George W. Bush taldi sig sýna óræk gögn um gereyðingarvopn Íraka 2003.

Fyrir hreina tilviljun hefur stanslaus söngur Bandaríkjaforseta og utanríkisráðherra hans verið kyrjaður í fjðlmiðlum undanfarna daga og vikur með fullyrðingum um sannanir fyrir því að Kínverjar hafi búið COVID-19 veiruna til og dreift henni um heiminn; en á einmitt í gærkvöldi var hliðstæða frá fyrri tíð rifjuð upp í frönsku sjónvarpsþætti. 

Rifjað var upp að strax 1998 hóf hópur áhugamanna um að heyja annað Persaflóastríð að vinna að því að koma á koppinn innrás inn í Írak til að steypa Saddam Hussein af stóli. 

George Bush eldri hafði sem forseti farið að ráðum ráðgjafa sinna þess efnis, að nota ekki tækifærið 1991 til að halda áfram til Bagdad og hernema Írak, bæði vegna þess að það myndi rjúfa samstöðu allra ríkjanna, sem hann hafði afrekað að fá með sér í Flóastríðið til að reka innrásarher Saddams út úr Kúveit, en ekki síður vegna þess, að slíkt stríð myndi leysa úr læðingi múslimsk öfl, sem myndu hefja trúarstríð með mannfalli upp á milljónir manna. 

Eftir árásina á New York og Washington 11. september 2001 fengu þeir Bush yngri í lið með sér til þess að hefna fyrir árásina og einnig höfðaði það til Bush yngri að ljúka því sem faðir hans hefði átt að klára 1991. 

Frá 2001 til 2002 var í gangi mikil herferð, árás og innrás í Afganistan og síðan stanslaus áróðursherferð til þess að sanna að Saddam Hussein væri að því kominn að hafa komið sér upp stórfelldum gereyðingarvopnu, bæði efnavopnum og ekki síst kjarnorkuvopnum, sem ógnaði friði í heiminum. 

CIA leyniþjónustan var beitt þrýstingi til að skálda upp "órækar sannanir" fyrir þessum ásökunum. 

Frökkum tókst að fá því framgengt að óháð rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna færi til Írak til að leita að öllum þessum mikla vopnabúnaði, en fann ekkert. 

Samt héldu ásakanirnar áfram og eftir að ekki fékkst samstaða hjá Sameinuðu þjóðunum líkt og hafði heppnast svo vel 1991, réðust Bandaríkjamenn samt sjálfir með beinni aðstoð Breta inn í Írak, hernámu landið og náðu Saddam Hussein og drápu hann. 

Nokkrar aðrar þjóðir, þeirra á meðal Íslendingar, settu sig á lista þjóða, sem birtur var yfir væru hlynntar þessu stríði. 

Hvað aftöku Saddams snerti var raunar var auðvelt að finna órækar sannanir fyrir óhæfuverkum þessa grimma harðstjóra gegn eigin þjóð og Kúrdum, en alveg vantaði allar sannanirnar sem búið varð að skálda upp varðandi gereyðingarvopnin; ekki fannst snefill af gögnum; ja - nema það sem flestir Íslendingar eru búnir að gleyma; - eitt síðdegi barst sú frétt til Íslands, að hópur hermanna, þar sem Íslendingar voru með í för, hefði fundið sannanir um eiturvopn. 

Utanríkisráðherra Íslands lýsti að sjálfsögðu yfir ánægju sinni fyrir hönd Íslendinga, en hún stóð stutt, því að í ljós kom að þetta voru leifar af rústir litillar verksmiðju, sem hafði framleitt efni, sem útilokað var að nota sem efnavopn; þvottaduft, ef síðuhafi man rétt! 

Framhald Íraksævintýrisins þekkja allir. Hernámið og áframhaldandi afskipti Bandaríkjamanna af átökum í Líbíu og Sýrlandi átta árum síðar kveikti af sér ISIS-hryllinginn, sem ráðgjafar Bush eldri höfðu varað við. 

En hvaða Bandaríkjamaður skyldi síðan rúmum áratug eftir Íraksruglið hafa gagnrýnt slíkt harðlega í kosningabaráttu sinni 2016?

Jú, Donald Trump, sem sagði að Hillary Clinton og Barack Obama hefðu gerst stofnendur ISIS! 

Þetta rifjast allt upp núna þegar Trump og Pompeo hamra á því dögum og bráðum vikum saman að þeir hafi sannanir fyrir því að Saddam; afsakið Kínverjar hafi framleitt það gereyðingarvopn sem drepsóttarveira getur orðið. 

Sagan frá 2003 endurtekur sig, nema að þeir sýna þó hvorki né nefna neinar sannanir í blöðum, sjónvarpi, í þinginu, hjá SÞ og hvar sem því verður við komið, og CIA hjálpar ekki til í þetta sinn, né heldur veiruteymið, sem Trump hefur verið með til að fást við faraldurinn.

Og það nýjasta í fréttum er reyndar, að forsetinn ætlar að reka þetta fólk, sem hefur talið sig tilneytt til að andmæla því að "sannanirnar" og "vísbendingarnar" séu til, og ráða annað fólk í staðinn. 

Það ætti ekki að koma neinum á óvart, því að ein af stóru yfirlýsingum hans þegar hann var kosinn var, að hann vildi að allt vísindasamfélagið varðandi loftslagsmál eins og það legði sig, yrði rekið og "alvöru" vísindamenn yrðu ráðnir í staðinn "sem kæmust að réttum niðurstöðum."   

 


mbl.is „Hann hefur engar sannanir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Max málið endar því miður líklegast, eins og fyrirsjáanlegt mátti teljast.

Hér á síðunni var fyrir nokkrum dögum dregin upp dökk mynd af þeirri stöðu, sem Boeing flugvélaverksmiðjurnar eru komnar í vegna Beoing 737 Max vandræðanna, og hverjar afleiðingarnar gætu orðið.  Í þessari dökku mynd fólust tveir slæmir möguleikar, sem myndu hafa slæmar afleiðingar fyrir Icelandair og önnur flugfélög, sem glæptust á að kaupa Boeing 737 Max:  

1. Aðeins tvennt getur bjargað þessu burðarfyrirtæki í bandarískum iðnaði:

Að sætta sig við það að það verði að breyta 737 svo mikið til að hægt sé að nota nýjustu og sparneytnustu hreyflana án flókins sjálfstýringarkerfis (MCAS).

Þetta þýddi, að þar með þyrfti nýja tegundarviðurkenningu FAA og nýja flugherma og þjálfun með miklum kostnaði, sem kaupendur Airbus 320 Neo hafa losnað við, og halda áfram að losna við. 

2. Að taka upp langtímamiðaða stefnu með ríkisaðstoð til þess að hanna og framleiða alveg nýja mjóþotu í stað inna illseljanlegu eða jafnvel óseljanlegu 737 Max. Inni í þessu gæti falist 

Eina huggunin, ef huggun skyldi kalla, er sú, að sumir keppinautar Icelandair, lenda í því sama. 

Einu sinni var sagt að það sem kæmi sér vel fyrir General Motors væri gott fyrir Bandaríkin. 

Boeing verksmiðjurnar eru í jafnvel enn meiri lykilaðstöðu í Bandaríkjunum en GM var nokkru sinni, ekki bara efnahagslega heldur líka sem tákn lands og þjóðar. 

GM var bjargað frá gjaldþroti eftir efnahagskreppuna 2008, og í stað þess að taka upp svo háa verndartolla gagnvart erlendum flugvélaframleiðendum, að Boeing fái einokunaraðstöðu út á það, er aðstoð vegna gjaldþrots skömminni skárri. Bombardier_CRJ700_vs_CRJ900

Raunar er Trump þegar byrjaður á hafta- tolla- og refsipólitík sinni gagnvart kanadískum framleiðendum nýrrar gerðar af smærri mjóþotum, af gerðunum Bombardier CJR 500 - 1000, sem taka á bilinu 50 til 104 farþega og hafa slegið í gegn.

Grunnhugmyndin að þessu góða gengi er hlægilega einföld. Að hafa tvö sæti vinstra megin við ganginn í stað þriggja. Við það má mjókka skrokkinn, en samt bjóða upp á meira sætis- og farangursrými fyrir hvern farþega og þar með meiri þægindi en í algengustu þotunum. 

 

Ofsafengin viðbrögð Trumps, meira en 200 prósenta verndartollur, sýna einstaklega þrönga sýn hans á því að "mikilleiki" þjóðar hans geti fengist á ný með því að standa í vegi fyrir framförum, ef þær koma ekki fram í Bandaríkjunum. 

Raunar eru Kanadamenn íbúar Norður-Ameríku rétt eins og Bandaríkjamenn, en í munni og huga Trumps eru þeir greinilega ekki verðir þess að teljast Ameríkanar úr því að þeim er refsað fyrir það að standa í vegi fyrir loforðinu "to make America great again."

Hann hefur í raun bannað bandarískum flugfélögum að færa sér í nyt framfarir í smíði ákveðinnar stærðar amerískrar farþegaþotna með stefnu, sem mætti orða þannig, að það, sem er slæmt fyrir flugið, getur verið gott fyrir Bandaríkin. 

Í ljósi þess myndi það varla koma á óvart þótt Trump kæmi með ofurtollum í veg fyrir það að bandarísk flugfélög keyptu Airbus 320 Neo. 

Það yrði alveg rökrétt hjá honum, miðað við það að hafa í raun bannað ákveðna tegund amerískra þotna, bara vegna þess að þær eru framleiddar í röngu ríki í Norður-Ameríku.  


mbl.is Boeing ekki í aðstöðu til að greiða bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband