Mun nýr meðlimur kórónuveikihersins skjóta upp kollinum?

Athuglisvert verður að teljast að tvær tegundir kórónuveiki, SARS og COVID-19, skuli hafa hlotið jafn misjöfn örlög og virðast hafa orðið hluskipti þeirra. Báðar koma upp á svipuðu svæði í Kína, en það tekst að stöðva þá fyrrnefndu, sem ekki virtist eins þrautseig og þrá og hin síðari. 

Þróunin varðandi SARS virðist hafa gefið mörgum falskar vonir og ofmat á árangri viðnámsins gegn þeirri veiru. 

Nú eru menn biturri reynslu ríkari, og þurfa kannski að skoða þessi mál út frá víðara samhengi í tíma og rúmi. 

Mun ný tegund veiru á sóttvarnarvígstöðum heimsins skjóta upp kollinum? Og veikin, sem hún veldur, jefnvel verða enn verri viðfangs en COVID-19?


mbl.is Mjög merkilegur árangur án bóluefnis eða lyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Kári spámaðurinn í föðurlandinu?

Gamalt máltæki segir: "Enginn er spámaður í sínu föðurlandi." Sé það einhvers staðar í gildi, er það líklega frekar í afar litlu samfélagi en í stóru, en merkingin máltækisins er oftast útlistuð á þann veg, að viðkomandi spámaður sé stór í sniðum og hætt sé við því að hann reki sig á horn í litlu rými. 

Í gegnum tíðina hefur nafn Kára Stefánssonar líklega oft komið upp í hugann hjá mörgum, þegar hið gamla máltæki birtist á einn eða annan hátt. 

Og nú er hann enn einu sinni orðinn að umræðuefni ásamt þeim, sem koma við sögu í málefnunum, sem hann hefur haslað sér völl í.  


mbl.is Kári á fundi í Stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband