Einsdæmi á byggðu bóli í lýðræðisríkjum.

Í lýðræðislöndum hafa tíðkast atkvæðagreiðslur utankjörstaða í heila öld, meira að segja lengur en í heila öld í Bandríkjunum í formi póstkosninga. 

Þetta fyrirkomulag byggist á þeirri sjálfsögðu viðleitni í lýðræðisríkjum að auðvelda kjósendum að neyta þess grundvallar réttar síns og skyldu að láta vilja sinn í ljósi. 

Útfærslan getur verið mismunandi eftir löndum, en eðli fyrirbrigðisins er almennt, að liðka fyrir forsendu lýðræðis, þátttöku almennings í því.  

Allir þekkja ástæðuna fyrir því að geta greitt atkvæði utan kjörfundar, sem er sú, að það getur verið misjafnlega auðvelt fyrir fólk að taka þátt í almennum kosningum, svo sem fyrir þá sem vinna eða búa langt frá lögheimilum sínum, til dæmis námsmenn og hermenn. 

Ekkert óeðlilegt er við það að heimsfaraldur, drepsótt, virki letjandi á marga kjósendur, að standa utan húss að vetri til í löngum biðröðum jafnvel lungann úr kjördegi. 

Bara það eitt, að í helsta lýðræðisríki heims skuli vera svona erfitt að kjósa, sýnir að lýðræði hjá "ríkustu þjóð heims" er furðu ófullkomið. 

Nú bregður svo við að forseti þessa "stórkostlegasta lands heims" ræðst með offorsi á það fyrirkomulag sem tíðkast hefur þar í landi og hjá öðrum lýðræðisþjóðum og sakar þá, sem hafa neytt sér frumrétt sinn sem kjósendur um að vera hlutar af samsæri ótínds glæpalýððs og þjófa, sem afbaki, eyðileggi og "steli" kosningunum. 

Þessu hefur hann haldið fram vikum saman og lét ekki þar við sitja, heldur vildi draga úr fjárveitingum til póstþjónustunnar og skipaði yfirmanni hennar, sem hann hafði sjálfur skipað, að draga sem mest úr henni. 

Núna heimtar hann að alls staðar þar sem honum líkar ekki úrslitin, verði kosningarnar ógiltar og brýnir þá dómara, sem hann hefur raðað í hæstarétt til að taka að sér ógildinguna á endanum, ef annað dugar ekki. 

Þetta er einsdæmi á byggðu bóli í lýðræðisríkjum eins og svo margt sem þessi forseti hefur gert. 

Það segir sína sögu um eðli málsins, að margir af leiðtogum repúblikana, hans eigin flokks,  hafa fordæmt framgöngu hans í málinu. 

 


mbl.is „Lygi á lygi ofan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband