Alls kyns endurleiga er algeng við kaup nýrra véla.

Í fróðlegri umfjöllun á Youtube má sjá farið yfir þann feril, sem algengastur er við kaup á nýjum þotum eins og Icelandair er að gera. 

Þar kemur fram að slík kaup eru oftast miklu flóknari í framkvæmd en virðist á yfirborðinu.  

Það felst helst í því að þegar byrjað er að fljúga þotunni er hún endurleigð til sérstaks fyrirtækis sem sérhæfir sig í slíku. 

Er þar með alveg mögulegt að vélin verði áfram í notkum flugrekandans, þótt eignarhaldið sé flókið.  

Venjulegir bíla"eigendur" þekkja þetta vel af gamansögu, sem fékk vængi hér á árum áður þegar starfsmaður hjá Stöð tvö kom í vinnuna einn morgun á þessum líka glæsilega lúxusbíl og spurningar svör hjá samstarfsmönnunum og "eiganda" dundu yfir þangað til Björgvin Halldórsson kom með síðustu spurninguna: 

"Benz eða BMW?"

"BMW". 

"Sjálfskiptur eða beinskiptur" 

"Beinskiptur"

"Sex strokka eða átta strokka?"

"Átta strokka?"

Bo:  "Glitnir eða Lýsing?"

Þegar litið er yfir skráningar á eignarhaldi farartækja sést langoftast þegar um flugvélar er að ræða, að "eigandinn" er skráður sem "umráðamaður" en lánveitandinn sem eigandi, og þetta á líka við um ótrúlega marga bíla. 


mbl.is Icelandair semur um sölu og endurleigu á MAX-vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu farið eftir ráðgefandi atkvæðagreiðslu. Af hverju ekki hér?

Gott er að gengið hefur verið frá útgöngu Bretlands úr ESB. Farið var eftir vilja meirihluta þeirra, sem tóku þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að sjálsögðu var ekki farið gegn úrslitunum, þótt afar mjótt væri á munum og að þeir sem vildu útgönguna væru um 37 prósent af kosningabærum Bretum. 

Margt er líkt með þessari atkvæðagreiðslu or ráðgefandi atkvæðagreiðslu hér á landi um nýja stjórnarskrá þar sem um 34 prósent kosningabærra Íslendinga vildu nýja stjórnarskrá á grundvelli stjórnarskrár stjórnlagaráðs. 

Bæði í bresku kosningunum og öðrum slíkum gildir hvernig þeir sem þátt töku greiddu atkvæði, burtséð frá því hve margir tóku þátt. 

Í íslensku kosningunum var munurinn afgerandi, tvöfalt fleiri sögðu já en sögðu nei, bæði um málið í heild og um sértækar spurningar úr efninu. 

Undantekning var um greinina um stöðu Þjóðkirkjnnar. Í frumvarpi stjórnlagaráðs var kveðið á um algeran aðskilnað, en naumur meirihluti vildi það ekki. Eftir því ætti auðvitað að fara, að ekki sé talað um hið mikla fylgi í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu við hornsteina frumvarps stjórnlagaráðs, auðlindaákvæði, jafnt vægi atkvæða og beint lýðræði. 

En þegar þetta lá fyrir brá svo við að margir þeir s0mu Íslendingar, sem töldu ótvírætt að fara eftir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi, töldu af og frá að gera það á Íslandi.  


mbl.is Samningur í höfn hjá Bretum og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil úrkoma á Dalatanga rétt fyrir utan Seyðisfjörð.

Gott er að þurrt hefur verið á Seyðisfirði í dag, því að þegar litið er á tölurnar í veðurathugunum á Dalatanga þar rétt fyrir utan, hefur rignt þar talsvert. 

Vonandi helst þetta þurrviðrir áfram svo að ekki falli frekari skriður. 

Full ástæða til þess að taka undir sérstakar jólakveðjur og árnaðaróskir til Seyðfirðinga sem hafa verið orðaðar þannig, að þessa erfiðu daga séu allir landsmenn Seyðfirðingar. 


mbl.is Ekkert rignt á Seyðisfirði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband