Varpar ljósi á aðalatriðið, að komast hjá mannfórnum eftir föngum.

Sú lýsing forsætisráðherra Bretlands, að tvo hjúkrunarfræðinga á stanslausri vakt yfir honum í öndunarvél hefði þurft til að bjarga lífi hans, varpar ljósi á það aðalatriði baráttunnar við kórónaveiruna, að heilbrigðiskerfinu verði ekki ofviða að fást við vágestinn, sem enginn er óhultur fyrir. 

Það gat falist í því ástandi, að heilbrigðisstarfsfólki yrði að taka beina ákvörðun um það, hverjir ættu að lifa og hverjir ættu að deyja. 

Af því að forsætisráðherra öflugs ríkis á í hlut, vekur þetta kannski til meiri umhugsunar en ella. 

Á fyrstu vikum heimsfaraldursins mátti heyra því haldið fram hjá erlendum valdsmanni í efstu stöðu, að engin ástæða væri til að grípa til aðgerða af tveimur ástæðum:  Að hættan af þessum faraldri væri orðum aukin og að lækningin í formi boða og banna og dýrkeyptra aðgerða ylli meiri skaða en veikin sjálf. 

Núna viðurkennir yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum, að slæleg viðbrögð í upphafi faraldursins vestra hafi kostað mannslíf og annars staðar hefur líka komið fram hve illa mörg einstök ríki voru undirbúin og stóðu sig illa. 

Strax í upphafi höfðu nefnilega sóttvarnarlæknar varað við því, að ástandið gæti orðið þannig vegna skorts á starfsfólki, sjúkrarúmum og síðast en ekki síst súrefnistækjum og öndunarvélum, gæti heilbrigðisstarfsfólk staðið frammi fyrir því að þurfa velja úr þá, sem ekki yrði sinnt að þessu leyti. 

Slíkar ákvarðanir hefðu ekki aðeins verið hræðilegar í sjálfu sér, heldur ekki síður það, að veikin hegðar sér mjög misjafnlega og sóttinn getur oft á tíðum elnað mjög hratt og breyst til hins verra, þannig að óhjákvæmileg ákvörðun um líf eða dauða verði beinlínis röng. 

Viðkomandi heilbrigðisstarfsfólk getur þar með þúsundum saman orðið að glíma við afleiðingar sálræns áfalls af því að hafa neyðst til að taka slíka ákvörðun, sem hægt hefði verið að komast hjá að taka. 

Sem vekur spurninguna um það, hvort slíkt fjöldaáfall í sjálfu sér valdi meiri skaða en margt annað.  


Varpar ljósi á aðalatriðið, að komast hjá mannfórnum eftir föngum.

Sú lýsing forsætisráðherra Bretlands, að tvo hjúkrunarfræðinga á stanslausri vakt yfir honum í öndunarvél hefði þurft til að bjarga lífi hans, varpar ljósi á það aðalatriði baráttunnar við kórónaveiruna, að heilbrigðiskerfinu verði ofviða að fást við vágestinn, sem enginn er óhultur fyrir. 

Það gat falist í því ástandi, að heilbrigðisstarfsfólki yrði að taka beina ákvörðun um það, hverjir ættu að lifa og hverjir ættu að deyja. 

Af því að forsætisráðherra öflugs ríkis á í hlut, vekur þetta kannski til meiri umhugsunar en ella. 

Á fyrstu vikum heimsfaraldursins mátti heyra því haldið fram hjá manni í efstu stöðu, að engin ástæða væri til að grípa til aðgerða af tveimur ástæðum:  Að hættan af þessum faraldri væri orðum aukin og að lækningin í formi boða og banna og dýrkeyptra aðgerða ylli meiri skaða en veikin sjálf. 

Núna viðurkennir yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum, að slæleg viðbrögð í upphafi faraldursins vestra hafi kostað mannslíf og annars staðar hefur líka komið fram hve illa mörg einstök ríki voru undirbúin og stóðu sig illa. 

Strax í upphafi höfðu nefnilega sóttvarnarlæknar varað við því, að ástandið gæti orðið þannig vegna skorts á starfsfólki, sjúkrarúmum og síðast en ekki síst súrefnistækjum og öndunarvélum, gæti heilbrigðisstarfsfólk staðið frammi fyrir því að þurfa velja úr þá, sem ekki yrði sinnt að þessu leyti. 

Slíkar ákvarðanir hefðu ekki aðeins verið hræðilegar í sjálfu sér, heldur ekki síður það, að veikin hegðar sér mjög misjafnlega og sóttinn getur oft á tíðum elnað mjög hratt og breyst til hins verra, þannig að óhjákvæmileg ákvörðun um líf eða dauða verði beinlínis röng. 

Viðkomandi heilbrigðisstarfsfólk getur þar með þúsundum saman orðið að glíma við afleiðingar sálræns áfalls af því að hafa neyðst til að taka slíka ákvörðun, sem hægt hefði verið að komast hjá að taka. 

Sem vekur spurninguna um það, hvort slíkt fjöldaáfall í sjálfu sér valdi meiri skaða en margt annað.  


mbl.is „Hefði getað farið á hvorn veginn sem er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðið endalausa við sýkla og veirur.

Afar upplýsadi samtal við sessunaut í Fokker-vél frá Akureyri til Reykjavíkur fyrir tæpum 30 árum snerist um forspá þessa ferðafélaga, sýkla- og veirufræðings, um hið eilífa stríð og kapphlaup, sem þá var komið af stað milli lyfjafræðinga og lækna annars vegar og sýkla og veira hins vegar, sem voru þá byrjuð að þróa með sér fjölónæmi gegn sýklalyfjum. 

Hann spáði því að eftir því sem sýklarnir efldust, stefndi æ lengra í þá átt, að sterkustu sýklalyfin gætu drepið eða laskað þann, sem ætti að bjarga engu sýður en sýkilinn sjálfan. 

Þetta urðu síðan áhrinsorð á síðuhafa sjálfan, sem þurfti að gefa svo sterkt sýklalyf við alvarlegri sýkingu 2008, að úr varð svonefndum lifrarbrestur, sem lamaði getu lifrarinnar svo mjög í þrjá mánuði, að úr varð "stíflugula" með ofsakláða og tilheyrandi svefnleysi. 

Nokkur fjöldi Íslendinga hefur lent í þessu. En þarna er un að ræða eitt af fjölmörgum dæmum um, að í þróun varnarlyfja gegn veirum og sýkingum, getur eina ráðið oft verið það að fara út á ystu nöf varðandi þrek sjúklinga og aukaverkanir. 


mbl.is Lofar góðu en ekki endilega „hið eina sanna lyf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband