Geymsla raforkunnar er lykilatriði víða.

Vandinn við að geyma raforku er eitt það atriði, sem einna helst stendur því fyrir þrifum að leiða fram orkuskipti hér á landi og nýta orkuna, sem landið býr yfir. 

Vindorka hefur þann ókost, að orkuframleiðslan er háð veðri og vindum og því er geymsla orkunnar afar mikilvæg til að nýta hana á þeim tímum, sem mest er hennar þörf og geyma hana til þess að jafna framleiðslu og sölu. 

Vatnsorka hefur þann kost, að hana er hægt að jafna með því að miðla vatninu í miðlunarlónum. 

Minnst þörf fyrir geymslu orku er hjá gufuaflsvirkjununum, sem hins vegar hafa þann ókost þegar stunduð er ágeng orkuöflun (rányrkja) eins og allt of mikið er af hjá okkur. 

Hvað orkuskipti skiptir eru kostir rafdrifinna samgöngutækja miklir hvað varðandi yfirburða nýtingu rafhreyfla fram yfir brunahreyfla. 

Á móti koma yfirburðir jarðefnaeldsneytis hvað snertir geymslu, miðað við lithium, en þann mun er hægt að reikna með margföldun upp á áttföldun eða meira, eftir því hvaða forsendur eru gefnar. 

Þyngd rafhlaðna er einfaldlega svo mikil, að það eitt og sér kemur í veg fyrir um alllanga framtíð að hægt verði að rafvæða millilandaflugflotann, og þyngd rafhlaðnanna er líka til trafala í landfarartækjum. 

Að vísu eru í gangi miklar framfarir á þessu sviði, gagnstætt því sem er varðandi jarðefnaeldsneytið, sem er komið á endastöð eftir meira en aldar þróun.  


mbl.is Geyma vindorku á fljótandi formi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarfjallið flutt suður yfir hálendið þegjandi og hljóðalaust.

Nú hefur frétt um flutning Herðúbreiðartagla og þar með þjóðarfjallsins Herðubreiðar meira en 200 kílómetra vegalengd frá hálendinu norðan Vatnajökuls til Suðurland staðið óbreytt í meira en sólarhring á mbl.is. Kollóttadyngj Herðubr.-Tögl.Snæfell 

Í henni segir orðrétt:  "Jarðskjálfti að stærð 3,2 varð 2,7 kílómetra vestur af Herðubreiðartöglum á Suðurlandi klukkan 14:15." 

Sýnt er kort frá Veðurstofunni sem sýnir þrjá skjálfta yfir 3 í gær, við Herðubreiðartögl, við Gjögurtá og við Grindavík. 

Enginn þessara staða er á Suðurlandi og er skrýtið, hvernig hægt er að blanda því stóra héraði inn í þessa frétt. 

Herðubreiðartögl er heiti á móbergshrygg suður af Herðubreið óravegu frá Suðurlandi, og draga þau heiti sitt af Herðubreið, þjóðarfjallinu skammt norður af þeim. Á myndinni er horft til austurs, og er Kollóttadyngja næst, Herðubreið fjær, en Herðubreiðrtögl, snjólaus, hægra megin við Herðubreið. Í fjarska er Snæfelli.  

Fréttin, sem og engin viðbrögð við henni í meira en sólarhring er eitt ótal dæma um stórfellt þekkingarleysi á landinu okkar, þar sem meðal annars hefur verið sagt í fjölmiðlum að Sandskeið sé á Hellisheiði og Fimmvörðuháls á Fjallabaksleið syðri.  


mbl.is Jarðskjálfti að stærð 3,2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er best í hófi, svo sem lúpínan og kerfillinn.

Deilur um ræktun skóga og plantna snúast oft upp í hálfgerðar trúarbragðadeilur. Enginn þyrfti að deila um gildi lúpinunnar sem uppgræðslujurtar eins og til dæmis á Mýrdalssandi. 

Og víða annars staðar á hún rétt á sér, þótt stundum geti orðið skiptar skoðanir um það eins og núna í Kópavogi. 

Hins vegar eru til þau svæði á Íslandi, þar sem lúpínan á ekki erindi vegna þess að uppgræðsla á hefðbundinn íslenskan hátt er í fullum gangi eins og til dæmis í friðlandinu á Hornströndum. 

En svo virðist sem aðdáun á þessri jurt  geti á einstaka stað orðið að einhvers konar trúarbrögðum 

Eftir að byggð og sauðfjárrækt lögðust af á þessu svæði, sýndi stórkostlegur uppvöxtur mikils íslensks gróðurs vel, hvað friðun getur áorkað. 

Víkurnr urðu umvafðar miklu grasi og blómskrúði á þessu einhverju kaldasta svæði landsins, og hefði mátt halda, að allir gætu verið sammála um það að lofa þessu ævintýri að gerast án afskipta mannsins. 

Þess vegna kom það á óvart í heimsókn þangað fyrir þremur árum, að afkomendur Hornstrendinga skyldu þurfa að verjast miklum ágangi heittrúaðra lúpínuelskenda, sem eru að reyna að útbreiða þessa jurt á svæði, þar sem hennar er engin þörf. 

Nú fréttist að vestan að önnur aðkomujurt, kerfillinn, sé að vaða yfir allt í Bolungarvík, og er sú jurt alveg sérstaklega ágeng  og ryður öðrum í burtu.  


mbl.is „Ekki drepa lúpínuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband