Hugsanlegt að eftirhermur líftryggi skotspæni sína?

Ofangreindri spurningu var eitt sinn varpað fram fyrir rúmum fjórum áratugum. 

Eftirhermunni sem bryddaði á þessari hugmynd gerði það í hálfkæringi við einn af þekktustu stjórnmálamönnum þjóðfélagsins, sem var að láta taka af sér andlitsfarða í sminkherberginu eftir upptöku í umræðuþætti í Sjónvarpinu.  

Spurningin kom upp í tengslum við skeggræður um misjöfn viðbrögð hinna þjóðþekktu við því að hermt væri eftir þeim. Einstaka væri ekki alltaf fyllilega ánægður með meðferð eftirhermunnar, en flestir væru hins vegar ánægðir. 

Þó mætti heyra hjá sumum, að þeir væru óánægðir með það að ekki væri hermt eftir þeim eins og hinum. 

En eftirhermur gætu auðvitað lent í vanda ef ekki væri hægt að herma eftir nógu mörgum. 

"Það getur til dæmis verið mikill missir viðfangsefna fyrir eftirhermu og jafnvel óbeint tekjutap ef of margir þeirra, sem best liggja við höggi, falla úr leik."

Stjórnmálamaðurinn sem þetta var sagt við, var hins vegar ekki ánægður með þessi vanhugsuðu orð og fannst þetta hvorki fyndið né viðeigandi. 

Enda engin furða og hugmyndin galin að minnast á þetta. Hann var aldursforseti Alþíngis. 


mbl.is Himinlifandi með að missa vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eini Bandaríkjaforsetinn sem telur bæði fyrirrennara og eftirmann valdaræningja.

Núverandi Bandaríkjaforseti hefur bætt einu einsdæmi við í safn metfjölda, sem hann að baki. 

Hann er eini Bandaríkjaforsetinn í sögunni, sem hefur talið sannað, að bæði fyrirrennari sinn og eftirmaður sinn hafi framið valdarán. 

Valdarán er stórt orð, en ef viðkomandi sakborningur hefur komist til valda á ólöglegan hátt, hefur hann rænt völdum, ekki satt?

Árum saman hundelti Trump Barack Obama með ásökunum um að hann væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og væri því ólöglega í embætti. Trump sagðist hafa óyggjandi sannanir fyrir þessu en Obama sat áfram án þess að Trump tækist að hrekja hann af valdastóli. 

Nú sakar Trump Joe Biden, "president elect" um að hafa fengið milljónir falsaðra atkvæða í því sem Trump nefndi fyrirfram fyrr á þessu ári "mesta stjórnmálamisferli í sögu Bandaríkjanna." 

Segist hafa óyggjandi sannanir fyrir þessu og líka óyggjandi sannanir fyrir gríðarlegu misferli sonar Biden. 

Í engu af þessum málum hafa þó ekki enn verið birtar þessar óyggjandi sannanir, og svipað gildir um fjölmörg mál Trumps af svipuðum toga. 

Framundan er mikill málarekstur, sem hugsanlega gæti orðið til þess að Nancy Pelosi forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings yrði skipuð Bandaríkjaforseti til bráðabirgða 20. janúar. 

Það er áberandi einkenni varðandi Trump, að hann er afar upptekinn af þeirri skoðun að vera merkastur og mestur allra Bandaríkjaforseta eftir daga Lincolns. 

Með því að ráðast á Obama og Biden tryggir hann það, að hægt verði að kalla þá báða sakborninga, það er, menn, sem hafa verið bornir sökum. 

Einkum mun hatrömm barátta Trumps gegn Biden fara inn í sögubækurnar, hvernig sem málareksturinn fer. 

Ásakanirnar á hendur Obama og Biden bætast við ótal svipaðar ásakanir, svo sem þá að Kínverjar hafi búið til kórúnuveiruna skæðu í þeim eina tilgangi að hindra að Trump yerði endurkosinn.  

Sagðist hafa óyggjandi sannanir fyrir þessu en hefur ekki gefið þær upp. 

Hann sakaði Írani um að hafa brotið samkomulag um kjarnorkuvopn og sagði svipað um það mál og mál Kínverjanna, og reyndar líka mál Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og ýmsa alþjóðlega samninga.  

 

 


mbl.is McConnell á bandi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband