Einfaldasta ráðið fyrir marga: Það er kólnun en ekki hlýnun.

Það hefur verið alþekkt í hitabylgjum undanfarinna ára í Evrópu, að fólk með öndunarfærasjúkdóma deyji af völdum hitanna og óloftsins. 

Í sumar mun COVID-19 verða viðbót í þeim efnum. En harðsnúinn hópur fólks mun, ef að líkum lætur, halda því fram að þessi ótti og viðvaranir Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna séu bara áróður byggður á þeim tvíþættu lygum 1. að veðurfar á jörðinni sé sífellt að hlýna og 2. að hlýnunin sé af mannavöldum. 

Merkilegur þessi fyrri hluti hinna nýju trúarbragða, en þó verður á það að líta að ef númer 1 er rangt verður númer 2 það sjálfkrafa og málið þar með útrætt. 

 

 


mbl.is Samspil veirunnar og hitabylgju áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar einn gluggi lokast, opnast stundum annar.

Eftirtektarverður árangur hér á landi í baráttunni gegn COVID-19 hefur að sönnu kostað efnahagslegar fórnir. 

Á móti kemur, að í nýrri samkeppni þjóðanna um það að leita uppi ný sóknarfæri í opnun á flugferðir, höfum við eins og er góða stöðu, sem gæti komið okkur vel. 

Þó ber að hafa í huga hið fornkveðna að best sé að ganga hægt um gleðinnar dyr og betri sé einn fugl í hendi en tveir í skógi. 


mbl.is Vilja opna á flugferðir til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsvarar 135 látnum af völdum COVID-19 hér.

4000 plús látnir i Svíþjóð samsvarar því að 135 væru látnir hér í staðinn fyrir þá 10 sem við höfum misst á álíka löngum tíma. 

Þessi áframhaldandi ótíðindi frá náinni frændþjóð okkar snertir okkur kannski meira en ef fjarlægari og óskyldari þjóð ætti í hlut, ekki síst þegar þess er gætt hvað læknisfræðileg og velferðarleg tengsl eru mikil á milli okkar og þeirra og hvað við höfum litið mikið upp til Svía sem fyrirmyndarþjóðar á flesta lund. 

Hvernig má það verða að munurinn sé svona mikill?  

Heyrst hefur sagt, að Svíar muni vinna þennan mun upp síðar ef eða þegar önnur bylgja komi. 

En meðan dregur áfram í sundur með þjóðunum, Svíum í óhag, þyrfti alveg sérstaklega alvarlegt bakslag að koma hjá okkur til þess að vinna upp svona gríðarlega margfaldan mun. 


mbl.is Yfir 4 þúsund látnir í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband