"Farðu inn í bílinn." "Ég get ekki andað."

Myndband af atburðinum við horn kyrrstæðs bíls, sem varð tilefni óeirða í Bandaríkjunum í sumar hefur nú verið birt af New York Times.

Á því sést þegar lögreglumenn taka George Floyd út úr bílnum og þrýsta honum niður á götuna undir horni bílsins með því að lögreglumaðurinn leggur þannig hné sitt á háls Floyds í 8 mínútur og 46 sekúndur með fullum líkamsþunga sinum, að það er ekki aðeins að Floyd geti sig hvergi hrært, heldur sýnir rannsókn á eftir að hann deyr af völdum þessa kyrkingartaks. 

Þegar líður á þessar 8 mínútur og 46 sekúndur er Floyd ítrekað skipað að standa upp og fara inn í bílinn á sama tíma sem hálstakinu er haldið fast. Að lokum missir Floyd meðvitund.  

Athyglisvert myndband. 

 


mbl.is 8 mínútur og 46 sekúndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymd forréttindi: 14 sinnum fleiri byrjunarskammtar en hjá Þjóðverjum.

Mikið hefur verið jagast yfir því að við Íslendingar lendum langt á eftir öðrum þjóðum í kapphlaupinu um bóluefni og sérstaklega fundið að því að við skulum vera í samfloti með öðrum Evrópuþjóðum. 

Samt var sú yfirlýsing gefin strax í upphafi bóluefnadreifingar að þessi yrði gætt hjá þessum þjóðum að þær fengju allar álíka marga skammta miðað við höfðatölu. 

Byrjunin virðist ekki styðja þessa fullyrðingu um að við séum þegar langt á eftir öðrum. 

Þvert á móti felur fyrsta skrefið, 10 þúsund skammtar á hverja þjóð, í sér stórkostlega mismunun okkur í vil á milli þjóða, ef miðað er við fólksfjölda. 

Sem dæmi má nefna að Þjóðverjar eru 220 sinnum fjölmennari þjóð en Íslendingar og því njótum við stórfelldra forréttinda gagnvart þeim og nánast öllum öðrum Evrópuþjóðum varðandi þennan fyrsta skammt. 

Raunar hefur borist athugasemd varðandi það að Þjóðverjar fái 10 þúsund skammta fyrir hvert sambandsríki í "Bundesrepublik", en munurinn er samt fjórtánfaldur á okkur og Þjóðverjum. 

Upplýst hefur verið að Evrópuþjóðir hafi þegar tryggt sér tvo milljarða skammta sem er langtum meira en meðaltalið er hjá jarðarbúum í heild. 


mbl.is Hví ætti Pfizer að hleypa okkur á undan?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræðustjórnmál hjá Trump og Sanders?

Undanfarna daga hefur staðið yfir eins konar skotgrafa- og störukeppni þings og forseta í Bandaríkjunum um neyðaraðstoð til þjóðarinnar vegna kórónaveirunnar.

 

Ekki í fyrsta skipti sem svipað hefur gerst í forsetatíð Donalds Trump. 

Eftir að mjög ríflegur þingmeirihluti hafði fengist fyrir aðstoð, að því er virtist á þann hátt að leita að lægsta samnefnara, neitaði Trump að skrifa undir staðfestingu á því sem hann taldi réttilega vera skammarlega lága aðstoð. 

Í hönd fór eins konar bland af sandkassaleik og skotgrafahernaði þar sem stefndi í það óefni að þeir, sem mest þurftu á þessari hjálp að halda, töpuðu mest, það er, öllu. 

En þá gerðist hið óvænta. 

Í gær fóru af stað, að því er virtist, eins konar samræðustjórnmál að frumkvæði Bernie Sanders, þar sem Sanders talaði mannamál við forsetann, ein hvern veginn svona: "Hættum nú þessum fíflagangi og náum saman. Þú skrifar fyrst undir frumvarpið svo að hjálpin geti farið í gang án frekara tjóns, og í framhaldinu samþykkjum við viðbótar ráðstafanir sem nemur upphæðinni þinni." 

Málið dautt?

 


mbl.is Trump samþykkir neyðaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband