Kannski í desember? Hinn "ósigrandi" Trump mun seint játa sig sigraðan.

Allur lífsferill Donalds Trumps er varðaður stanslausum sigrum og engum ósigrum. Að eigin mati var hann sigurvegarinn í öllum sínum gjaldþrotum og í öllum öðrum viðfangsefnum og andstreymi sem hann hefur glímt við.  

Mest um þetta veldur óbifandi trú hans á að hann sé fulltrúi Guðs í anda trúarleiðtogans, sem hann hefur sem leiðtoga lífs síns á grundvelli bjartsýni og óbilandi sjálfstrausts, Norman Vinchent Peale. "Jákvæði hugsun gerir kraftaverk!". "Ef þú trúir því að ekkert slæmt geti hent þig, þá mun ekkert slæmt henda þig."  Mjög áhrifamikill ræðumaður nákominn Trump fjölskyldunni.   

Þeir, sem Trump hefur haft með sér í för síðustu árin, bæði samstarfsmenn og mótherjar, hefur hann umsvifalaust úrskurðað sem fávita, aumingja og fífl ef þeir hafa að einhverju leyti staðið í vegi fyrir honum eða aðrar skoðanir. 

Fyrirfram fullyrti hann að í forsetakosningunum yrði framið "mesta kosningamisferli í sögu Bandaríkjanna" ef hann sigraði ekki, og að því myndi hann ekki una, heldur myndi hliðhollur Hæstiréttur dæma honum í vil í lokin, ef annað dygði ekki til. 

Til að tryggja þetta keyrði hann í gegn skipan nýs hæstaréttardómara, sem kæmi hlutföllunum innan réttarins 6:3, honum í vil, og á meðan hann vann að þessu lýsti hann því yfir, að þessi dómaraskipan væri gerð til þess að ná auknu valdi yfir réttinum. 

Úr því að það dróst fram í desember árið 2000 að Hæstiréttur úrskurðaði um úrslit þeirra kosninga, ætti að verða eins líklegt og verða má, að Trump mun sjá til þess að hann verði áfram í embætti.   


mbl.is Lokastaða: Biden fær 306 kjörmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líka orðið kapphlaup um siguryfirlýsingar.

Aðdragandi forsetakosninganna hefur verið fólginn í hatrammri keppni á mörgum vígstöðvum, og eins og búast mátti við hefur eitt kapphlaup í viðbót bæst við í ljósi tvísýnnar stöðu;  kapphlaup um siguryfirlýsingar. 

Þar hlýtur Trump að teljast á heimavelli miðað við það að hann hefur að eigin sögn aldrei beðið lægri hlut í neinu, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. 

Nú sést til dæmis hve framsýnn hann var með öllum yfirlýsingunum fyrir kosningar um mikilvægi þess að útnefna nýjan og hagstæðan hæstaréttardómara og nefndi hann tölurnar 6:3 ítrekað í þsví sambandi. 

Í siguryfirlýsingu sinni nú í hádeginu nefnir hann einmitt það, að hæstiréttur muni ráða kosningamálinu til lykta á þann hátt að hann verði áfram forseti.  


mbl.is Allt á suðupunkti vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er siguryfirlýsing stærsta hættan, sem eftir er?

Þegar þetta er skrifað er klukkan að verða eitt að íslenskum tíma þegar kjörstöðum er lokað á Flórída. Þar virðist spennan að svo komnu, eftir að vel er liðið á talningu, ætla að verða lítt minni en venjulega.  

Enn sem komið er, virðist ótti margra um bein átök á milli andstæðra hópa á kjördegi ekki ætla að verða það lýsingarorð á yfirbragð dagsins eins og óttast. 

Þá er hins vegar eftir hið viðkvæma augnablik þegar annar frambjóðandinn lýsir yfir sigri og valið á tímanum til þeirrar yfirlýsingar er  svo óheppilegt að þá fari allt í bál og brand. 

Það verður þó vonandi ekki strax og úrslitin í Flórída virðist liggja fyrir, þótt það ríki sé afar mikilvægt, heldur að farið verði að þeirri venju að sá, sem bíður lægri hlut lýsi yfir ósigri sínum.  


mbl.is „Ég ætti að lýsa yfir sigri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband