Síbreytileiki íslenskrar náttúru.

Síbreytileiki og fjölbreytileiki íslenskrar náttúru, þar með veðurfarið, eru meiri hér á landi en í flestum öðrum löndum. 

Ein afleiðing þess eru óvæntir atburðir eins og nú hafa orðið á Seyðisfirði.  

Tvö atvik úr fortíðinni eru meðal þeirra sem koma upp í hugann. Annars vegar aur- og jarðvegsskriða við Lund í Lundarreykjadal fyrir um 35 árum, sem tók sig upp í gróinni hlíð fyrir ofan bæinn og féll að honum.   

Tilsvar Sigurðar Þórarinssonar þegar hann sá myndir af skriðunni og var inntur eftir viðbrögðum lýstu undrun hans:  "Ég skil bara ekkert í því hvernig þessari skriðu gat dottið í hug að falla svona."   

Hitt atvikið er þegar snjóflóð féll alveg við þann hluta bæjarins á Blönduósi skammt frá norðurbakka Blöndu og hefði getað banað hverjum þeim, sem hefði staðið nálægt þeim stað sem miðja hennar er. 

Þannig háttar til þarna, að svonefndir Ennismelar, kenndir við bæinn Enni, eru rétt fyrir ofan byggð sem þarna var reist. 

Bakkarnir við melana eru að vísu brattir, en vart meira en 15-20 metra háir, þannig vafalaust datt engum manni í hug að þar gæti verið snjóflóðahætta, enda engar sagnir um slíkt. 

En það að engar sagnir voru um neitt misjafnt þarf ekki að þýða að aldrei hafi neitt gerst, því að á öllum þeim öldum, sem höfðu liðið á viðkomandi svæði, fara smámunir eins og lítil spýja utan í bakka úti á víðavangi fram hjá flestum ef ekki öllum. 

 


mbl.is Sérfræðingar vanmátu aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband