Holl æfing sem kostar ekki neitt: Hlaup upp fjórar hæðir með tímatöku.

Grunnpróf á snerpu, hraða, krafti og úthaldi, sem ekki kostar flóknar eða kostnaðarsamar mælingar getur verið fólgið í því að nota venjulegt armbandsúr, skeiðklukku, eða armbandsúr til þess að mæla, hve langan tíma tekur að hlaupa upp fjórar hæðir í húsi í einum rykk. 

Í venjulegri íbúðablokk eru þetta 68 þrep og tekin tvö þrep í hverju skrefi. 

Þótt það vanti skeiðúr þarf tímatakan ekkert að vera neitt ofboðslega nákvæm. Vera í viðbragðsstöðu og horfa á úrið, hlaupa af stað og líta á úrið aftur þegar komið er í mark á stigapallinum á 5. hæð. 

Athuga ber, að ef hlaupið er af stað á 1. hæð, þarf að hlaupa þaðan upp á 5. hæð til að hafa hlaupið upp fjórar hæðir.  Það er nefnilega ekki búið að klára að hlaupa upp eina hæð fyrr en komið er á stigapall 2. hæðar. 

Jafnvel þótt hné séu slitin, aum eða léleg reynir svona hlaup með þetta miklu klifri bara jákvætt á þau, því að komist er hjá slítandi lendingum í hverju hlaupaspori eins og verða í hlaupi á jafnsléttu. 


mbl.is Níu kíló farin og lífið er stórkostlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er aðstoðarflugstjórinn í hægra sætinu?

Skemmtileg umfjöllun um Diego Armando Maradona minnir á gamla spurningu um það, hvers vegna aðstoðarflugstjóri situr ævinlega hægra megin við aðalflugstjórann, "pilot in command."  

Ein undantekning er þó á því: Í flugkennslu er kennarinn hinn ábyrgi en nemandinn situr í vinstra sætinu af því að hann þarf að æfa framtíðarflug sitt úr því sæti.  

Svo sterk er hefðin fyrir vinstra sætinu fyrir stjórnanda ökutækis, að því er aðeins breytt í löndum þar sem er vinstri umferð.  

En vegna þess að mikill meirihluti þeirra bíla, sem fluttir voru inn til Íslands, voru frá Bandaríkjunum allt fram undir 1970, voru Íslendingar nokkurn veginn þeir einu, sem héldu sig nær eingöngu við stýrið vinstra megin á meðan vinstri umferð var hér. 

Tvær kenningar voru nefndar fyrir ástæðunni fyrir vinstri umferð hér á landi, annars vegar að það væri þægilegra fyrir konur á hestum að sitja með fæturna vinstra megin þegar öðrum hestum væri mætt, en hins vegar að vegna þess hve skyggni væri oft slæmt á mjóum vegum væri betra fyrir bílstjórann að sjá kantinn á hinum mjóu vegum og fylgja honum sem best þegar bílum væri mætt. 

En nýlega dúkkaði upp alveg ný hugsun um þessa spurningu, hvers vegna vinstra sætið virtist svo frátekið fyrir þann sem mestu ætti að ráða, að það réði úrslitum um sætaskipan í stjórnklefum flugvéla og bila. 

Þetta er nefnilega geirneglt í þeirri setningu í trúarjátningu kristinna manna þar sem segir: "...situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs..."   


mbl.is Situr við vinstri hönd Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svona slæmt við að nota orðið "veldisvöxtur" í stað "exponental."

Fá orð hafa sést og heyrst jafn oft síðustu dægrin en orðin "exponental vöxtur", sem notað er um hugsanlega nýja bylgju covidveirunnar. 

Þetta orðalag bætist ofan á "Black Friday" og "Cyber Monday" sem eru letruð með stríðsletri á heilsíðum blaða og yfir þvera sjónvarpsskjái. 

Fyrir þá sem ekki vita hvað "exponental" þýðir er orðið "veldi" bæði styttra og auðveldara til útskýringar og notkunar. 

"Day of icelandic language", afsakið, Dagur íslenskrar tungu er nýliðinn en tilvist hans svona nálægt þessu ameríska enskuflóði virðist ekki hafa nokkur áhrif á málnotkun allra fjölmiðlanna og þar með landsmanna.  

 


mbl.is Ungum börnum almennt ekki boðin bólusetning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband