Fimmtíu ára gamall misskilningur endurvakinn.

Fyrir um hálfri öld, í kringum 1970, var hafður í frammi mikill áróður fyrir því hér á landi að einbeita ferðaþjónustunni að ríku fólki, en bægja svonefndum "bakpokalýð" frá. 

Á sama tíma hlógu bandarískir bílaframleiðendur að þeirri heimsku Japana að selja "bakpokalýðnum" vestra, hippum og fátækum námsmönnum, upp á miklu minni, ódýrari en samt vandaðri bíla en stóru bandarísku framleiðendurnir gerðu. 

Þeir hlógu þó ekki lengi. Aðeins 20 árum seinna hafði flest af þessum "lýð" nýtt sér menntun sína og komist í vel borguð störf sem gerði þeim kleyft að ánetjast hinum vönduðu japönsku bílum, sem stækkuðu hægt og bítandi þar til menn vöknuðu upp við vondan draum um 1990: Lexus lúsusbíllinn sendi alla hönnuði dýrstu og bestu bílana að teikniborðunum, því að Japanir höfðu af framsýni sinni séð fram i tímann og nánast hertekið bandaríska markaðinn. 

Svipað gerðist varðandi óbeitina á "bakpokalýðnum" hér á landi, puttalingahyski sem sköffuðu ekkert að því er sagt var. 

En stór hluti þeirra voru ungir námsmenn sem eignuðust ævintýralegar minningar í sinni fyrstu en ekki síðustu Íslandsferð og komu síðar aftur þegar þeir voru komnir í vel launaðar stöður í kraft menntunar sinnar. 

Áður hefur verið sagt frá þýskum námsmanni að nafni Ulrich Munzer, sem fór á puttanum frá Hvalfirði til Akureyrar 1976. 

Bílstjórinn sem kippti honum upp í fékk heldur betur skammir fyrir það að vinna þetta óþrifaverk. "Burt með þennan bakpokalýð!" 

Síðustu áratugina hefur þessi sami Þjóðverji komið árlega til Íslands með nokkra tugi námsmanna frá Þýskalandi með sér, því að hann varð jarðfræðiprófessor þótt hann væri skítblankur og rykugur puttalingur og skilgreindur af mörgum sem "hyski" 1976.  

 

 


mbl.is Ísland bjóði einungis ríkum ferðamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirmaður í BNA her: Hernaðarástand sem lýkur þegar engin veira er eftir.

Gott og lýsandi viðtal við yfirmann Bandaríkjahers í 60 mínútum í sumar sýndi svipað viðhorf og hjá Þórólfi sóttvarnarlækni. 

"Bandaríkjaher skilgreinir COVID-19 á sama hátt og styrjöld, sem herinn verður að heyja. Í henni ríkir hernaðarástand sem lýkur ekki fyrr en síðasta veiran hefur verið drepin." 

Hershöfðinginn vissi hvað hann var að tala um eftir að herinn hafði verið tekinn í bólinu með mörg hundruð smitaða um borð af einu af flugmóðurskipum hersins. 

Þetta sagði hershöfðinginn af gefnu tilefni á sama tíma og Bandaríkjaforseti, æðsti yfirmaður hersins, hafði vísvitandi logið því (viðurkenndi það eftir á í sjónvarpsviðtali) að veiran væri nánast ímyndun og engin hætta væri á því að hún næði neinni fótfestu í hinum mikilfenglegu Bandaríkjum. 

Svo alger var firringin í byrjun, að á sama tíma sem veiran var að búa um sig með hraði um öll Bandaríkin var ekki enn farið að grípa til neinna aðgerða, svo sem skimana í aðferð sem lýsa mátti með einföldum orðum: Engar skimanir né skráningar = engin veiki. 

Þetta ástand kom ekki fram til fullnustu fyrr en hálfi ári síðar. Í fyrstu var heilbrigðisstofnunum sem urðu allt í einu á hvolfi vegna fjölda tilfella, refsað fyrir það að hafa brugðist við vandanum með því að vera teknar frá baráttunni yfir í mörg þúsund blaðsíðna greinargerðir til að réttlæta varnarviðbrögð sín.  


mbl.is „Covid lýkur hvergi fyrr en því lýkur alls staðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband