Covid byltingin leynist víða, jafnvel til frambúðar.

Covidfaraldurinn hefur ekki aðeins sett þjóðfélagið á hvolf um þessar mundir, heldur getur margt af því, sem komið hefur í ljós í honum, átt eftir að skapa framfarir í miklu fleiri atriðum, sem við gerum okkur grein fyrir núna. 

Tvö dæmi, sem voru nefnd í stuttu innliti í stórt fyrirtæki í dag, sem er með umboð fyrir þrjár vinsælar tegundir bíla. 

Annars vegar fólst það í símasamskiptum í nokkra daga í aðdraganda heimsóknarinnar. Þá reyndi á lipurð og þekkingu mannsins á símaborðinu, sem beindi símtölum til réttra aðila eftir atvikum og þurfti að hafa ráð á hverjum fingri. 

Fyrir tilviljun kom í ljós, að hann sat alls ekki við skiptiborð í Reykjavík, heldur var hann heima hjá sér í Þorlákshöfn allan tímann. 

Vegna kóórónufaraldursins. 

Niðurstaða: Í stað þess að aka til vinnu fram og til baka 90 kílómetra samtals á hverjum deg, gat hann sinnt starfinu án þess að fara úr húsi. 

Verið í sóttkví þess vegna.

Og hugsanlega halda því áfram eftir að faraldurinn væri að baki.  

Annað kom upp í lok viðskipta í dag: Nemandi í skóla, sem hafði fram að þessu fengið þvert nei við því að mega stunda námið heima vegna fötlunar, heldur verið þvingaður til þess að gera það á afar erfiðan hátt í skólanum, fékk skyndilega grænt ljós, þegar faraldurinn skall á. 


mbl.is „Covid bylting“ í skólahaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrslitaatriði, hvernig aðrar þjóðir opna hjá sér og haga málum.

Það var ekki tilviljun að fyrsta alþjóðlega stofnunin, sem íslenska lýðveldið gerðist stofnaðili að strax 1944, var Alþjóða flugmálastofnunin ICAO, og þar með varð að veruleika fyrirbæri sem kallast framsal ríkisvalds. 

Þeir, sem gengust fyrir þessari aðild, gerðu það ekki með þeirri hugsun, að það væri verið að keppa eftir því að framselja nýfengið fullveldi, heldur var fólgin í því viðurkenning umheimsins á hinu nýja fullvalda lýðveldi Íslandi. 

Þeir sem fordæma allt slíkt virðast ekki gera sér grein fyrir því, að alþjóðasamningar á borð við samninginn um ICAO eru gerðir á jafnréttisgrundvelli af þjóðum, sem eftir sem áður skoðast fullvalda. 

Meira að segja geta aðeins fullvalda þjóðir orðið fullgildir aðilar að slíku samstarfi samningum og stofnunum. 

Þeir sem brenna í skinninu yfir því að allt verði galopnað hér sem fyrst vegna kórónaveirunnar, til dæmis í millilandaflugi, virðast sumir ekki gera sér grein fyrir því að opnun innanlands, sem gagnast alþjóðlegri ferðaþjónustu, nægir ekki eins og sér í landi eins og Íslandi, sem er algerlega háð millilandaflugi; heldur fer það eftir líka eftir aðstæðum og aðgerðum í löndunum, sem flogið er til og frá. 

Þar að auki má sjá, að þegar Íslendingar er margir hverjir að endurskoða áætlanir sínar fyrir ferðalög í sumar, þá skipta aðstæður erlendis, ef vilji er til að ferðast þangað, að að  sjálfsögðu skoða þeir gaumgæfilega og bera saman ástandið í öðrum löndum, sem gætu komi til greina.  

 


mbl.is Tveir flugvellir opna á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband