Hvað varð um skíðasleðana og alla leikina?

Fram yfir miðja síðustu öld var eitt gjöfulasta leiktækið á snæviþöktum götum og gangstéttum svonefndir skíðasleðar. 

Slíkir sleðar skiptust í þrennt í byggingu, sem sett var ofan á skíðin, en þau voru í lögum og virkni líkari skautum en skíðum, og hefðu þessir sleðar kannski frekar átt að heita skautasleðar. Hér skal í miklum fljótheitum reynt að lýsa þessum farartækjum, sem gátu orðið býsna mögnuð í notkun, en áskilinn er réttur til að rissa upp skárri mynd sem til dæmis væri með minni farþega og stærri sleðaökumanni. 

Skíðasleði

Sleðarnir voru um það bil 55 sentimetra breiðir og lágu "skíðin" langsum frá framenda og afturúr með líku lagi og skíði; voru uppbeygð fremst, og tengd saman að framan með járn"stuðara". 

Á fremri hluta sleðans var sæti úr tré fyrir einn farþega og láu tveir nær lóðréttir trébitar upp í mittishæð á stjórnandum og voru þar tengdir saman með láréttum bita sem hægt var að halda í líkt og um reiðhjól væri að ræða. 

Sleðamaðurinn hélt um þetta hald eins og um stýri á hjóli og ýtti sleðanum með höndunum áfram, en notaði líka fæturna til að spyrna líkama sínum og þar með sleðanum áfram. 

Þar sem götur voru brattar eins og á Rauðarárholti var það mjög hressandi og ennþá meira gaman að þeysa á svona sleðum niður eftir götum og gangstéttum með farþega framan á. 

Á þessum árum voru flestar götur malargötur en nokkrar malbikaðar, en þá var ekkert verið að ausa salti eðs sandi á gatnakerfið og því síður var fyrirbærið vetrarmynstur og naglar komið til sögu, heldur voru notaðar keðjur á bílana og það varð að duga. 

Í augum yngstu kynslóðarinnar var skíðasleðinn ígildi bíls, sem eftir atvikum var einkabíll, leigubíll eða eins konar rallbíll þegar þeysan var sem mest. 

Á mörgum götum bæjarins mynduðust "gangstéttir" þannig að fólk gekk á milli bílanna og garðaveggjanna og var það oft glannalegur spennuakstur, sem stundaður var á þeim. 

Það væri efni í langan pistil að fara yfir alla útileikina sem stundaðir voru langt fram eftir táningaaldri á þessum árum.  Nokkrir eru nefndir í laginu "Sumar og sól." 

Einhverjir þeirra voru danskir að uppruna, samanber heitið "stik og staa". 

 

 

 


mbl.is Bjargráð á veirutímum: Snjóstríð á 19. öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprenging í sölu léttra bifhjóla í Evrópu.

Árið 2020 er orðið metár í sölu bifhjóla, einkum léttra bifhjóla (125 cc) í Evrópu.DSC09313

Tölurnar varðandi þennan uppgang eru stórar, allt frá 66 prósent vexti upp í 150 prósent og jafnvel fjórföldun. 

Mest selda léttbifjólið er Honda SH, ekki aðeins 125 cc hjólið, heldur kemur mjög sterkt inn nýja 350 cc hjólið, sem er 10 sentimetrum lengra og tvöfalt kraftmeira, en eyðir þó aðeins 3,3 lítrum á hundraðið. 

Hámarkshraði hátt í 140 km/klst. 

Það sem meira er, af reynslu síðuhafa af því að nota Honda PCX 125 cc hjól í fjögur ár með aldeilis einstaklega litlum kostnaði. 2015-honda-pcx150-9_800x0w

Komið hefur í ljós að eyðslan er að meðaltali 2,2 lítrar á hundraðið á hverja 100 kílómetra í innanbæjarakstri, en 2,5 - 2,6 lítrar úti á þjóðvegum, allt  frá Reykjavík vestur á Ísafjörð um Vestfjarðahringinn, norður og austur um Akureyri, Egilsstaði og Hornafjörð í tveimur ferðum um hringveginn og í skrepp til Siglufjarðar og til baka á sama deginum. 

Á myndinni hér fyrir neðan er staldrað við á Djúpavogi, og stóri kassinn aftan á hjólinu er hljómflutningskerfi, sem notað var í þrennum trúbadortónleikum á 2000 kílómetra ferð í einum rykk, fyrst stóra hringinn og í beinu framhaldi Vestfjarðahringinn, svo að ferillinn í ferðinni var eins og tölustafurinn 8.  

Rökin fyrir þessum ferðamáta blasir við.Léttir, Djúpavogi

Svona hjól sem getur jafnvel verið lúxusfarartæki, svonefnd "sofascooter", er tífalt ódýrara, tífalt léttara, fimmfalt fyrirferðarminna og tvöfalt til þrefalt sparneytnara en sparneytnasti bíll. 

Við það má bæta óbeinu kolefnisspori vegna þess hluta af tilveru svona farartæki sem snýr að framleiðslu, förgun og eignarhaldi og rekstri. 

Þegar skoðaðar eru tölur um óbeint kolefnisspor rafbíls kemur í ljós að léttbifjól kemst nálægt rafbílnum í að minnka kolefnisspor farartækja. 

Asíulönd hafa forystu um framleiðslu og hrökk síðuhafi við þegar hann sá að Honda PCX hjólið er framleitt á Tævan, sem er í fararbroddi í hönnun og framleiðslu. Gogoro. Skiptistöð

Kínverjar koma æ sterkari inn og eru með mestu framleiðsluna eins og fleiri sviðum smíði farartækja á heimsvísu. 

Bylting er komin til skjalanna í framleiðslu á rafknúnum léttbifjólum með útskiptanlegum rafhlöðum.

Gogoro á Tævan er komnið lang lengst í að nýta sér þessa aðferð, með notkun nets rafgeymaskiptistöðva,  sem engin bensínstöð getur keppt í hvað varðar hraða og þægindi við að setja orkugjafann á rafhjólið. gogoro 1

Hér á landi hafa verið farnar nokkrar reynsluferðir á 300 þúsund króna Super Soco CUx rafknúnu léttbifhjóli þar sem farið hefur verið í þrjár ferðir út fyrir Reykjavík.

Farið var upp í Borgarfjörð og líka ein ferð í einum rykk til Selfoss og til baka aftur. Léttfeti við Gullfoss

Gullni hringurinn var farinn á fjögurra klukkustunda ferð, en niðurstaðan hefur verið sú að án skiptistöðva fyrir rafhlöður, sem alveg vantar enn hér á landi, hefur drægni svona hjóls verið 132 kílómetrar á einni hleðslu og orkukostnaður 15 sinnum minni en á sparneytnasta bíl, 0,80 krónur á ekinn kílómetra. 

Til Selfoss og til baka fyrir 88 krónur!   

 

 


mbl.is Fimmti hver bíll rafknúinn árið 2023
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðan stórhríð? Nei, norðan rigning.

Á öldinni sem leið var það algengt á veturna að það skylli á norðanstórhríð í ákveðnum hluta af þeim fasa, sem fylgir lægðagangi. 

Þetta gerist að vísu enn, en þó virðist sú nýbreytni verða æ algengari að það skelli ekki á norðan stórhríð, heldur fylgi rigning norðan áhlaupinu. 

Nærtækasta skýringin gæti verið hlýnandi veðurfar í kjölfar minnkandi ísbreiðu á norðurheimskautssvæðinu, en vindur sem blæs yfir hafísbreiðu er alla jafna kaldari en vindur sem blæs yfir auðan sjó. 

Annars væri fróðlegt ef veðurfræðingur og borð við Trausta Jónsson skoðaði þetta af sinni miklu þekkingu og tækni og jafnframt þá breytingu á snjóalögum á norðausturhálendinu, að snjólína, sem áður frá norðri til suðurs síðla vetrar um Vestur-Öræfi þannig að þurrasta svæði landsins hefur áður verið beint norður af Vatnajökli og náð austur undir Snæfell;  þessi lína hefur nú færst til vesturs og þurra og auða svæðið á vorin norðan Vatnajökuls æminnkað sem því nemur, þannig að mörk þess liggur lang oftast um ána Kreppu. 

Megin ástæðan fyrir þessu er sú, að síðasta áratug virðast úrkomusvæði, sem borist hafa að suðaustanverðu landinu og Austfjörðum, hafa verið öflugri en áður var, þannig að á veturna hefur smjókomusvæðið náð yfir Snæfell og vestur að ánni Kreppu.  


mbl.is Gular viðvaranir í gildi á öllu landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg í góðu lagi að vera maður leiksins hjá næstefsta liðinu.

Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki hafa alveg vitað hvað hann var að gera á þeim stað sem hann var að gera þar sem hann var staddur í teignum í þröngri stöðu en skoraði samt eina mark leiksins og sigurmarkið með hárnákvæmu skoti í fjærhornið. 

Með fyrirliðabandið áfram og á góðu róli í lok ársins. 

 


mbl.is Tilþrifin: Gylfi skoraði sigurmarkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband