Lausnin í flugvélum verður að ráða við "bylgjur" af farsóttum.

Þegar árásirnar voru gerðar á New York og Washington 11. september 2001 óttuðust margir, að einu lausnirar til að koma í veg fyrir hryðjuverk í fælust í svo rótttækum breytingum, að það myndi þýða stórfelldan samdrátt í flugi. 

Jafnvel myndi flugið skiptast í tvennt; annars vegar flutningur fólks án farangurs, og hins vegar sérstakar flugvélar með farangurinn eingöngu. 

Þetta gerðist ekki; það fundust tæknilegar lausnir sem hafa dugað í tvo áratugi. 

Öðru máli kann að gegna um smitandi farsóttir, vegna þess hvernig flest úrræðin draga stórlega úr flutningsgetu þotnanna og afkastagetunni í flugstöðvunum. 

Afleiðingin verði svo stórfelld hækkun flugfargjalda, að ferðaþjónustan á alþjóðavísu muni ekki bera sitt barr. 

Þar að auki er það augljóslegur ókostur, að enginn veit hvenær og hvernig seinni "bylgjur" farsótta eða nýjar tegundir skella yfir. 

Því verði öruggar lausnir að bjóða upp á sveigjanleika, sem komi í veg fyrir stórfelldar sveiflur af völdum smitandi drepsótta. 

Bylgjur og sveiflur eru það versta, því að það er svo seinlegt að bregðast við, einkum við að aflétta hömlum. 

En reynslan sýrir líka, að hugkvæmni og tækni mannsins eru oft fá takmörk sett þegar allir leggjast á eitt, og að ekki skuli afskrifa neitt í því efni. Bara spurning um hvenær og hvernig. 


mbl.is Verða flugsæti framtíðarinnar svona?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útivistarsvæði eða fólkvangar eru verðmæt og með alþjóðlega skilgreiningu.

Geysileg framþróun hefur orðið á útivistarsvæðinu Heiðmörk síðan það var stofnað fyrir 70 árum. Eins og sést í upptalningu á tengdri frétt á mbl.is hafa þessi 70 ár skilað fjölmörgum viðverustöðum, sem höfða til fólks á öllum aldri og geta veitt því ánægju og upplifun. 

Svona svæði eiga sér langa sögu erlendis, og flokkast undir hugtakið "recreational area".

Annað og enn stærra svæði af svipaðri gerð á Reykjanesskaganum er Reykjanesfólkvangur, sem einnig tilheyrir mörgum sveitarfélögum. 

Þau lúta öðrum og ekki eins ströngum skilyrðum og þjóðgarðar, sem eru yfirleitt þekktari fyrirbæri og hlíta strangari skilyrðum varðandi sjálfbærni og friðun mikilvægra vistkerfa og jarðmyndana.

Þriðja fyrirbærið, sem vert er að nefna og sérstakar reglur gilda um, ber heitið Geopark og eru svonefndur Auðlindagarður utarlega á Reykjanesskaga og geopark, kenndur við Kötlu, dæmi um slíkt hér á landi. 

Öll eru þessi svæði dýrmæt fyrir jarðarbúa nútímans, sem að meirihluta til á nú heima í borgum og fjarlægjast æ meira upprunalegu og náttúrulegu lífi, sem mannkynið er skapað til að una sér best í á öllum árstímum. 


mbl.is Leyndardómar Heiðmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira að segja krufningin veldur deilum og ólgu.

Í fréttum hefur verið greint frá því að George Floyd hafi verið krufinn og að krufningin hafi valdið hörðum deilum og ólgu út af fyrir sig, vegna þess að samkvæmt henni hafi kyrkingartakið harða, sem stóð yfir í tæpar níu mínútur samkvæmt myndgögnum, verið aðeins ein af hugsanlegum þremur aðal orsökum dauða Floyds, sem hafi verið þessar: 

Hjartaveila sem olli hjartastoppi, ofneysla fíkniefna og harðræði í handtöku.  

Aðstandendur Floyds heimta hins vegar að fenginn verði óumdeilanlga óháður sérfræðingur til þess að úrskurða um dánarorsök. 

Það sem veldur þessum deilum er, að ekki verður betur séð af myndgögnum en að lögreglumaðurinn leggist með hné sínu a öllum þunga á háls Floyds í tæpar níu mínútur og að í síðustu stunu Floyds á dauðastundu andvarpi hann: "Ég get ekki andað." 

En með krufningunni virðist þessu vera snúið um það að spurningin snúist um annars konar beint orsakasamband, sem ekki hafi verið kyrking og köfnun sem olli hjartastoppi, heldur hugsanlega það að veilt hjarta og banvæn víma hefðu jafnvel hvort eð er valdið dauða. 

Bara ófyrirséð óhapp, að hann var fyrirfram svona illa á sig kominn. 

Þegar síðuhafi fór i fyrsta ferðir sínar til Bandaríkjanna og hitti Íslendinga þar, sem sumir hverjir höfðu búið þar alla tíð, kom það á mjög á óvart hve margir þeirra voru harðir andstæðingar jafnréttisstefnu Kennedys og Johnsons, sem þá voru þar við völd. 

Þessir íslensku viðmælendur sögðu, margir hverjir: 

"Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um. Blökkufólkið er öðruvísi, það er meira að segja öðruvísi lykt af þessu liði og muninn á hvítum og svörtum vitum við um en ekki þið heima, langt í burtu." 

Af þessu dapurlega tali dmá ráða, að ólgan núna eigi sér mjög djúpar og gamlar rætur, sem skila sér meira að segja í atriðum eins og málsmeðferð og krufningu. 

Og að þetta megi sjá og heyra í alls konar yfirlýsingum eins og hjá núverandi forseta um að blökkufólk, sem gagnrýni hannm, eigi að hypja sig til upprunalands síns og nú síðast, að það sé eðlilegt orsakasamhengi að beiting skotvopna fylgi búðahnupli. 

 

 


mbl.is Lögreglumaðurinn ákærður fyrir að myrða Floyd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband