Verður Nancy Pelosi forseti eftkr 20. janúar?

Nú virðist stefna i það sem spáð hefur verið fyrir alllöngu hér á síðunni og Donald Trump hefur talað um í marga mánuði, að hann myni láta sækja demokrata til saka fyrir "stærsta kosningamisferli í sögu Bandaríkjanna" ef hann yrði ekki endurkjörinn.  

Og ekki nóg með það. Fjölmörg önnur og svipuð málaferli þegar verið boðuð í mörgum ríkjum og strax virðist því stefna í að þessar forsetakosningar verði með eindæmum að grátbroslegum farsa. 

Þótt það hafi verið rætt í kringum 1970 að breyta hinum sérkennilegu kosningalögum vestra varðandi kjörmannafyrirkomulagið, varð ekki að því þá. 

En það er ekki bara það fyrirkomulag, sem býður upp á ólýðræðislega niðurstöður varðandi kosningar til þings og forsetaembættis, heldur líka það sem gæti tekið við í pattstöðu og er enn lakara hvað snertir misvægi atkvæða; atkvæðagreiðsla í fulltrúadeildinni, þar sem hvert ríki er með eitt atkvæði í að velja forseta.   

Það býður til dæmis upp á það að Kalifornía hefði einn fulltrúa og Wyoming einn, en íbúar Kaliforníu eru hundrað sinnum fleiri. Og býður upp á það að fulltrúar með minnihluta atkvæði kjósenda samtals að baki sér, í þessu tilfelli republikanar, veldu Donald Trump til tæpra fjögurra ára!  

Ef málaferlunum verður ekki lokið 20. janúar fær Nancy Pelosi, demókrati, forseti fulltrúadeilari þingsins. völd forseta Bandaríkjanna þar til málaferlunum lýkur!   


mbl.is Niðurstaða gæti dregist í mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir andstæðingar lýðræðis.

Fróðlegt er að sjá það gefið í skyn að ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sé eitt af helstu verkfærum andlýðræðislegra afla í heiminum og að Donald Trump sé eini núlifandi stjórnmálamaður heims sem andæfi þessum andlýðræðislegu öflum.  

Það gerði hann meðal annars með því að verða eini maðurinn í sögu Bandaríkjanna, sem vitað er um, að hafa hundelt Bandaríkjaforseta á sínum tíma fyrir það að vera ólöglega í embætti og vera ekki fæddur innan Bandaríkjanna. 

Þegar fullyrt er að Trump sé eini stjórnmálamaður heims sem hafi getað haldið fjöldasamkomur utan húss á þeim tíma sem engir aðrir gátu það, má geta þess að á ákveðnu tímabili á síðustu öld voru til stjórnmálamenn sem gátu það. 


mbl.is ÖSE segir Trump grafa undan trausti almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband