Hamagangur með endemum.

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins skrifar góðan bloggpistil um óhemjuganginn í Bandaríkjaforseta varðandi aðför hans að lýðræðinu í Bandaríkjunum. 

Að sjálfsögðu hefur það alltaf verið heimilt að koma með ábendingar og kærur varðandi framkvæmd kosninga hafi menn gögn í höndum til slíks málatilbúnaðar. 

En óheyrilega hrikalegar ásakanir Trumps langt fram yfir allt sem dæmi eru um í þau 160 ár sem heimilt hefur verið að kjósa utan kjörstaðar eru svo svakalegar, að engu tali tekur, einkum þegar farið er að líta á málsefnin sem hljóða upp á "milljónir og aftur milljónir" falsaðra atkvæðaseðla og meira að segja látið að því liggja að látinn forseti Venusavuela standi á bak við heilt samsæri um það!  

Styrmir og Matthías Jóhannessen voru einstakt tvíeyki í ritstjórastólum á sinni tíð og það er dapurlegt að sjá sumt í leiðara blaðsins þar sem tekið er undir með Trump og meira að segja seilst svo langt að bera saman langvinna endurtalningu í Flórída árið 2000 dæmi sem hliðstæðu við endemin nú. 

Í Flórída stóð svo tæpt um úrslit, sem réðu því hvort Gore eða Bush yrði forseti, að þar var aðeins um 500 atkvæði að ræða, sem gátu talist vafaatkvæði, eins og gengur. 

Miðað við fólksfjölda samsvaraði það innan við einu atkvæði hér á landi og er augljóst að þegar svona tæpt er, getur verið vandasamt að komast að réttri niðurstöðu. 

Þegar þetta er borið saman við "milljónir og aftur milljónir" sem Trump hrópar nú og hefur enn engin frambærileg gögn að bera fram, sést vel hve mjög er hér farið offari. 

Í kosningunum 1960 var Daley borgarstjóri í Chicago grunaður um græsku í afar tvísýnum forsetakosningum en engin eftirmál urðu. 


mbl.is Möguleikum Trumps fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu svikið og gleymt er stefnuloforð Pírata 2014.

Í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík 2014 var það yfirlýst stefna Pírata að beita sér fyrir beinu lýðræði á borð við það að halda atkvæðagreiðslur um mikilsverðustu málefni. 

Um leið og þeir áttu kost á því að komast í meirihlutasamstarf í borgarstjórn brá svo við að þetta stefnumál hefur verið sett ofan í skúffu síðan hjá þeim. 

Staðsetning stærsta og mikilvægasta flugvallarins fyrir innanlandflug er augljóst efni í almenna kosningu um það, og í öllum skoðanakönnunum síðustu 15 ára hefur verið drjúgur meirihluti fyrir núverandi staðsetningu, bæði hjá borgarbúum og allri þjóðinni. 

Kosningunni 2001 var klúðrað með því að seta reglur um lágmarksþátttöku fyrir því að hún væri gild, en þátttakan var bæði langt frá því að ná því marki, auk þess sem aðeins nokkur hundruð atkvæðum munaði um niðurstöðu. 

Illu heilli var hafður uppi sá málflutningur hjá áhrifamönnum í þáverandi minnihluta að þeir, sem vildu hafa völlinn áfram á sama stað, sniðgengu kosningarnar. 

Í ofanálag var hún rafræn á tíma þar sem það þýddi fjarveru þúsunda fólks á kjörskrá.  


mbl.is Mótfallin þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband