Þetta hefur verið vitað í áratugi.

Ef það er fyrst núna, sem það liggi fyrir að negldir hjólbarðar valdi mestu um svifrykið í Reykjavík, og að til þess hafi þurft viðamikla rannsókn, má það furðu gegna. 

Í áratugi hefur það blasað við, að um leið og þessi dekk eru tekim undan bílum á vorin, hefur svifrykið horfið að mestu, en komið á ný í vetrarbyrjun þegar þau eru sett undir. 

Önnur ástæða til þessa liggur í því að of mikið hefur verið notað af lélegum íslenskum steintegundum í slitlagið. 

Í Noregi og víðar hafa negld dekk verið bönnuð víða vegna þess að þar hefur það verið viðurkennt að þau valdi mestu um slit og svifryk. 

Að þurft hafi fjárveitingu til að finna út slitið sem negldu dekkin valda minnir á það að 1985 var veitt fjármagni hér á landi til að athuga matarvenjur Íslendinga og kom í ljós að Íslendingar átu mestan mat í hádeginu og um sjöleytið á kvöldin. 


mbl.is Nagladekkin valda mestu um svifrykið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður ekki að fara að taka Thanksgiving og þriðjudag og miðvikudag með?

Fyrir rúmum þrjú hundruð árum tóku nokkrir tugir Evrópubúa land í Massachusetts og var þar tekinn upp þakkargjörðardagur af því tilefni, sem Íslendingar hljóta að kalla Thanksgivin Day til að vera menn með mönnum. 

Smám saman breiddist hann út vestra og er frídagur síðasta fimmtudaginn í nóvember, að hluta til uppskeruhátíð líkt og töðugjöldin voru hér á landi, sem aldrei voru þó gerð að frídegi.  

Af því að föstudagurinn á eftir Thanksgiving er klemmdur einn og sér á milli Thanksgiving og helgarinnar þar á eftir sáu kaupahéðnar sér hag í því að blása hann upp sem sérstakan ofurverslunardag undir heitinu Black Friday. 

Þegar netverslun fór að blómstra sáu kaupahéðnar enn leik á borði og tóku upp fyrirbærið Cyber Monday til að kóróna allt tilstandið, sem er auðvitað líka hér út af landtöku hóps af fólki fyrir langalöngu á austurströnd Bandaríkjanna, sem aldrei hafði nein tengsl við íslenska sögu. 

Það leiðir hugann að Thanksgiving Day, sem var upphaflega forsendan fyrir Black Friday og Cyber Monday. 

Nú hlýtur næsta skref í snobbinu hér á landi fyrir sögu enskumælandi þjóða Ameríku að gera gangskör að því að við tökum Thanksgiving Day upp sem löggiltan fridag með öllu því mikla tilstandi sem frídagar geta haft.  

Þá þarf ekki annað en að bæta við þriðjudegi og miðvikudegi til þess að þetta verði vika, sem verður heilagri og merkilegri á alla lund en jól, páskar eða nokkur önnur hátíð hér á landi.

Og svo merkilegur er Black Friday orðinn, að það er sérstök frétt að þessi stórhátiðardagur hefjist á miðnætti!  

Og út af tilefni sem aldrei snerti okkur eða okkar sögu neitt. 


mbl.is Svartur föstudagur hefst á miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband