Hve algeng og mikil er "dánaraðstoð" orðin nú þegar?

Stóraukin tækni í læknavísindum og lyfjagjöf hefur valdið því, að í raun hefur verið í gangi lengi dánaraðstoð hér á landi, fólgin í því að takmarka þann tíma, sem lífi sárþjáðra dauðvona sjúklinga er viðhaldið með ítrustu meðölum. 

Í skýrslu um dánaraðstoð, sem nú er í vinnslu, þarf að kanna hve algeng einhvert stig dánaraðstoðar er veitt í raun, og hve langt er þá gengið og í hve mörgum tilfellum. 

Hvar liggja mörkin í raun?


mbl.is Birta skýrslu um dánaraðstoð í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki að læra af sambærilegum norrænum borgum?

1999 gáufu samtök norrænna borga, NORDSTAT, út vandaða skýrslu með samanburði á högum og aðstæðum í 16 norrænum borgum, sem gátu varpað ljósi á þau viðfangsefni, sem við þurfti að fást í þeim.DSC00435

Í skýrslunni kom fram greinilegur munur á fjölmennari borgunum og þeim, sem voru á stærð við Reykjavík.

Reykjavík var eina íslenska borgin í þessum samanburði og á stærð við Reykjavík og með svipaðar aðstæður, voru Álaborg, Árósar, Óðinsvé, Tampere, Oulu, Turku, og Þrándheimur.

Alls átta norrænar borgir. 

Hinar átta norrænu borgirnar voru stærri og eldri, Kaupmannahöfn, Helsinki, Osló, Björgvin, Stokkhólmur, Gautaborg og Málmey.DSC00434

Meginhluti Stavangurs er á svæði, sem er aflukt af sjó á alla vegu.  

Niðurstaða samanburðarins þá var sláandi:

Í átta meðalstórum eða smærri norrænum borgum var álíka þéttbýlt, eða öllu heldur dreifbýlt og aðstæður svipaðar og í Reykjavík. 

Í stærri borgunum var mun þéttbýlla og samgöngur því öðruvísi en þær, sem þá voru í Reykjavík. 

Síðuhafi skoðaði sérstaklega sjálfur flestar af þessum borgum á árunum eftir 1999 og bætti við nokkrum á vesturströnd Kirjálabotns fyrir norðan Stokkhólm. 

Samanburðurinn var sláandi á milli stærri borganna og eldri miðað við hinar minni og yngri. 

Engin erlend borg í heimi og umhverfi henar er líkari Reykjavík en Þrándheimur og Þrændalög, sami mannfjöldi, sama breiddargráða, svipuð kjör, menning, veðurfar og aðstæður. 

Gróf athugun á þessari merku skýrslu benti til þess að það væru þessar aðstæður og þessi borgarstærð, sem sköpuðu hið "reykvíska" umhverfi. 

Ef eitthvað var, var það tætingsleg samsetning á þéttbýli höfuðborgarsvæðis Reykjavíkur, sem virtist geta orðið erfitt viðfangs. 

Nú eru liðin 20 ár og því gæti verið fróðlegt að vita hvort og þá hvað hefur gerst í norrænu borgunum sjö, sem eru sambærilegri við Reykjavík en flestar aðrar. 

Eru komnar borgarlínur þar og ef svo er, hvernig er útfærslan?

Skýrslunni frá NORDSTAT skolaði óvart til síðuhafa 1999. Aldrei var sagt frá henni hér heima á vegum borgarinnar, svo að minni reki til. 

Hvers vegna ekki? Af hverju ekki að læra af sambærilegum norrænum borgum?

 


mbl.is Vill að Borgarlínunni verði flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband