Stóra-bóla fylgdi Íslendingum alla 18. öldina.

Stóra-Bóla, sem geysaði á árunum 1707-1709, drap næstum þriðjung þjóðarinnar. Heimildir um þetta eru góðar, vegna þess að afar vandað manntal var tekið fjórum árum fyrr og eftir það búa Íslendingar að betri heimildum og til lengri tíma um þjóðina og samsetningu hennar en nokkur önnur þjóð. 

Í jafn harðbýlu landi og Íslandi tók langan tíma að jafna sig eftir slíkt áfall, enda var loftslagið í landinu hluti af löngu kólnunartímabili.  

Þegar leið á öldina sáu menn í danska stjórnkerfinu undir stjórn konunga, sem töldust vera í hópi menntaðra einvalda, velviljaðir Íslendingum, að eitthvað mikið var að í landinu. 

Mannfjöldinn hafði verið um 50 þúsund við aldamótin 1700 og komast ekki upp fyrir þá tölu fyrr en 1830!

Á 18. öldinni fjölgaði Norðmönnum mikið á meðan mannfjöldinn á Íslandi hélt áfram að hanga á horriminni, um eða neðan við 50 þúsundin.  

Upp úr miðri öld á tímum Skúla landfógeta voru hafðar uppi máttlitlar tilraunir til að gróðursetja vaxtarsprota í formi Innréttinganna í Reykjavík og gerð fyrstu steinhúsanna. 

Og á stuttum valdatíma Sruense í konungstíð Kristjáns 7, sem taldist í hópi svonefndra menntaðra einvalda, var sett á fót svonefnd Landsnefnd undir forystu Norðmanns, til þess að kynna sér ástandið á Íslandi og setja fram tillögur til úrbóta á grundvelli tíu atriða í skipunarbréfi. 

Íslendingum sjálfum var gefinn kostur á að koma fram með tillögur frá einstaklingum, en nánast engar breytingar urðu þegar búið var að taka Struense af lífi og snúa til baka. 

Þegar síðan Móðuharðindin dundu yfir hafði Íslendingum ekkert fjölgað í 80 ár og voru eins illa undir þau ósköp búnir og hugsast gat. 

Þessar staðreyndir frá 18. öldinni, sem er lang ömurlegasta öld Íslandssögunnar, eru að vísu ekki vitund sambærileg við okkar tíma hvað snertir efnahagsleg kjör, en sýna þó vissa samsvörun í því, að faraldurinn nú getur átt eftir að fylgja okkur í lengri tíma en við höfum haldið.    


mbl.is „Faraldurinn mun fylgja okkur í langan tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsögnum hrúgað upp í herferð gegn samvinnu þjóðanna.

Í dag hefur mátt sjá menn fara mikinn í fjölmiðlum varðandi það, að allt illt í veröldinni, líka kórónuveikifaraldurinn, sé alþjóðavæðingunni og alþjóðasamvinnu að kenna. 

WHO og öðrum alþjóðastofnunum er lýst sem alræðisstofnunum sem fari fram með ofbeldi gegn ríkjum og þjóðum. 

Þarna er alhæft úr hófu fram og raunar farið með rangt mál varðandi WHO, sem hefur ekkert vald til þess að taka völdin af ríkisstjórnum í löndum heims. 

Raunar hefur þvert á móti verið kvartað yfir því að WHO hafi ekki aðhafst sem skyldi gagnvart Kína. 

Mótasögnum er hrúgað upp í þessu efni í herferðinni sem er og hefur verið í gangi gegn samvinnu þjóða og þeirri sýn, sem John F. Kennedy lýsti nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn með setningunni: "Við lifum öll á sömu plánetunni, öndum að okkur sama andrúmsloftinu, er annt um afkomendur okkar og erum öll dauðleg."  


mbl.is Trump vill bíða örlítið lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirburðastaða Norðmanna.

Ekki þarf annað en að líta snöggt á íbúatölur þeirra þriggja landa, sem eru í EFTA og eiga aðild að EES ti að sjá, hvílíka yfirburðastöðu Norðmenn hafa þar á bæ. 

Íbúar Noregs eru 5,2 milljónir, en íbúar hinna landanna tveggja í EFTA, sem eiga aðild að EES, er aðeins 0,4 milljónir, því að EFTA þjóðin Sviss felldi það í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka þátt í í EES-samstarfinu 

Norðmenn eru sem sagt 13 sinnum fleiri en íbúar Íslands og Lichtenstein samanlagt. 


mbl.is Gagnrýnir Norðmenn harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband