Eigum við að hleypa reykingunum aftur lausum?

Í furðu mörg ár var það trúaratriði hjá mörgum, að það væri ólíðandi skerðing á lögvörðu einstaklingsfrelsi að banna tóbaksreykingar á neinn hátt. 

Staðreyndir um afleiðingar reykinga sem fóru að koma fram fyrir 50 árum högguðu lengi vel ekki neinu. 

Svipað reyndist um áhrif óbeinna reykinga. Það stóð hörð barátta um málið áratugum saman. 

Smám saman áttaði fólk sig á því, að frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar. 

Að það væru rök fyrir þeim kröfum þeirra, sem ekki reyktu, að þeir hefðu frelsi til þess að vera án þess að anda ofan í sig heilsuspillandi reyk. 

Í dag myndi það verða ómögulegt að færa lög um reykingar aftur til gamals horfs og hleypa þeim lausum.  

Þess vegna er það furðulegt að nú skuli uppi hörð krafa ótrúlegra margra að hverjum sem er sé það frjálst að anda farsóttarsmiti að vild framan í aðra. 

Heimsfaraldurinn byggist á svo sára einföldu atriði: Smitaður maður andar á annan og smitar hann. 


mbl.is Fylgdust með en skárust ekki í leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta hugsanlega of flókið, svona í byrjun?

Sóttvarnarlæknir hefur sagt, að hugsanlega hafi einstakar sóttvarnarreglur hingað til ekki verið alveg nógu skýrar. Nauðsynlegt sé að einfalda reglukerfið.  

Nú hefur það verið gert, en spurningin er hvort hinn almenni borgari muni grípa hið nýja fyrirkomulag nógu vel, til dæmis við að læra það helst í smáatriðum hvað liggi á bak við hvern lit í "litakóðakerfinu."  

Nógu erfiðlega virðist það hafa verið fyrir marga að undanförnu að muna bara þetta þrennt: 2ja metra mannhelgi - gríma - ekki fleiri en tíu í hóp.   


mbl.is Aldrei fleiri en 100 saman miðað við nýtt kerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tókst að leysa deilur um Jóstedalsjökulsþjóðgarð í Noregi. Lærdómur?

Þegar Jóstedalsjökulsþjóðgarður var í undirbúningi í Noregi voru deilur varðandi hann mjög svipaðar og eru hér nú. 

Hingað til lands kom Eric Solheim sem varð formaður þjóðgarðsstjórnar og lýsti þessu á fróðlegum almennum fundi. 

Áður höfðu verið harðar deilur á Stórþinginu um gerð hagkvæmustu vatnsaflsvirkjunar í Evrópu. 

Stækka átti svonefnd Langavatn sem er uppi á hálendinu og steypa hinu virkjaða vatni í gegnum það sem miðlunarlón 1000 metra fallhæði. 

Stórþingið samþykkti að lokum að falla frá þessari virkjun á þeim forsendum að hún skaðaði ímynd jökulsins og þjóðgarðsins. 

Samt sést jökullinn ekki frá vatninu og vatnið sést ekki frá jöklinum!

Þegar þetta er borið saman við Hálslón og Kárahnjúkavirkjun sést, hvernig Norðmenn eru ljósárum á undan okkur í náttúruverndar- og umhverfismálum.

En í hugum margra hér er sennilega full ástæða til þess að forðast að læra neitt af gangi þessara mála í Noregi.  


mbl.is Svarar gagnrýni á Hálendisþjóðgarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband