Biskupsbeygjan - einhver mest áberandi beygjan á Íslandskortinu.

Nokkrar beygjur í vegakerfinu eru þess eðlis, að þær sjást á kortum í öllum stærðum. +

A leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar eru nokkrar slikar beygjur, svo sem beygjurnar til hægri í Borgarnesi, á Blönduósi, austan við Héraðsvötn og um Moldhaugaháls norðan við Akureyri. Biskupsbeygjan

Engin þeirra ber þó sérstakt nafn, heldur aðeins ein beygja til viðbótar; Biskupsbeygjan á Holtavðrðuheiði, sem liggur að vísu til vinstri á norðurleiðinni. 

Hugsanlega er þetta eina beygjan í íslenska vegakerfinu, sem ber sérstakt nafn.  

Á mynd Sigurðar Boga Sævarssonar af hluta beygjunnar, er horft á hana á suðurleið, og sést vel hvernig hún beygir til hægri niður í NOrðurárdal. Biskups-beygja vetur

Það er vel að Sigurður Bogi geri henni skil í Morgunblaðinu í dag, því að þetta er líklega eina beygjan í íslenska vegakerfinu, sem ber algerlega sérstakt nafn. 

Hún hefur áður verið að minnsta kosti einu sinni nefnd á nafn í fjölmiðlum, en það var í sjónvarpsþættinum Heimsókn uppúr 1970, þar sem farið var í ferð með flutningabílalest fram og til baka milli Reykjavíkur og Akureyrar. 

Vetrarmyndin hér er tekin í austnorðausturátt þar sem vegurinn beygir í samræmi við vegamerkið. 

Í Heimsóknarþættinum kom Biskupsbeygjan rækilega við sögu vegna fannfergis og snjómoksturs. 

Biskupsbeygjan er þó kannski merkilegust fyrir þá sök, að þegar komið er í hana að sunnan, myndi leiðin norður styttast um 60 kílómetra ef haldið væri beint áfram í austnorðaustur án þess að taka neina beygju og haldið áfram um norðlensku heiðarnar og yfir fjallarimann norðan við Mælifellshnjúk beint í dalsmynni Norðurárdals í Skagafirði. 

Á myndinni er rauði pallbíllinn fjærst búin að taka hluta beygjunnar í stað þess að halda áfram ef engin beygja væri á veginum. 

Sú leið lægi hins vegar um snjóþungar heiðar og erfið vegstæði víða, þannig að vísast er betra að láta reglustikuna ekki um veglínuna. 

Í staðinn er beygt rólega í alls 80 gráður til norðurs og haldið beint áfram út Hrútafjörð, alla leið út fyrir Reyki í Hrútafirði og beygt þar til norðausturs yfir í Miðfjörð og Víðidal. 

Það sem er kannski merkilegast við þessa beygju er, að ekki er 

Hvort beygjan hefur fengið nafn vegna hrakfara Ásmundar Guðmundssonar biskups eða Sigurgeirs Sigurðssonar er algert aukaatriði. 

Þeir eru bara tveir af þeim tugþúsundum vegfarenda, sem hafa spólað í brekkunni og þurft að moka snjó. 

 


mbl.is Biskupsbeygjan senn úr sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glampandi Gullinbrú.

Arum og áratugum saman hefur svona sjón blasað við vegfarendum um allt gatna- og vegakerfið án þess neitt mark hafi verið tekið á þeim, sem hafa bent á þá lúmsku hættu, sem hið eggslétta yfirborð hefur búið yfir. Gullinbrú skautasvell

Þessar myndir voru teknar á Gullinbrú í dag, en þetta slitlag var svo sannarlega eins og skautasvell síðastliðinn laugardag þegar það var lagt. 

Ljós bílanna speglast í yfirborðinu á neðri myndinni. 

Slikar framkvæmdir eru að sönnu bráðnauðsynlegar til að endurnýja slitlagið og koma í veg fyrir að hjólin myndi með slitáhrifum nagladekkjanna  vatnsrásir í malbikið, sem geta orðið fullar af vatni, þannig að dekkin á bílunum fljóti ofan á og missi grip.

Sú hætta er lúmsk rétt eins og hættan á því að skauta á nýlögðu malbikinu að sumarlagi. Gullinbrú skautasvell 2

Nú verða vonandi gerðar umbætur í öryggisátt.

 


mbl.is Var mun hálli en kröfur eru gerðar um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegaxlir það eina, sem skánar, en þó alltof hægt.

Ónógar varúðarmerkingar á vegum eins og lýst er í pistli á undan þessum, eru ekki það eina, sem bjátað hefur stórlega á í íslenska vega- og gatnakerfinu. Það á við um vegaxlirnar og þetta er niðurstaða þess sem árlega notar vegakerfið til þess að fara um það á bifhjóli og hefur nýlega farið helstu leiðir í austur og norður frá Reykjavík. DSC08898

Þótt bifhjólinu sé hægt að aka á hámarkshraða er ævinlega stór hluti ökumanna á bílum, sem eru vel yfir þeim hraða og skapa pressu á aðra ökumenn. 

Sú pressa er einkar óþægileg fyrir vélhjólamenn, ekki aðeins vegna hraða bílanna, heldur líka vegna þeirrar óvissu um ástand vegaxlanna, sem enn er fyrir hendi, og líka vegna þeirrar óvissu sem alger skortur á aðvörunarmerkingum veldur.  

Áratugum saman hafa vegaxlirnar verið eins konar afgangsstærð, þótt þær gegni afar miklu öryggishlutverki, ekki aðeins vegna gangandi fólks og hjóla, heldur líka vegna bíla, sem bila og verða að staðnæmast um stundarsakir.

Í stað þess að vegaxlirnar séu öryggisatriði hefur vanræksla við gerð þeirra og viðhald valdið hættu í stað þess að minnka hana. 

Þetta hefur að vísu skánað sums staðar, en áfram er hins vegar varasamt að treysta vegöxlunum, vegna þess að bæði eru þær ójafnari og þaktari drasli eða möl en aðrir vegarhlutar, og einnig skortir algerlega aðvörunarmerkingar á þeim, þar sem vegfarendur eru varaðir við í tíma. 

Að vísu hefur ástand sjálfra vegaxlanna skánað síðustu ár, en það gengur alltof hægt.  


mbl.is Boða til mótmæla vegna slyssins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband