Eltir veiran Íslendinga?

Fyrir 45 árum þegar síðuhafi kom fyrst til Kanaríeyja fóru allir til Gran Canaria en enginn til Tenerife þótt sagt væri að sú eyja væri fallegri. 

Það fyrst hin síðustu ár sem Íslendingar hafa tekið vaxandi ástfóstur við þessa fögru eyjum og það svo mjög, að hún er að verða eins konar útibújörð fyrir okkur erlendis. 

Það er eðlilegt því að Ísland og Kanaríeyjar eru á svipaðri lengdargráðu og tímamunurinn eins lítill og hægt er að óska sér auk þess sem loftslagið hentar okkur afar vel. 

Nú dregur hins vegar blikur á loft varðandi veiruskrattann sem herjar á báðum stöðunum og íslensku jólahaldi og jólaumferð ógnað. 

Það má orða það þannig að engu sé líkara en að veiran elti Íslendinga.  


mbl.is Tenerife færð á hættustig: 209 ný smit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að fórna mörgum stórfossum og fleiri eru á aftökulista.

Búið er að fórna mörgum stórfossum Íslands vegna virkjana og margir eru á lista yfir þá, sem virkja þyrfti.  

Meðal þeirra er Töfrafoss í Kringilsá, sem var stærsti fossinn á hálendinu norðan Vatnajökluls.

Þótt það kæmi fram í mati á umhverfisáhrifum að þessi vatnsmikli 30 metra hái foss í Kringilsá færi undir Hálslón og að gljúfrið við hann myndi þar að auki fyllast upp af auri á öldinni, var því haldið að ferðafólki á þessum slóðum að fossinum yrði ekki sökkt. 

Hið sanna kom í ljós við tilkomu Hálslóns, sem nær nokkra kílómetra upp fyrir fossinn. 

Og strax á öðru ári eftir myndun lónsins var hið 150 metra djúpa gljúfur Kringilsár orðið hálffullt af auri og tveir kraftmiklir fossar fyrir neðan Töfrafoss þegar sokknir í aur um alla framtíð.  

Fossinn sést í nokkrar vikur í sumarbyrjun þegar þarna er ólíft vegna aurfoks á mestu góðviðrisdögunum á þeim tíma og land, sem áður var gróið með þykkumm jarðvegi er sandi orpið sem endurnýjar sig á hverju sumri, alls um 15 milljjónir tonna af nýju seti á hverju sumri. 

Í Jökulsá á Fljótsdal voru tveir stórfossar á hæð við Gullfoss virkjaðir, Kirkjufoss og Faxi, auk tuga annarra fagurra fossa í þeirri á og Kelduá. 

Á teikniborðinu eru sjálfur Dettifoss ásamt Selfossi og fleiri fossum í Jökulsá á Fjöllum, en sú virkjun er ekki kennd við fossana, heldur nefnist hún Helmingsvirkjun eftir litlu vatni með því nafni, sem myndi verða stækkað með nokkurra kílómetra langri stíflu. 

Þess ber að geta, að enda þótt sumum af þessum virkjanaáformum hafi verið frestað, dúkka mörg þeirra, eins og Bjallavirkjun og Norðlingaölduveita aftur og aftur upp. 

Nafni Norðliingaölduveitu var breytt í Kjalölduveitu, en í raun er með henni verið að taka vatn af þremur af stórfossum íslands, tveir þeirra á stærð við Gullfoss, Gljúfurleitarfoss og Dynkur. 

Við gerð sjónvarpsþátta um þessi áform var uppgefið að svonefnd Kvíslaveita fyrir ofan þessa fossa myndi aðeins skerða þá um 15 prósent. 

Þegar veitan var komin í núverandi stærð, varð sú tala hins vegar 40 prósent, og sú mikla skerðing bitnar sérstaklega á flottasta stórfossi Íslands, Dynk, sem er mestallt sumarið eins og svipur hjá sjón, líkt og Samson hinn sterki í Biblíunnni eftir að hann var sviptur hárinu. 

Í varnarbaráttu fyrir íslenska fossa er nú reynt að friða þá helstu, en á sínum tíma lýstu tveir virkjanaráðherrar yfir því að friðanir hefðu ekkert gildi; þeim yrði aflétt eftir þörfum.  

Það var gert með Kárahnjúkavirkjun. Friðun Kringilsárrana var einfaldlega aflétt. 


mbl.is Fossar á tólf svæðum fái aukna vernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

600 megavött er um sexfalt of há raforkutala fyrir samgöngurnar.

Í gær mátti heyra fleygt tölunni 600 megavött sem þyrfti til að knýja landsamgönguflota landsins með rafmagni. 

Til þess þyrfti sem svaraði heilli Kárahnjúkavirkjun eða um 25 prósent af allri orkuframleiðslu landsins.

En þessi tala, 600 megavött,  er margfalt hærri en svo að hún geti verið neitt nálægt því að vera rétt, en með því að veifa henni er gefið í skyn að orkuskipti í landsamgöngum séu hið versta mál. 

Bjarni Bjarnason forstjóri Orku Náttúrunnar hefur fært að því rök að rétta talan sé ekki hærri en svo, að það þurfi ekki að virkja neitt, þótt ákveðið væri og tæknilega mögulegt að skipta öllum bílaflotanum yfir í rafafl á einum degi. 

Bjarni bendir á að talan sé um 3 prósent af raforkuframleiðslu landsins sem er nær 100 megavöttum en 600. Þetta fékkst staðfest hjá ON í dag.  

Bjarni ætti að vita hvað hann er að tala um enda er með einföldum reikningi vitað hve mikilli raforku meðalbíll eyðir á 100 km sem eru í kringum 20 kílóvattstundir, og að meðalakstur hvers bíls á ári er á milli 12 og 15 þúsund kílómetra á ári.

Þar með er kominn grundvöllur fyrir útreikningana sem þarf. 

Síðan er eðli notkunar bílaflotans það auki þannig, að mikil hægræðing orkunotkunar er fólgin í að nota orku, sem annars er ekki nýtt. 

P.S. Þegar flett er upplýsingum um virkjanir sést, að Búðarhálsvirkjun er með 95 megavatta upsett afl, en orkuframleiðslan er 585 gígavattstundir. 

Munurinn á þessum tölum er um það bil sexfaldur og þetta styður, að í því að tala um 600 megavött hafi verið ruglað saman megavöttum og gígavattstundum. 

 


mbl.is Loftslagsmarkmið Katrínar „billegt kosningaloforð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband