Sama eðlis og styrjöld Bandaríkjahers.

Í viðtali við einn af yfirmönnum Bandaríkjahers í bandarískum sjónvarpsþætti var hann spurður um eðli viðbragða hersins við COVID-19 og mat hersins á baráttunni við hana. 

Á þeim tíma hafði komið í ljós að um borð í bandaríska flugmóðurskipinu Roosevelt höfðu 800 manns greinst með kórónuveiruna. 

Svör hans voru afdráttarlaus og athyglisverð: "Á sama hátt og Bandaríkjaher hefur skilgreint hernaðarumsvif sín í Afganistan síðan 2001 sem styrjöld, sem herinn heyr, skilgreinir hann COVID-19 sem styrjöld, sem háð sé á vegum heraflans og það á heimsvísu."

"Og hve lengi búist þið við að þurfa að heyja þessa styrjöld? Hvenær lýkur henni?"

"Henni lýkur ekki fyrr en engin veira er eftir," svaraði hershöfðinginn. 

 

 


mbl.is Takmarkanir næstu mánuði og jafnvel ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipað orkuskiptunum í húsahitun á síðustu öld.

Í stríðsbyrjun fyrir 80 árum í kringum 1940, voru hafnar framkvæmdir við að leggja hitaveitu frá Mosfellssveit til Reykjavíkur, þótt kreppan mikla yrði aldrei dýpri hér á landi en 1939. 

Winston Churchill fékk að sjá þetta mannvirki og hreifst mjög og eitthvað skolaðist til í frásögn hans varðandi hugmyndina að þessari varmavinnslu, en hið rétta mun líklegast vera að hann lofaði því að liðka fyrir því að efni og íhlutir í hitaveituna fengjust fluttir til landsins. 

Síðuhafi minnist þess að fyrstu árin í nýju húsi við Stórholt var það hús og öll önnur hús í hverfinu og næstu hverfum hituð með kolum. 

Eftir stríðið ríkti gjaldeyrisskortur og gjaldeyrishöft en samt þokaði hitaveituframkvæmdum áfram. 

Eftir byltinguna í Íran 1979 urðu eldsneytisskortur og himinhátt eldsneytisverð kveikjan að stórfelldum framkvæmdum við hitaveitur um allt land, og enda þótt metverðbólga yrði og kjararýrnun 1983 ríkti einhugur um þessa fjárfestingu.

Rökin fyrir þessu voru allan tímann skýr; að spara gjaldeyrisútgjöld og kostnað vegna innflutning og notkun á mengandi og óendurnýjanlega erlendum orkugjöfum og nota í staðinn innlenda, hreinni og skaplegri orkugjafa. tazzari_og_nissan_leaf

Því er verið að rifja þetta upp, að þegar hliðstæð orkuskipti eru nú á dagskrá úr jarðefnaeldsnehyti yfir í íslenska, að mestu hreina og endurnýjanlega orkukgjafa varðandi bíla, bregður svo við að það veldur hörðum andstöðuviðbrögðum hjá fjölda manna. 

Rökin gegn rafbílunum er þeim mun athyglisverðari hér á landi en erlendis, að líklega er engin þjóð heims eins vel sett varðandi það að nota eigin orkugjafa og þar að auki hreina í stað þess að eyða gjaldeyri í að flytja inn erlent mengandi jarðefnaeldsneyti. 


mbl.is Mikið stuð á rafbílamarkaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökuskírteinið ofar vegabréfinu? Sumar framfarir snúast í andhverfu sína.

Þróunin á stafræna samskiptasviðinu er hröð og í heimsókn til þjónustafulltrúa í bandaútibúi í gær kom í ljós að þegar skoðuð voru þau persónulegu gögn, sem voru við hendina, virtist ökuskírteinið vera ofar vegabréfinu. 

Ökuskírteinið lenti því í skothríð innsláttanna í reitnum, sem merktur var "rafræn skilríki." 

Hvort þetta er svona erlendis líka, skalt ekkert fullyrt um. 

Hingað til hefur vegabréfið verið nauðsynlegast, en hver veit, hvað nú verður uppi á teningnum? 

Við sameiningu ýmissa opinberra stofnana er það uppgefin ástæða, að sameining skapi hagræðingu og sparnað. 

Þó virðist það ekki einhlítt. 

Til dæmis um sameiningu má nefna Samgöngustofu, þar sem áður aðskildar samgönguaðferðir voru felldar undir einn hatt, svo sem flugsamgöngur og landsamgöngur. 

Síðuhafi er að nálgast áttrætt og verður því að fara í fleiri læknisskoðanir er áður til að viðhalda ökuréttindum sínum. 

Hann viðheldur einnig réttindum sínu til takmarkaðs atvinnuflugs, og krefst slíkt tveggja vandaðra læknisskoðana á ári. 

Eðli málsins samkvæmt er slík læknisskoðun margfalt ítarlegri og vandaðri en skoðun vegna ökuréttinda og hefði maður haldið, að í samræmi við yfirlýsta viðleitni til hagræðingar og sparnaðar, gæti flugmannsskírteinið líka gild fyrir bifreiðar. 

En, nei, það er af og frá. Fara þarf í sérstaka læknisskoðun fyrir akstursréttindin auk skoðunarinnar fyrir flugmannsréttindin.  

Sem sagt: Hagræðingin svonefnda breytist í tvöfalt meiri fyrirhöfn og kostnað en nauðsyn ber til. 

Aka þarf langar vegalengdir fram og til baka um Reykjavíkursvæðið til þess að sinna þessu einfalda erindi. DSC09135

Við síðustu endurnýjun ökuskírteinis þótti nauðsynlegt að láta taka nýja og vandaðri ljósmynd og var bent á góða ljósmyndastofu til að fara á. 

Þar vann starfsmaður afar vandað starf og tók þessar fínu myndir og að sjálfsögðu gegn viðeigandi gjaldi. 

En, viti menn, þegar ökuskírteinið er skoðað er myndin þar ekki aðeins verri en hún var áður, heldur er maður nánast óþekkjanlegur!

Ljósleitu, bogadregnu, lóðréttu rendurnar í gegnum andlitið eru ekki rispur, heldur hluti af hinum "stafræna" hluta skírteinisins.

 


mbl.is Ísland.is fór á hliðina vegna álags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þú ert ósýnilegur" - verður að vera edrú - með lokaðan hlífðarhjálm.

Við að "gúggla" nokkur aðalatriði vélhjólaaksturs á netinu í því skyni að finna einhverjar tölulegar staðreyndir um þá áhættu, sem tekin er við slíkan akstur umfram þá áhættu, sem tekin er við aksturs bíls, koma nokkur óvænt atriði í ljós. DSC08838

1. Fyrirsögn fréttarinnar: "Þú þarft að hugsa fyrir tvo", sem líka má orða þannig, að þú þarft að gera ráð fyrir því að enginn annar í umferðinni í kringum þig sjái þig. Vera viðbúinn því að hver, sem er, geti gert þau mistök að sjá þig ekki. Vera í gulu vesti. 

2. Vera "ekdrú." Banaslys og alvarleg slys eru tvöfalt algengari á vélhjólum en bílum -  en - helmingur banaslysa og alvarlegustu slysa á vélhjólum verður vegna þess að ökumaðurinn er ekki allsgáðður - er ekki edrú.  Þetta er þrefalt hærra hlutfall en hjá ökumönnum bíla, þannig að mismunurinn hvað ökutækin varðar er að mestu fólginn í þessu eina atriði. Dæmi: Maður undir áhrifum vímugjafa, sem sest undir stýri á bíl og ekur á staur eða vegg meiðist að öðru jöfnu minna en ef hann gerir þetta sama á vélhjóli. 

3. Vera með lokaðan hlífðarhjálm á höfði. Alltaf lokaðan, helst líka á reiðhjóli, því að ef lent er í árekstri við bíl, ræður enginn því fyrirfram hvort sá bíll er smábíll eða stór flutningatrukkur. 

4. Vera í vélhjólaklossum eða stígvélum með ökklavörn. Ökklabrot eru algengasta beinbrotin í vélhjólaakstri.  Vera með góða hanska með höggvörn fyrir hendur og hnéhlífum og sérstakri vörn fyrir olnboga má bæta við. Bakvörn og heilum vélhjólagalla má bæta í drauma sína. Góð stígvél og hanskar eru líka nauðsynleg til að gefa gott skjól fyrir regni og kulda.  

5. Hafa öll réttindi í lagi, bæði á manni og bíl, og halda sér í formi. 

Ef sérstök rækt er lögð við ofangreind atriði við vélhjólaakstur er búið að jafna áhættuna miðað við það að nota frekar bíl.  


mbl.is Bifhjólafólk þarf að hugsa fyrir tvo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband