Síbyljan um þörf á 600 megavöttum fyrir orkuskipti bílaflotans heldur áfram.

P. S.  Vegna deilna í athugasemdum við þessum bloggpistli er eftirskrift sett inn hér, af því að aðeins hér er hægt að birta myndir. DSC00920

 

Efsta myndin sýnir forsíðu Autokatalog  þýska tímaritsins Auto motor und sport. 

Næst efsta myndin er af umfjölluninn um Nissan Leaf þegar hann fékk 60 kWst rafhlöðu og fyrir neðan myndina af Tazzari og Nissan Leaf 1.kynslóð er síðan nærmynd af textanum, þar sem segir að nýjasti bíllinn sé með 60 kWst rafhlöðu, en 149 kW rafmotor. 

Í athugasemdinni, sem þessar myndir vísa til, er því nefnilega haldið fram fullum fetum að aðeins séu notuð afltalan í kílóvöttum varðandi bíla en ekki talan með kílóvattstundunum. DSC00918 

 

 

Hér kemur síðan bloggpistillinn sjálfur.  

Nú er tölunni 600 megavöttum varðandi það hve mikla raforku bílaflotinn muni þurfa í orkuskiptnum stanslaust haldið fram í umræðunni um orkumálin í fjölmiðlum og á netmiðlum. 

tazzari_og_nissan_leaf

Meðan þessari tölu er haldið fram og hún ævinlega notuð í umræðunni er hún svo arfaskökk, að hún eyðileggur alla umræðu, því að venjulega er hnykkt á með því að segja að þessi gríðarlega orkuþörf sé á við framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar.  DSC00919 

Hin rétta tala er nefnilega 100 megavött, eða á við Sogsvirkjanirnar eða Búðarhálsvirkjun. 

Búðarhálsvirkjun er 95 megavött en framleiðir 585 gígavattstundir yfir árið. 

Undanfarin ár hafa stóriðjufyrirtæki í eigu útlendinga notað um 2000 megavött á ári, en öll heimili og fyrirtæki í eigu Íslendinga hafa samanlagt notað um 500 megavött. 

Samkvæmt 600 megavatta síbyljunni um rafbílana myndu þeir einir taka alla raforku af íslenskum heimilum og fyrirtækjum og gott betur!

Með síbyljunni um 600 megavött sem bílaflotinn einn muni þurfa að nota,  er reynt að drekkja ummælum Bjarna Bjarnasonar forstjóra ON sem þó byggir á upplýsingum innan úr bókhaldi eigin fyrirtækis og annarra fyrirtækja og orkunotenda. 

Þar að auki bendir Bjarni á það hagræði sem hægt er að ná fram varðandi þann tíma, sem rafbílarnir eru í hleðslu.  

En það er líka hægt að giska á rétta tölu með því að nota upplýsingar beint innan úr bílageiranum sjálfum um fjölda bílanna, meðalorkueyðslu og árlegan akstur þeirra.

Fjöldinn  x meðalorkueyðsla á hverja 100 ekna kílómetra  x 150) 

Þá verður hæsta mögulega tala 600 gígavattsstundir, (200.000 x 20 x 150) sem er svipað og orkuframleiðsla Búðarhálsvirkjunar, sem gefur 585 gígavattssdundir út úr aflinu 95 megavött.  

 

 


mbl.is Spá fjölgun stórra á orkunotenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er atlagan samt "rétt að byrja"?

Á árinu 2020 hefur heimsbyggðin horft á mestu atlögu sem gerð hefur verið að lýðræðislegu stjórnarfari í sögu þessa merka og máttuga ríkis.  

Aðdragandinn fólst í herferð Donalds Trumps forseta sem miðaðist eingöngu við þá margtuggðu skoðun hans að hann væri ofurmenni, sem væri fremstur allra Bandaríkjaforseta síðustu 150 ár á öllum sviðum.  

Samhliða þessu réði hann og rak starfsmenn, sem fengu þann lokadóm hans að vera "aumingjar, idjótar, heimskingjar, aular o. s. frv.  

Meira að segja yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sem á að baki áratuga feril í rannsóknum og baráttu gegn heimsfaröldrum, sem hann hafði spáð og varað við; líka varað forsetann árangurslaust við; fékk einkunina "idjot". 

Björn Bjarnason notar orðin "valdafíkn og sjálfsdýrkun" réttilega í bloggpistli í dag. 

Þótt beinni atlögu að kosningakerfinu sjálfu sem undirstöðu bandarísks og vestræns lýðræðis virðist ekki hafa tekist, lítur ofurmennið mikla öðruvísi á málin.  

"Bardaginn er rétt að byrja!" segir hann.  Og miðað við fyrri ferll verður því miður að taka mark á gífuryrðunum rétt eina ferðina enn. 

Þau eru rökrétt framhald af því þegar hann var þegar, löngu fyrir kosningar, búinn að negla það niður með fylgismönnum sínum að þær yrðu "mesta hneyksli í sögu heimsbyggðarinnar", hvorki meira né minna. 

Hann meira að segja hvatti stuðningsmenn sína ítrekað til þess að reyna að kjósa tvisvar og gera allt sem þeir gætu til þess að brjóta kosningalögin og eyðileggja kosningarnar.  

Eitt af ótal einsdæmum á ferli hans. 

Ofurtrú Trumps á yfirburði og sigurgöngu síns sjálfs, hins ósigrandi snillings, fæðir nú af sér auknar hótanir, og sumar þeirra eru þegar byrjaðar að leka út. DSC00899

Ein er sú, að nákvæmlega á sama tíma og innsetningarathöfn Bidens fari fram, muni Trump efna til stærri hátíðar sinnar, sem haldin verði í Flórída og skyggja á misheppnaða hátíð í Washington.  

Fjölmargar hefðir hafa myndast varðandi framkvæmd hennar og þátt fyrri forseta í þeim, svo sem sameiginlega viðveru, bæði á innsetningarhátíðinni sjálfri, heimsókn í Hvíta húsið, flug með forsetaflugvélinni og fleira. DSC00907

Nú reyna menn að ráða í það hvernig Trump ætli sér að trompa allt það sem hann hefur áður hamast í og þá liggur beint við að gera árás úr öllum áttum á valdaskiptin 20. janúar. 

Myndirnar tvær hér á síðunni eru teknar við valdaskiptin 2008 og 2012. 

Við síðustu valdaskipti lét hann sig ekki muna um að fullyrða að sú hátíð hefði verið hin lang fjölmennasta í sögu landsins, þótt öll heimsbyggðin sæi annað blasa við í sjónvarpsútsendingum. 

Sú bíræfni sýnir, að honum mun ekki muna um að fullyrða svipað varðandi eigin samkomu í Flórída 20. janúar ef hún verður haldin. 

 

 


mbl.is Biden harðorðari en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband