Hæ! Ameríski seðlabankastjórinn: Aðalatriðið að forðast gjaldþrot og uppsagnir!

Bankastjóri í Seðlabanka Bandaríkjanna í Minneapolis var í athyglisverðu viðtali í sjónvarpsþættinum 60 mínútur um daginn. 

Hann var einn af innstu koppum í búri eftir bankakreppuna 2008 og sagði tala af djúpri reynslu og verða að segja það hreint út, að menn hefðu verið alltof ragir við að ganga rösklega til verks við að bjarga fyrirtækjum og heimilum þá og þessi seinagangur hefði valdið stórtjóni.  

Það væri lærdómurinn eftir á, og að nú yrðu menn að nýta sér þessa dýrkeyptu reynslu og spara í engu við að setja stórfé í aðgerðir til þess að bjarga sem allra flestum fyrirtækjum og heimilum frá gjaldþroti og þar með að koma af dirfsku og myndarskap til hjálpar á þann hátt, að sem allra fæstir misstu atvinnuna. 

Hann margendurtók þetta og útskýrði ástæðuna, sem væri fyrrnefndur lærdómur eftir 2008. 

Þá hefði verið sýnd alltof mikil varfærni og seinagangur, og fyrir bragðið hefði kreppan á eftir orðið mun verri og langvinnari en hún hefði þurft að vera. 


mbl.is Fyrirtækin eigi að fara á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það þarf tvo til" segir Danskurinn.

"Der skal to til" er danskt orðatiltæki um þann vanda, sem snýr að samskiptum tveggja aðila á jafnréttisgrundvelli. 

Engin leið er fyrir Íslendinga að halda uppi flugi til nágrannalandanna, nema í samvinnu við stjórnvöld í þeim löndum. 

Það er ekki tilviljun að fyrsta alþjóðastofnunin, sem Íslendingar gerðust aðili að þegar landið varð lýðveldi, var ICAO, Alþjóða flugmálastofnunin. 

Í því fólst það, í fyrsta sinn með beinni aðild okkar sjálfra, að við afsöluðum okkur hluta af fullveldi til alþjóðasamtaka, þar sem aðildin fólst samt í því að allar aðildarþjóðirnar væru þrátt fyrir þetta jafnréttháar og fullvalda. 

Þetta er hliðstætt því þegar einstaklingar nú sjálfræðisaldri og verða "fullvalda" fólk. 

Fjárhagslegt sjálfræði felst meðal annars í því að gera samninga í fjármálum, sem geta verið afar mismunandi eftir aðstæðum.  

Fyrir Íslendinga sjálfa er það til dæmis erfitt að semja um samgöngur við önnur lönd, ef ástandið varðandi kórónufaraldurinn er verra í samningslöndunum en hjá okkur. 

Það þýðir einfaldlega þá staðreynd, að hættan á að smitaðir einstaklingar sem koma frá samningslöndunum auki smithættuna hérna sem því nemur, og báðir samningsaðilarnir verða að horfast í augu við slíka staðreynd. 

Þar að auki getur fólk verið sýkt í marga daga, allt að viku eða meira, án þess að einkenni séu komin fram, en margir virðast gleyma þessari staðreynd, meira að segja einn ríkisstjóri í Bandaríkjunum, sem viðurkenndi meira en mánuði eftir að faraldurinn kom til hans eigin lands, að hann hefði ekki vitað um þetta grundvallaratriði fyrr en svona seint. 

Þegar Trump skellti á flugbanni frá Kína til Bandaríkjanna virtist hann vera haldinn svipaðri hugsun, því að Bandaríkjamenn sjálfir voru undanþegnir og þar af leiðandi flugu um 40 þúsund manns frá Kína til Bandaríkjanna eftir að bannið var sett á og báru auðvitað smit með sér, að mestu án þess að vitað væri um það, vegna þess að Bandaríkjamenn voru hundrað sinnum óduglegri við sýnatöku en til dæmis Íslendingar. 

Afleiðingin varð falskst öryggi, því að sýnataka er forsenda vitneskju um umfang smitaðra, en í margar vikur á meðan staðfest smit voru fá, talaði Trump veikina niður. 

Þegar raunveruleikinn birtist, setti hann á bann við flugi ESB landa til Bandaríkjana, en Bandaríkjamenn sjálfir, Írar og Bretar voru undanteknir, þessar tvær þjóðir að vísu aðeins í nokkra daga. 

Auðvitað gekk þetta ekki upp; Bandaríkjamenn gátu alveg eins verið smitaðir og annarra þjóða fólk, og Evrópuríkin settu flugbann fljótlega á af sinni hálfu. 

Svipað á við núna, að enda þótt veikin sé á skárra róli hér á landi en víðast annars staðar, er það nánast kostulegt að hér skuli uppi raddir um að hægt sé rétt sisvona að opna fyrir óheftan straum ferðafólks frá útlöndum hingað til lands. 


mbl.is Tvíhliða samgöngusamningar komi til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband