Bandarískur seðlabankastjóri: Þörf á miklu ágengari og stærri aðgerðum en 2008.

Athyglisvert viðtal sást í sjónvarpi í gær í þættinum 60 mínútur við bankastjóra í Seðlabankanum í Minneapoli, sem skilja mátti að sé hluti af Seðlabanka Bandaríkjanna. 

Þarð á bæ urðu menn hoknir að reynslu í kreppunni 2008 við að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, og sagði bankastjórinn, að það hefði tekið heilan áratug að komast út úr því. Hann teldi það of langan tíma, og sagði, að 2008 hefðu verið gerð þau mistök að fara of varlega, vægt og hægt í sakirnar. 

En góðu fréttirnar væru þær, að nú væri hægt að byggja á reynslunni og ganga miklu harðara til verks með ágengum og markvissum aðgerðum. (Þýðandinn í gær þýddi agressive með íslenska orðinu árásargjarn, sem er kannski svolítið vafasöm þýðing).   

Bankastjórinn lagði ofuráherslu á það að koma með öllum tiltækum ráðum í veg fyrir atvinnuleysi og setja slíkar aðgerðir algerlega í forgang, því að það væri svo erfitt að vinda ofan af þeim víðtæku afleiðingum, sem atvinnuleysi hefði. 

 


mbl.is Greiða atkvæði um „aðgerðapakkann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fengu margir Íslendingar COVID-19b í fyrra?

Ef til hefur verið "eineggja tvíburi COVID-19 veirunnar" hér á landi fyrr í vetur eins og þingmaður orðaði það í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, mætti kannski gefa henni heitið COVID-19b.

En um hana mætti kannski segja svipað og gert var í eftirför Barkar hins digra eftir Gísla Súrssyni til Hergilseyjar, þar sem Gísli fór í föt Ingjaldsfíflsins svonefnda á báti frá eynni og þóttist vera fíflið þegar leitarmenn sigldu framhjá bátnum. 

En þegar leitarmenn sáu Ingjaldsfíflið í lautu að bíta gras við leit í Hergilsey, mælti Börkur: "Bæði er nú mikið sagt frá fíflinu Ingjalds, og deilist það nú víðar en við hugðum." 

 

Síðuhafi hafði aldrei farið í flensusprautu síðustu 25 ár, aldrei fengið flensu allan þann tíma og var með engan veikindadag í vinnunni síðustu 12 árin. 

Síðan gerðist það fyrir ári að illyrmisleg flensa barði að dyrum og endaði það með lungnabólgu og lungnabólgusprautu.   

Skýringin virtist einföld: Þrátt fyrir samfelldar þrek- og þolæfingar fyrir lungun öll þessi ár var hugsanlegt að ónæmiskerfið hefði slaknað eitthvað á þessum langa tíma, auk þess sem aldurinn hefði sitt að segja. 

Nú spretta hins vegar fram kenningar á hinu háa Alþingi um að veikin COVID 19b hafi verið að deilast víðar en menn hugðu. 

 


mbl.is Spurði um „eineggja tvíbura COVID-19“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband