Allra bragða neytt. "Að nýta sér stöðu sína..."

Rio Tinto hefur margra áratuga reynslu af því að koma ár sinni fyrir borð í viðskiptum við alla þá, sem það þarf að skipta við.  

Saga fyrirtækisins er ekki glæsileg í þessu efni, en enda þótt áratugir séu liðnir frá eiturefnaslysinu í Bophal á Indlandi og því ekki sanngjarnt að velta núverandi eigendum upp úr því, virðast hótanir vera drjúgur hluti af vopnabúrinu gagnvart starfsfólkinu, orkuseljandanum og sveitarfélaginu. 

Fyrirtækið krafðist þess að fá að stækka álverið og koma því í flokk risaálvera árið 2007, en hótaði því jafnframt, að leggja það niður, er ekki yrði orðið við þessari kröfu. 

Mjóu munaði í íbúakosningu að hótunin dygði, og skorti aðeins örfá atkvæði til þess. 

En hótunin gufaði upp. 

Nú er sams konar hótun í gangi, en auk þess sett upp flétta, þar sem bæði verkalýðsfélaginu og Landsvirkjun er settur stólinn fyrir dyrnar. 

Þetta er þríþætt: 

1. Í kjarasamningnum við starfsfólk er lymskulegt ákvæði þess efnis, að hann sé háður því að Landsvirkjun semji um lækkað raforkuverð. 

2. Að Landsvirkjun gangi að kröfum um lækkað orkuverð, annars verði álverinu lokað, en auk þess er önnur hótun, að farið verði í málaferli, þar sem Landsvirkjun verður sökuð um blekkingar varðandi grænan uppruna orkunnar. 

3. Sama hótun gagnvart bæjarfélaginu og 2007 að loka álverinu og nýta sér það, að ferðaþjónustan hefur orðið fyrir þungu höggi í kórónuveirufaraldrinum og staða álversins því að sama skapi sterkari en áður.  


mbl.is Rio Tinto nýti sér stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki aðeins spurning um gallaða vöru til Rio Tinto, heldur líka til annarra orkukaupenda..

Þegar aðstæður versna varðandi samningsbundin vörukaup og afhendingar vörunnar, má alltaf búast við því að kaupandinn fari að skoða, hvort varan standist þær gæðakröfur, sem gerðar eru í samningnum. 

Þar er ekki bara um bókhaldsbrellur að ræða varðandi upprunavottorð, eins og orkufyrirtækin hér hafa stundað, einkum Landsvirkjun, heldur lika þær fullyrðingar að orkan sé hrein og endurnýjanleg, þegar þvert á móti liggur fyrir að um rányrkju er að ræða eins og stunduð er á háhitasvæðum á Reykjnesskaga, allt frá Nesjavöllum út á Reykjanestá. 

Í viðtölum við forstjóra Landsvirkjunar vegna umfjöllunar Kveiks um upprunavottorðin, var í fyrstu ekki hægt að þræta fyrir hvað stæði skýrum stöfum um að orkan væri í krafti brasks með vottorð komin frá kolum og kjarnorku, enda fyrirtækið að græða milljarða á braskinu, en í síðasta viðtalinu upplýsti forstjórinn, að búið væri að má þessar upplýsingar út og þar með væri allt í lagi!  

Sem sagt; að eiga kökuna áfram eftir að hafa étið hana! 

Seljendur orku gufuaflsvirkjana hafa alla tíð selt vöruna sem eðalgræna, og kaupendurnir hafa keypt hana í þeirri trú að það væri rétt, því að þá geta þeir selt endanlega vöru dýrara en ella, en hætt er við að erfitt verði að beita svipuðum aðferðum og gert hefur verið varðandi upprunavottorð Landsvirkjunar ef fyrirtækin á Grundartanga fara á stúfana eins og Rio Tinto er að gera. 

 


mbl.is Óviss framtíð álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband