Dæmi um gagn aðgerða á landamærum.

Mikil umræða og talsvert andóf hefur gegn þeim varnargarði sem reynt var að reisa á landamærum Íslands með tvöfalda skimun og sóttkví sem eina nokkurn veginn örugga ráðið. 

Nú hefur hið nýja hraðsmitandi veiruafbrigði verið stöðvað í bili að minnsta kosti ef sóttkví viðkomandi smitbera verður framkvæmd til fulls. 


mbl.is Einn greinst á Íslandi með nýja afbrigðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta hugsanlega byrjunin á langri togstreitu.

Nú er ljóst að í uppsiglingu kunni að vera löng togstreita um það bóluefni gegn COVID-19, sem útdeilt verður á milli jarðarbúa næstu tvö ár. 

Fréttir höfðu borist frá Evrópu um að loforð um afhendingu stæðust ekki og nú virðist svipað vera að gerast í Bandaríkjunum. 

Þar í landi fullyrðir framleiðandinn Pfizer að ekki sé fyrirtækinu um að kenna og komin er fyrsta viðurkenningin á ábyrgð á drættinum. 

Hjá okkur var sú skýring gefin að skortur á hráefni hefði skapað dráttinn á afhendingu til Evrópu þannig að eitthvað virðist málum blandið. 

Annað hvort var sú skýring röng eða að vegna þess að Pfizer er í Bandaríkjunum hafi Evrópa verið látin gjalda seinkuninni að vestan. 

Svona fréttir eru þegar byrjaðar að hellast inn og engan þyrfti að undra að bólefnafréttir og fréttir af togstreitu um þau verði í fjölmiðlum næstu misseri.  


mbl.is Yfirmaður bóluefnamála biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband