Gott COVID-19 smitpróf: Maður að reykja sígarettu?

Fyrir um viku stóð ég í tveggja metra fjarlægð frá manneskju, sem var að reykja. Þetta var að vísu utan dyra, en það var dúnalogn þarna í skjóli.

Hún stóð þarna í þrengslum, þannig að ég ákvað að bíða færis og sjá hvort hún færði sig, en notaði tækifærið til að kasta á hana kveðju og nokkrum orðum um daginn og veginn.

Þá áttaði ég mig skyndilega á því, meðan við vorum að tala saman, að reykurinn úr sígarettunni fór inn í vit mín án þess að ég sæi það, heldur fyndi aðeins lyktina. 

Andardrátturinn hélt áfram þessari ferð sinni meðan hún talaði og hélt á sígarettunni. 

Þetta var sláandi niðurstaða í alveg óvæntri tilraun til að nema COVID-19 smit.  

En eftir þessa reynslu skil ég betur af hverju tveir metrarnir hljóta að vera lágmarks fjarlægð. 


mbl.is Veiran geti borist með tali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta flokks viðbrögð við COVID-19 gefa sóknarfæri og borð fyrir báru.

Hong Kong flensan fyrir hálfri öld kom í tveimur stórum bylgjum. Nú hefur stór bylgja riðið yfir hér og ef allt væri hér í jafn slæmu fari og í flestum öðrum löndum, yrði að fara afar gætilega í allar aðgerðir vegna þess hve svigrúmið væri lítið. 

En vegna þess hve vel við virðumst standa nú, ætti að vera mun meira borð fyrir báru þegar seinni bylgjan kemur og því meiri líkur á heildina litið til að fá sóknarfærin, sem geta komið í ljós í samanburði við önnur lönd. 

Fyrir það bera að þakka öllum þeim, sem mest hefur mætt á, og manni skilst að hafi byrjað á fullu í byrjun desember við undirbúning varnaraðgerða.  


mbl.is Okkur fannst við öruggari hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband