Ef stutt er að ganga til að versla má nota tækifærið á göngunni heim til að lyfta tveimur pokum, sem hinar keyptu vörur hafa verið settar í eða lyfta þeim heima eða annars staðar eftir atvikum. 

Það er líka hægt að fylla pokana af öðru annars staðar í þessu skyni. 

Hraðgöngur og stuttir sprettir bæði utan og innan húss í löngum göngum blokkarinnar auk staðæfinga við handrið og veggi fullkomna síðan æfingar, sem ná hámarki í hvert sinn með hlaupi upp fjórar hæðir með tímatöku á skeiðklukku, skuggaboxi og liðkunaræfingum á eftir. 

Auðvitað er það misjafnt hve góða aðstöðu er hægt að finna utan líkamsræktarstöðva og íþróttahúsa, en hæfileg heilabrot við lausnina á þessu sviði gætu verið ágæt viðbót í formi þess að reyna á gráu sellurnar og halda þeim í æfingu líka. 

 

 


mbl.is Kórónuveirukílóin of mörg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband