Klettsháls er meira lokaður heldur en Hálsarnir.

Það á ekki að koma á óvart hve oft vegurinn um Klettsháls er lokaður. 

Það kom til dæmis vel í ljós í langvinnu norðanhreti sem gerði fyrir jól fyrir nokkrum árum. Þá voru fjallvegir á öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum til Austfjarða lokaðir mestan part og Klettsháls og Kleifaheiði voru ögn skárri. 

Hálsarnir þrír í Gufudalssveit voru hins vegar opnir alla daga nema einn, enda þótt þeir hafi, eins og Dynjandisheiði verið að mestu í sama horfi í meira en sjötíu ár án bundins slitlags. 

Raunar er hæpið að flokka Ódrjúgsháls sem fjallveg, því að þar nær vegurinn aðeins 160 metra hæð yfir sjó, aðeins 15 metrum hærra en Vatnsendahvarf hér syðra.

Hvaða meginbreyting á vegstæði þarna um sem til greina kemur, felst í því að losna við eina slæma og bratta beygju í austanverðum hálsinum og afnema brattar og krókóttar brekkur við Krossgil á vestanverðum hálsinsum. 

Vegurinn um Klettsháls var lagaður mikið þegar bundið slitlag var sett á hann, og því er ekki hægt að laga hann neitt að ráði.  

 


mbl.is Lokað 40 sinnum á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græn hugsun og stefna eru hvorki hægri né vinstri.

Hugmyndir formanns breska íhaldsflokksins um græna iðnbyltingu eru dæmi um það að fólk þarf hvorki að vera hægri né vinstri menn til þess að sja kosti grænnar stefnu. 

Það hefur verið lenska lengi að núa þeim sem aðhyllast græna stefnu í efhagsmálum því um nasir að vera jafnvel "kommar" en það hljómar svolítið gamaldags og úrelt að segja slíkt um formann breska íhaldsflokksins.  

Á nýrri öld þar sem krafan um sjálfbæra þróun er forsenda lífs jarðarbúa er sá flokkur í skástum málum, hvort sem er til vinstri eða hægri, sem skynjar og úthugsar lausnir sem eru fyrst og fremst grænar. 


mbl.is Johnson vill græna iðnbyltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband