Mannhelgi í farþegaflugi án töku blóðsýna? Líklegasta svarið er: nei, of dýrt.

Aðeins tvær leiðir sýnast vera færar til þess að halda uppi sóttvörnum í farþegaflugi; annars vegar það sem Emiriates er að gera, að fyrirbyggja að nokkur sýktur ferðist með vélunum, eða að hafa það langt á milli farþega, að nægileg mannhelgi sé tryggð. 

Ef litið er á síðari möguleikann blasir við, að algengustu flugvélarnar, sem notaðar eru í farþegaflugi í dag, eru með farþegarými sem er aðeins um 3,50-3,70 metra breið. Í miðjunni er gangur langsumm, og þrjú sæti eru sitt hvorum megin við ganginn, alls um 30 raðir í algengustu mjóþotunum. 

Það blasir því við, að aðeins einn farþegi getur setið hvorum megin í hverri sætaröð, og orðið að sitja út við gluggann, því að mannseskja, sem gengur eftir ganginum, er í aðeins 2,70 metra fjarlægð frá þessum sætum, sem setið er í. 

Á milli sætanna langsum, er í kringum 80 sentimetrar, og því er aðeins hægt að halda sig eitthvað nálægt 2 metrunum með þvi að hafa aðra hverja eða jafnvel þriðju hverja sætaröð alveg tóma. 

Nú kunna einhverjir að segja, að hægt sé að búa til eins konar létta upphækkun á stólbökin, eða létt tjald sem hengi upp í loftinu og niður yfir brúnirnar á sætisbökunum svo að öndunarúði frá farþegum sé komist ekki á milli sætaraða. Airbus A380 (2)

Engu að síður gætu aldrei verið nema tveir farþegar í hverri sætaröð í stað sex. 

Það þýðir meira en tvöfalda hækkun á flugfargjöldum. 

Málið yrði ekkert auðveldara í allra stærstu breiðþotunum, en Emirates er það flugfélag heims, sem á flestar Airbus-A380 þoturnar, sem eru stærstu þotur heims. 

Þær og Boeing 747 eru með tíú sæti í hverri sætaröð á neðri hæðinni, sem er aðalfarþegarýmið, alls 6,5 metra breitt. 

En þessi breidd gagnast ekki, enda eru gangarnir langsum tveir í stað eins. 

Ástæðan er fólgin í vandræðunum, sem skapast við það að farþegar fari á salerni og færi sig til bæði þversun og langsun í vélinni auk flugþjónanna, og erfiðleikum við stjórnun gangandi umferðar um vélina sem tryggi mannhelgi. 

Niðurstaða: Ef hægt er að taka blóðsýni af hverjum einasta manni um borð, virðist það eina örugga leiðin. 

Gallinn er hins vegar fólginn í tímatöf, kostnaði og fyrirhöfn við slíkt, auk þess að reynt sé að viðhalda örygginu á leið farþega út í vél. 


mbl.is Emirates tekur blóðsýni fyrir flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannhelgin er 2 metrar og landhelgin er 200 sjómílur. "Mannhelgisbrot" í dag.

Víðir Reynisson klykkti út í lokaorðum sínum í dag, að mannhelgina, sem er 2 metrar, bæri að virða. Hárrétt orð hjá honum: Mannhelgi.

Já, vel orðað hjá honum og vel við hæfi að nota heitið mannhelgi um þau sjálfsögðu mannréttindi að hver maður eigi rétt á því samkvæmt sóttvarnarlögum og mannréttindaákvæðum, að maður, hugsanlega spúandi frá sér drepsóttarveiru, komi ekki nær en í tveggja metra fjarlægð. 

Þessir tveir metrar skuli skilgreinast sem mannhelgi á sama hátt og að fiskveiðilögsagan eða landhelgin, sé 200 sjómílur, sem er sama og 370 þúsud metrar. 

Brot á lögunum eru þá mannhelgisbrot og landhelgisbrot. 

Síðuhafi sá núna síðdegis, að fimm menn fóru inn í opna búð í Kringlunni og stóðu þar með tveimur öðrum viðskiptavinum svo nálægt tveimur afgreiðslumönnum, að þarna voru níu manns að brjóta tveggja metra mannhelgisregluna af alefli. 

Ábendingum til fólksins um eðli málsins á þessum stað var þurrlega tekið en það byrjaði þó að tínast í burtu.  


mbl.is Óttast bakslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við lifum ekki lífið af...". Djörf og tímabær hugmynd með Ladda.

Aðeins þrjár staðreyndir móta tilvist hverrar lífveru: Fæðing - líf - dauði.

Enginn man fæðingu sína og sumir "falla í jörð en verða aldrei blóm" eins og þjóðskáldið kvað. 

Þá er bara eftir ein staðreynd, sem allir standa andspænis: Dauðinn. 

Og það varpar upp spurningunni um hinstu rök, sem margir hafa velt fyrir sér. 

Jónas Svavár kvað: 

 

Andi minni glímdi við Guð

og það var gasalegt puð, 

en eftir dúk og disk

dró ég úr honum fisk. 

 

Um dauðann og hin hinstu rök er sagt í upphafi óbirts ljóðs og lags um staðreyndir og efa:  

 

"VANGAVELTUR Í ÓENDANLEIKANUM; 

STAÐREYNDIR OG EFI. 

 

Þökkum það, sem Guð oss gaf, 

hvern góðan dag

við sðng og skraf. 

Við lifum ekki lífið af; 

er það?

Eða hvað?...."

 

Einhvern veginn er það svo um dauðann, eina fyrirbærið, sem allir menn standa frammi fyrir, meðvitað eða ómeðvitað, að það er gjarnað skautað fram hjá þessu því í umræðunni,svo að það nálgast firringu,  og er það breyting frá því sem hefur verið í landbúnaði dreifbýlisins alla tíð, þar sem kynslóðaskipti dýranna eru ör og afar sjáanleg og í augsýn. 

Hugmyndin um myndina með Ladda er að mörgu leyti bæði djörf og lofsverð. 

Ekki aðeins hvað snertir nauðsyn þess að varpa ljósi á dauðann og hlutverki hans og sessi í mannlífinu, heldur einnig að ráðast gegn því fyrirbæri að láta góða gamanleikara gjalda þess hve góðir leikarar þeir eru í gamanhlutverkum, að þeir fái sjaldan eða aldrei að takast á við vandasöm stórhlutverk í dramatískum leikritum og kvikmyndum. 

Þá vill það gleymast, að aðeins toppleikarar geta náð langt í að leika gamanhlutverk. 

Tvð nöfn koma í hugann: Bessi Bjarnason var afburða leikari, sem síðuhafi sá aðeins einu sinni fá að takast á við vandasamt alvöruhlutverk og sýna með því, að hann gæti leyst allar tegundir hlutverka af hendi á áhrifamikinn hátt.

Alfreð Andrésson fékk aldrei að sýna hvað í honum bjó varðandi túlkun á alvarlegu og dramatísku hlutverki, því miður.

Að fá Ladda til að taka að sér krefjandi dramatískt hlutverk var löngu tímabært, og fyrsti hlutinn, sem búið er að sýna, lofar góðu, svo að það er hægt að bíða í eftirvæntingu eftir framhaldinu.  


mbl.is Laddi slær algert met með Jarðarförin mín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flækjustigið getur verið afar hátt við mat á hinum fjölbreytilegustu aðstæðum.

Í Bandarikjunum býr 900 fleira fólk en á Íslandi, og við það að horfa á blaðamannafund Trumps í gærkvöldi og síðan fund Þríeykisins á Íslandi í dag, kom á báðum fram, hve fjölbreytilegar aðstæður geta gert það flókið fyrir þau, sem taka þurfa ákvarðanir í smáu og stóru vegna kórónaveirunnar, að reglurnar séu sanngjarnar fyrir alla en þó ekki of flóknar. 

Bandaríkjaforseti upplýsti í gær að hann þyrfti að hafa beint símasamband persónulega við hvern einasta af 50 ríkissstjórum í Bandaríkjunum í tvo daga til þess að hægt væri að taka ákvörðun fyrir hvert ríki um afléttingu boða og banna, eða öfugt, um að herða boð og bönn, og einnig að ákvarða um aðstoð og aðkomu alríkisstjórnarinnar í hverju ríki. 

Forsetinn minntist á hve gríðarlegur munur er á fólksfjölda ríkjanna og því, hve þéttbýl þau væru og að reglur, sem þættu eðlilegar í einu ríki, gætu sýnst ósanngjarnar í öðru. 

Hann sagði að veirunnar hefði jafnvel varla orðið  vart ennþá í sumum ríkjum, vegna þess hve dreifbýl þau væru, og við slíkar aðstæður sýndist heimamönnum það vera ólíklegt að nokkur boð eða bönnn þyrfti, hvað þá útvegun á öndunarvélum, skjúkrarúmum og öðrum gögnum, sem í þéttbýlustu ríkjunum hefði sums staðar verið slegist um. 

Forsetinn forðaðist að nefna nöfn, en vitað er, að hann hefur áreiðanlega mikla samúð með fólkinu í þeim ríkjum við austurhluta Klettafjallanna, þar sem fylgi hans hefur verið mest, en þau eru einmitt afar dreifbýl. 

Í spjalli Bill Mahers sjónvarpsmanns við Bernie Sanders í fyrrakvöld hafði Saners miklar áhyggjur yfir því að forsetinn myndi notfæra sér aðstöðu sína til þess að hygla sér þóknanlegum en skilja hina eftir úti í kuldanum. 

Í ljósi þess að titringur er þegar byrjaður vegna fosetakosninganna á þessu ári, er hætta á að alls kyns getsakir af þessu tagi muni fá byr undir vængi á báða bóga eftir því sem nær dregur kosningum. 

Hvað sem þéttbýli eða dreifbýli líður, eru smitleiðir veirunnar alls staðar hinar sömu og byggjast á nánd fólks hvert við annað og snertingar. 

Því getur það verið svikalogn, að lítið sé um sýkingar á dreifbýlum svæðum í upphafi faraldurs. 

Allir, hvar sem þeir búa, verða að huga að nándarreglunni og öðrum varúðaratriðum, einkum vegna þess að veiran getur verið búin að koma sér fyrir í hýslinum og leynst þar í marga daga áður en einkenni koma fram.  


mbl.is „Ekki heilög tala“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband