Hægt að fækka dauðsföllum með því að skima færri?

Þegar horft er á helstu sjónvarpsviðtöl, sem tekin hafa verið við Bandaríkjaforseta og helstu talsmenn hans má sjá og heyra furðulegar fullyrðingar. 

Í tveimur viðtölum við heldur hann því fram að Bandaríkin standi fremst allra þjóða í baráttunni við kórónaveiruna, bæði hvað varðar fjölda smita og tölu látinna.

Þegar eigin tölur ríkisstjórnarinnar, sem sýna hið gagnstæða, eru reknar ofan í hann fullyrðir hann að með því að fækka skimunum stórlega sé hægt að fækka dauðsföllum. 

Sem þýðir að því minna sem vitað sé um ganginn í smitunum, því betra!

Þegar tal hans berst að því að hann hafi brillerað á ákveðnu gáfnaprófi sem Biden hafi klikkað á en hann rekur samt í vörðurnar með það mál, snýr hann sig út úr því með því að gera það að aðalatriði hvernig sjónvarpsmaðurinn myndi standa sig í þessu prófi! 

Talskona hans fullyrti á frægum blaðamannafundi að utankjörstæðaatkvæði voru talin í Þýskalandi og Japan og þar af leiðandi fölsuð. 

Þó fer sú talnning ekki fram þar frekar en að talning íslenskra utankjörstaðaatkvæða fari fram erlendis. 

Á sama blaðamannaundi var fullyrt að milljónum atkvæða hefði verið breytt í talningunni í Bandaríkjunum. 

Í þættinum 60 mínútur var farið ofan í þá fullyrðingu og rætt við fyrrverandi yfirumsjónarmann sem Trump rak eftir að hann hafði ekki viljað játa að þetta stórfellda svindl ætti sér stað. 

Rök Trumps fyrir svindlinu voru rannsókn FBI á því hvort Rússar hefðu fitlað við hinn stafræna hluta kosninganna 2016. 

Yfirmaðurinn brottrekni lýsti því afar skilmerkilega í 60 mínútum, að fitl við stafrænar kosningar og skriflegar væru gerólíkir hlutir. 

Útilokað væri þegar kosningar væru framkvæmdar rétt með gamla skriflega laginu með ströngu eftirliti og endurtalningu að breyta milljónum atkvæða. 

Þess vegna hefðu slíkar kosningar, bæði framkvæmdar á kjörstað og utan kjörstaða, verið undirstaða lýðræðis Bandaríkjamanna í 150 ár. 

Þegar um þetta og fleira hefur verið fjallað hér á síðunni, svo sem þau orð forsetans að flugherinn geti gert fellibylji óskaðlega með því að sprengja þá í tætlur með kjarnorkusprengjum og að F-35 þotan sé svo ósýnileg, að menn sem séu staddir upp við hana sjái hana ekki,  hefur það verið þrautaráðið í trúarsöfnuði Trumps að segja, að ótrúlegt bull hans oft á tíðum sé ekki bull, heldur sé hann að djóka og sé svo yfirgengilega fyndinn, að húmorslaust fólk fatti það ekki! 

Þar með lokast varnarhringurinn um mikilhæfasta og gáfaðasta forseta allra tíma, sem sé, ofan á allt annað, sá lang fyndnasti, og þeir menn aumkunarverðir sem ekki fatta fyndnina.  

 


mbl.is Þúsundir létust í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband