Hvernig ætlaði Emirates að gera þetta? Nú þarf að ganga í takt.

Klukkan tifar hratt þessa dagana, þegar leysa þarf úr flóknum, nýjum og erfiðum viðfangsefnum á skömmum tíma, og það þarf að ganga í takt. 

Ekki skortir mannvalið í því efni, ef aðeins er athugað, hvað hið tilfinningaríka hæfileikafólkk hefur sagt um hvert annað í gegnum tíðina. 

Ef Svandís er "einhver besti heilbrigðisráðherra, sem við höfum haft í langan tíma", eins og Kári segir, þurfum við á henni að halda. 

Ef Þórólfur er sjarmerandi, aðlaðandi og snjall maður, þurfum við líka á honum að halda. 

Og Kári sjálfur er afburðamaður á sínu sviði, sem þjóðin hefur notið góðs af og þarf á að halda. 

Það þarf að nálgast verkefnið framundan við opnun landsins með opnum huga og sallarólegum huga. 

Skoða alla möguleika, þar sem um margar aðferðir getur verið að ræða.  Hvað til dæmis um flugfélagið Emirates sem kvaðst hafa á takteinum aðferð til að afgreiða hvert smit á 10 mínútum?  


mbl.is Kári sagði Svandísi hrokafulla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram "gölluð vara"?

Icelandair flugfélagið var komið ansi langt á þeirri braut að endurnýja Boeing 757 flota sinn með Boeing 737 Max. 

Síðan kom í ljós að sú vél var svo gölluð vara, að það kostaði tvö mannskæð flugslys hjá öðrum flugfélögum.  

Breytingin úr Boeing 757 yfir í Boeing 737 Max var skiljanleg í ljósi samfelldra viðskipta Icelandair og Boeing í áratugi. Ekki þurfti að kaupa nýja flugherma og æfa alla flugmenn í þeim upp á nýtt eins og gerst hefði, ef keppinauturinn, Airbus 320 neo hefði orðið fyrir valinu. 

Sú flugvél hafði hins vegar þann kost fram yfir Boeing 737 að nýir og bráðnauðsynlegir hreyflar komust fyrir undir vængjunum, en á Boeing 737 varð að færa þá framar og ofar með þeim afleiðingum að flugeiginleikar vélarinnar röskuðust og þurfti nýtt og flókið tölvustýrt kerfi, MCAS, til að hægt væri að fljúga henni af öryggi undir sömu tegundarskilgreiningu. 

Nú er í gangi það 787 heilkenni, að sífelldar tafir eru á því að Boeing hafi leyst hin erfiðu vandamál sem upp komu; og hvað 737 varðaði það, sem því fylgdi upphaflega að framleiða flugvél með röngum þyngdarhlutföllum. 

Ef Icelandair stendur frammi fyrir því að þurfa ekki að aka við Max-vélum gæti það hugsanlega orðið auðveldara en ella, ef millilandaflugið í heiminum verður lengri í lægð eftir kórónuveikifaraldurinn.  

Hér á síðunni hefur frá upphafi þessa máls verið bent á þá staðreynd, að sá galli Max vélanna, sem skipti höfuðmáli, var að þyngdarhlutföllin væru röng í vélunum. 

Það liggur í orðanna hljóðan, að þyngdarhlutföll í flugvélum vega þungt. 


mbl.is Þurfa ekki að taka við Max-vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband