Kynslóðaskipti hjá örþjóð. Kannski fimm ár í nýtt gullaldarlið.

Fyrir rúmum áratug eignuðust Íslendingar gullaldarlið í knattspyrnu í unglingaflokki, Gylfa Þór Sigurðsson, Kolbein Sigþórsson og kó. +

Þá spáðu margir því og þvi var spáð á þessari síðu, að ef þessi liðsheild héldi áfram að þroskast yrði möguleiki á fyrsta alvöru gullaldarliði Íslendinga í knattspyrnu eftir fimm ár. 

Sú varð raunin, svo ótrúlegt sem það var að þjóð sem gat rúmast við nokkrar götur í erlendri borg, gæti ungað út svona mörgum góðum leikmönnum sem gæti enst nógu mörg ár til að komast á eitt EM, hvað þá HM. 

Það spilaði með að við vorum afar heppnir með þjálfaratvíeykið Lagerbeck og Heimi Hallgrímsson auk einstaklega góðrar stemningar hjá þjóðinni. 

Í síðasta leiknum til að komast á næsta HM leiddu Íslendingar í 83 mínútur. 

Þegar skoðaðar eru myndir af þeim tíu mínútum sem þá voru eftir sést áberandi, að gömlu jaxlarnir og máttarstólparnir, sem eru búnir að afkasta einstaklega erfiðri leikaðferð án mistaka, eru að verða búnir með allt af tanknum, orðnir örlítið hægari og einn þeirra, hinn frábæri fyrirliði, verður að fara af velli og skipta út við frískari mann. 

Þetta var einfaldasta atriði í heimi íþrótta og lífinu sjálfu. Það voru komin kynslóðaskipti, aldurinn farinn að sækja á. 

Þetta eru eðlilegar fréttir og góðu fréttirnar eru þær, að nú hillir undir svipaða framtíðarkynslóð og 15 árum fyrr, sem er að gera góða hluti á stórmótum unglingalandliðsins. 

Þetta er von sem getur ræst ef allt fellur með okkur. 

En það er augljóst, að á tímum eins og núna þegar heimsfaraldur heggur skörð í hópa bestu afreksmanna þjóða, geta Íslendingar ekki krafist þess að vera með jafn stórt og víðfeðmt úrval af leikmönnum í hæsta gæðaflokki og stórþjóðirnar.  


mbl.is Ísland steinlá í kveðjuleik Hamréns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjaforseti fullkomlega samkvæmur sjálfum sér?

Þegar núverandi Bandaríkjaforseti var kjörinn fyrir fjórum árum var ein helsta yfirlýsing hans sú, að reka úr starfi alla þá vísindamenn sem væru staðnir að því að kómast að röngum niðurstöðum í vísindasamfélaginu og ráða í staðinn "alvöru" vísindamenn sem kæmust að öðrum, réttari og betri niðurstöðum. 

Sem dæmi nefndi hann þá sem stunduðu mælingar og rannsóknir á lofthjúpi jarðar og náttúru og ynnu með því á einkar skaðlegan hátt gegn orkustefnu Bandaríkjanna. 

Minna hefur orðið af efndum þessa loforðs en ætlunin var, enda hefði það kostað gríðarlega fjármuni að fara í slíka herferð, þótt ekki væri nema að að brottrekstur fjölda af þessu fólki var ekki á valdi forsetans.   

Hins vegar ætti engum að koma á óvart þótt Trump reki hvern þann sem ekki þóknast honum til fullnustu og forsetinn hefur vald til að reka. 

Sumir þeirra hafa fengið að vera óáreittir þegar niðurstöðurnar í viðfangsefnum þeirra hafa verið forsetanum í vil, svo sem varðandi síðustu kosningar, en um leið og niðurstöðurnar eru honum ekki í vil, er hann fullkomlega samkvæmur sjálfum sér með því að nota brottrekstrarvald sitt til hins ítrasta, ekki satt?


mbl.is Rekinn í kjölfar yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer að verða kominn tími á nýja heilsíðuauglýsingu um sóttvarnir?

Þegar hert var á sóttvarnaraðgerðum hér á landi fyrir nokkrum vikum birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu með allharðri gagnrýni á þær, og var það einkum ástandið, sem þá var í Þýskalandi, sem var tekið sem dæmi um það hvaða villur vegar væri verið að fara hér á landi. 

Nú hafa málin hins vegar skipast þannig, að Ísland er með næst fæstu smittölur í Evrópu og álfan eldrauð á kortum eins og því sem birtist fyrir nokkrum dögum. 

Kannski er kominn tími á það að birta nýja og endurskoðaða heilsíðuauglýsingu til þess að útskýra þetta mál betur í ljósi reynslunnar?


mbl.is Óhætt að ferðast til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband