Þéringarnar lifa í símsvörum: "Þú ert kominn í samband...Gerið svo vel og bíðið."

Víða má hlusta á svona svör í símsvörum; orð símsvarans eru skáletruð, en ég hef oft gaman af því að tala við símsvarana, sem bulla svona út úr sér út um allt. 

"Þú ert kominn í samband við Almannabankann. Gjörið svo vel og bíðið." 

"Ha? Við erum ekki tveir, ég er bara einn."

"Athugið að þetta símtal kann að vera hljóðritað."

"Ég er bara einn. Eða ertu að þéra mig? Þéringar voru aflagðar fyrir löngu."

"Símtölin eru afgreidd í réttri röð."

Þarf að taka það fram? Eru þau einhvers staðar afgreidd í rangri röð?"

"Þú ert númer átta í röðinni."

"Nú byrjarðu allt í einu að þúa mig. Takk, og þú hefur fattað, að ég er bara einn. 

 

(Langt hlé) 

"Þú ert kominn í samband við Almannabankann. Gjörið svo vel og bíðið."

"Byrjarðu aftur að þéra mig og þúa á víxl. Geturðu ekki farið að ákveða, hvort þú ætlar að þéra mig eða þúa mig?" 

Þéringar hurfu á ótrúlega stuttum tíma í upphafi áttunda áratugarins, sem sýnir hve miklar hræringar voru í þjóðfélaginu á þeim áratug. Flestar fréttir af hundrað fréttum aldarinnar, sem valdar voru í aldarlok, gerðust á þeim áratug. 

En þéringarnar virðast lifa góðu lífi í símsvörum landsins, því varla er verið að ávarpa fleiri en þann, sem er á línunni hverju sinni, eða hvað? 

 


mbl.is Burt með danskan yfirstéttardraug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tólf verðlaunapeningar í pottinum fyrir Íslendinga á EM í frjálsum sumarið 1950.

Íslenski hópurinn á EM í frjálsum 1950 var ekki stór, aðeins níu keppendur. En það má færa rök að því að frækilegri íslenskur flokkur íþróttamanna hafi ekki verið uppi. Að minnsta kosti virðist óhugsandi að það verði aftur til sambærilegur hópur. 

Lítum á hann.  

Örn og Haukur Clausen, Gunnar Huseby, Torfi Bryngeirsson, Ásmundur Bjarnason, Finnbjörn Þorvaldsson, Guðmundur Lárusson, Magnús Jónsson og Jóel Sigurðsson. Fyrr um sumarið var ljóst, að eftirfarandi verðlaun gátu fallið íslensku keppendunum í skaut, miðað við afrekaskrá Evrópu, og ef menn hnjóta um töluna 12 verðlaunapeningar, ber að athuga, að boðhlaupssveit, sem kemst á verðlaunapall, fær fjóra peninga, einn hver liðsmaður. 

Örn Clausen gull í tugþraut, brons í langstökki og 110 metra grindahlaupi og brons í 4x100 metra boðhlaupinu. Hann valdi tugþrautina, enda númer tvö á heimslistanum 1950, næst á eftir bandaríska heimsmethafanum, og var í þriðja sæti á heimsmlistanum 1949 og öðru sæti 1951.  Frakkar fengu því framgengt að keppt var eftir gömlu stigatöflunni í Brussel, annars hefði Örn orðið Evrópumeistari. 

Haukur hefði átt möguleika á gulli í 200 metra hlaupi, enda náði hann besta tímanum í Evrópu þetta sumar og setti Íslandsmet, sem stóð í 27 ár og Norðurlandamet, sem stóð í sjö ár. 

En hann fékk ekki að keppa í sinni bestu grein vegna fjarveru frá hlægilegu úrtökumóti heima. 

Hann keppti hins vegar í lakari grein sinni, 100 metrunum og varð fimmti í úrslitum, sekúndubroti frá verðlaunum, auk þess sem 4x100 metra boðhlaupssveitin átti möguleika á bronsi í þeirri grein. 

Gunnar Huseby vann með yfirburðum í kúluvarpi, kastaði metra lengra en næsti maður, en Eistlendingurinn Heino Lipp hefði getað veitt honum keppni ef Sovétmenn hefðu leyft honum að keppa. 

Torfi gat valið um það hvort hann ætti möguleika á að komast á verðlaunapall í stangarstökki og langstökki, en keppt var til úrslita á sama tíma í báðum greinum, svo að hann valdi lakari greinina, en varð samt Evrópumeistari í henni!

Ásmundur Bjarnason átti möguleika í 4x100 og 200 m, komst í úrslit í 200 og varð fimmti. 

Guðmundur Lárusson var hársbreidd frá því að komast á pall í 400 metra hlaupinu. 

Ótaldir eru þeir Skúli Guðmundsson og Hörður Haraldsson. Hörður var á rosa siglingu um mitt sumar og vann frækinn sigur í 200 metra hlaupinu 17. júní, þar sem þeir röðuðu sér á afrekalista Evrópu, Hörður á 21,5, Haukur á 21,6, Ásmundur á 21,7 og Guðmundur á 21,8. 

En Hörður tognaði í landskeppni við Dani. 

Skúli Guðmundsson var í fremstu röð hástökkvara í Evrópu þetta sumar og setti Íslandsmet, sem hefði dugað honum til sigurs í Brussel. En hann var við nám í Danmörku og hafði ekki tök á að vera með á EM.  

 


mbl.is Gamla ljósmyndin: Fyrsti Evrópumeistarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækni og vísindi gefa vonir og efla alla dáð.

Ein af mótsögnum sögunnar felst í því, að oft eru það neikvæð atriði eins og styrjaldir og hamfarir, sem leiða af sér mestar tæknilegar framfarir, og enda þótt tækniuppgötvanir gagnist upphaflega á þröngu sérsviði, geta þær valdið jafnvel enn meiri framförum víðar. 

Dæmi um þetta eru þau miklu framfarastökk í flugi, sem tekin voru í báðum heimsstyrjöldunum. 

Um algera byltingu var að ræða á áratugnum 1910 til 1920, sem hófst á fyrsta fluginu yfir Ermasund en endaði með aflmiklum og stórum flugvélum. 

Ekki urðu framfarirnar minni á næstu árum á undan Seinni heimsstyrjöldinni, á árabilinu 1937-47, þegar flugvélahreyflarnir ruku úr um það bil 700-1000 hestöflum upp í 2500 hestöfl og enn aflmeiri þotuhreyfla, hraði flugvélanna tvöfaldaðist og stærðin sömuleiðis, auk þess sem langdrægnin þrefaldaðist. 

Nú stendur yfir mesta stríð sögunnar við farsótt, og nýjasta tölvu- og samskipta- og staðsetningartækni sem er að skapa nýja smitrakningarmöguleika gefur vonir um byltingu í gerð "vopna" til að fást við slíkar ógnir. 


mbl.is Bylting handan við hornið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband