Þýski risinn í nauðvörn.

Ýmis merki má nú sjá varðandi það að þýski efnahagsrisinn sé að lenda í vaxandi nauðvörn vegna tjóns af völdum kórónaveirunnar skæðu, sem fer um lönd.  

Að vísu eruu 30 þúsund uppsagnir hjá Lufthansa ekkert óskaplega há tala.  Hún samsvarar því að 125 starfsmönnum hjá Icelandair ef miðað er við fólksfjölda landanna. 

En ný ummæli Angela Merkel þar sem hún dregur upp dekkri mynd af horfunum framundan en hún hefur gert hingað til benda til þess að framundan sé erfiðari tíð fyrir hið stóra og öfluga þýska efnahagskerfi en menn hafa búist við fram að þessu.  


mbl.is Ekkert lát á uppsögnum hjá Lufthansa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk flaug á ný með ýmsum þotum eftir stóráföll. Hví ekki MAX?

Þotur af ýmsum gerðum hafa lent í stóráföllum í flugslysum, en þegar orsakir fundust og gerðar voru fullnægjandi endurbætur flaug fólk aftur með þeim. 

Hvað flugrekendur snertir eru nokkur atriði sem vega svo þungt varðandi einstakar gerðir, að ef viðkomandi gerð er talin fullkomlega flughæf eftir endurbætur, verður skásta niðurstaðan hjá þeim sem standa frammi fyrir því vali að halda áfram flugi þeirra. 

Hvað Boeing 737 MAX áhrærir er hagkvæmni í rekstri og heppileg stærð aðalatriðið. Hagkvæmnin felst í lægsta eldsneytiskostnaði í bransanum, minnstum kostnaði miðað við það að skipta yfir í aðrar vélar og þurfa með slíku að standa undir kostnaði við endurþjálfun flugliða og breytingar á viðhaldi og varahlutum, greiðslu kaupverðs og kjör í kaupleigusamningum þegar flug á nýjum vélum hefst, svo eitthvað sé nefnt. 


mbl.is Ryanair gerði stórinnkaup á 737 MAX-vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband