Verður þorskastríð milli Breta og ESB "öfugt" þorskastríð? Klippt á víra?

Bretar háðu þrjú Þorskastríð við Íslendinga, og þar á undan efnahagslegt þorskastríð. Bretar beittu herskipum, sem voru þeim takmörkunum háð vegna sterkrar stöðu Íslands í NATO að mega ekki nota fallbyssurnar. 

Það kom hins vegar fyrir að íslensku varpskipin skytu aðvörunarskotum að breskum togurum, og var viðureign Guðmundar Kjærnested við togarann Everton dæmi um það. 

Í seinni stríðunum beittu íslensku varðskipin vírklippum til að skera á togvíra breskra togara.   

Nú hefur dæmið snúist við ef bein átök verða á milli Breta og flota ESB ríkja. 

Sagt er að fjögur bresk herskip séu tilbúin í slaginn til að verja breska landhelgi ef á þarf að halda að fara í hlutverk íslensku varðskipanna. 

Spurningin er hvort breskum togaravírklippum verði beitt. 


Hæstiréttur vísar kæru Texas frá, en ætli Trump blási ekki á það?

Síðustu fréttir af "manneskjum ársins" hjá Time-tímaritinu eru merkar, en þótt Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi vísað frá kæru Texas vegna kosninga í fimm ríkjum, sem Biden vann af Trump í kosningunum fyrir rúmum mánuði er aldrei að vita nema Trump blási á það og haldi ótrauður áfram við að fella Biden.  

En fróðlegt verður að sjá hvað hann gerir til þess að snúa kosningaúrslitunum við.  


mbl.is Biden og Harris manneskjur ársins hjá Time
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband