Er verið svolítið að elta skottið á sjálfum sér?

Það hlýtur að vera athugunarefni hvernig sóttvarnaraðgerðir og útbreiðsla veirunnar skæðu hafa sveiflast á þann hátt, að það líkist því þegar undur eltir skottið á sér. 

Þegar hinar hörðu núgildandi sóttvarnir tóku gildi fylgdi minnkandi útbreiðsla í kjölfarið, en síðan virðist hún jafnvel ætla að vaxa aftur samfara því að það virkar letjandi á fólk að fara jafn náið eftir tilmælum og áður, svona eins og til að verðlauna sig. 

Það var meiri umferð fólks um síðustu helgi hér á landi en áður.

Og nú fer í hönd enn meiri samgangur fólks í hinum skondni eltingarleik Íslendinga við að halda hátíðlegt hér á landi landnám nokkurra Evrópubúa í Massachusetts fyrir rúmum þrjú hundruð árum sem skóp Thanksgiving day, Black Friday og Cyber Monday sem eru að bresta hér á.

Framundan eru aðventan og jólin með og verður fróðlegt að sjá hvernig það mun fara í kjölfar aukinnar óaðgæslu á þeim forsendum að "það eru nú einu sinni jólin."


mbl.is Viðurkenna mistök við bóluefnaþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur öllu opnu fyrir öllu á útopnu.

Fyrst í dag var svo að heyra á fréttum frá Bandaríkjunum að Donald Trump væri eitthvað að linast í hatrammri baráttu sinni gegn úrslitum forsetakosninganna. 

Löng hefð er vestra fyrir ýmsum atriðum í valdaskiptunum, sem tryggi hnitmiðuð og þægileg vinnubrögð fyrir bæði fráfarandi og komandi forseta. 

Í Hvíta húsinu sjálfu fara á sama tíma þau verk fram þar sem fráfarandi forseti lýkur sínum skylduverkum á sama tíma sem hinn nýi forseti flytur þannig inn í húsið, að allt sé tilbúið 20. janúar. 

Innsetningarathöfnin sjálf er vörðuð því að forsetarnir tveir hittist, bæði privat og opinberlega og fráfarandi forsetahjón eru viðstödd innsetningarathöfnina og búsetuskiptin. 

Nú er hins vegar spurningin hvort einhverjir hafi fagnað þessu full snemma, því að Trump hefur með yfirlýsingu nú síðdegis vera vís til að blása á allt þetta ef marka má þá yfirlýsingu hans að hann og stuðningsmenn hans muni berjast með öllum tiltækum ráðum til að kollvarpa úrslitum forsetakosninganna. 

Ef kosningunum verður kollvarpað og þær eyðilagðar með ógildingu þannig að Joe Biden og hans menn verði sakfelldir fyrir "stórfelldasta stjórnmálamisferli heimssögunnar" verða augljóslega engin valdaskipti. 

Enda liggur áfram fyrir yfirlýsing Trumps þess efnis að skipan nýs hæstaréttardómara sem tryggi 6-3 yfirburði Trumps í réttinum hafi beinlínis verið gerð til að hæstiréttur sjá til þess að Biden og hans menn verði dæmdir úr leik.  

Þetta getur því orðið spennandi og í anda Trumps að gera sem flest sem megi skoðast sem eindæmi í sögu Bandaríkjanna. 


mbl.is Trump talar enn um kosningasvindl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband