Vigdís, vinátta, virðing, viska, víðsýni, vísindi, victory, væntumþykja, von.

Ofangreind níu orð byrja öll á stafnum V, og eiga öll við um Vigdísi Finnbogadóttur, sem fagnar 90 ára afmæli í dag og fær djúpar afmælis- og þakkarkveðjur. 

Væntumþykja og von eru tvö orð af þeim þremur orðum í Ritningunni, sem tákna þrenningu kristinnar trúar, trú, von og kærleika. 

Raunar má nota orðið virðingu um grunnhugsun trúar á sköpunarverkið, almættið og náttúruna, sem Vigdís hefur borið svo mjög fyrir brjósti. 

Eitt orð af orðunum sjö er erlent, victory, og kemur næst á eftir orðunum visku, víðsýni og vísindi í upptalningunni, því að órjúfanlegur hluti af einstæðu ævistarfi Vigdísar í þágu íslenskrar tungu og málvísinda byggist á visku og víðsýni.

Nafn Vigdísar hefur aflað þjóð okkar mikillar virðingar á alþjóðavettvangi, ekki síst sem vonarstjörnu mannréttinda um víða veröld; já þarna bættust við tvö orð, sem byrja á stafnum V, "víða veröld." 

Ekki verður hægt að hugsa til Vigdísar án þess að hugtakið hugrekki komu upp í hugann, sem hún býr yfir í ríkum mæli. Það sýndi hún ekki aðeins með því að ráðast gegn úreltum fordómum 1980 og brjóta blað í heimssögunni, heldur ekki síður í afstöðu sinni til náttúruverndar og umhverfismála fyrr og síðar. 

Miklu fleiri orð en þau níu, sem nefnd eru í upphafi þessa pistils, tengjast Vigdísi. 

Það var til dæmis viðburður, þegar hún var kjörin forseti, heimsviðburður.  

 


mbl.is Reisir blómastöng Vigdísi til heiðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband