Það þýddi lítið að sýna íshótelið í Jukkasjarvi í RÚV 2005.

Fyrir fimmtán árum hafði finnskur blaðamaður, sem kom til Íslands, greint mér frá því að í Lapplandi, sem liggur nyrst í þremur löndum, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, væru ferðamenn á veturna miklu fleiri en þeir væru allt árið á Íslandi. 

Þegar hann var spurður hvað Lapparnir gætu selt erlendum ferðamönnum í landi, sem væru svo óralangt frá fjölmennustu löndum Evrópu og það í svartasta skammdeginu var svarið: 

1. Myrkur. 2. Kuldi. 3. Þögn.  4. Ósnortin náttúra. 

Við þetta mætti bæta jólasveinum í Rovaniemi. 

Í ferð um Lappland 2005 í febrúar gafst færi á að skoða þessi firn, sem við Íslendingar teldum, ásamt því hve land okkar væri afskekkt, koma í veg fyrir ferðaþjónustu á veturna. 

Meðal þess, sem skoðað var, var hið stórkostlega íshótel í Jukkasjarvi, sem er Svíþjóðarmegin í Lapplandi og ekki langt frá Kiruna og Gellivara sem allir Íslendingar lásu um í landafræðinni vegna hinna merkilegu járnnáma þar. 

Margt fleira var skoðað og myndað, svo sem allt umstangið i kringum "Land jólasveinsins" í Rovaniemi, en um miðja síðustu öld var straumur bréfa evrópskra barna til "jólasveinsins á Íslandi" talið óæskilegt og jólasveininum vísað af höndum okkar í framhaldinu. 

Gerðar voru tveir eða þrjár fréttir um þessi mál til dæmis borið saman, hve miklu fjölbreyttara land jólasveinsins væri á Íslandi en í Finnlandi, því að til dæmis á Austurlandi væri ekki aðeins að væru frosin vötn og skógar auk hreindýra, heldur eldfjöll, Grýla, Leppalúði og allir jólasveinarnir og álfarnir. 

Fréttaflutningurinn féll í grýtta jörð, jafnvel þótt á það væri bent að það væri lengra fyrir ferðamenn frá stórþjóðunum að fara til Lapplands en til Íslands.  


mbl.is Ótrúlegt íshótel í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar slembitölur eru jafn fordæmalausar til lengri tíma litið.

Þekkt er dæmisagan af sjóliðanum á orrustuskipi, sem var í bardaga og hann stillti sér upp við gat á þilfarinu sem kom frá skoti óvinaskips. 

Spurður af þvi hvers vegna hann gerði þetta svaraði hann: "Líkurnar á því að önnur kúla lendi á sama stað eru einn á móti þúsund og þess vegna er þetta gat öruggasti staðurinn á skipinu til að standa á."  

Ný könnun á vali fólks á talnaröðum fyrir lykilorð á ýmsum hlutum hefur sýnt að röðin 1-2-3-4-5 er algengust. 

Þess vegna er það kannski ekkert ólíklegra að slík tala komi upp í lottódrætti en hver önnur, og ef að margir hafi valið sér svona talnaröð, muni margir fá vinning. 


mbl.is 5, 6, 7, 8, 9 og 10 vekja furðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband