"ÍSAL varð að vera sjálfbært" 2007. Aftur núna.

Árið 2007 sögðu eigendur álversins í Straumsvík, að álverið yrði að vera sjálfbært rekstrarlega. Það væri hins vegar ómögulegt nema að það yrði stækkað verulega, og ef stækkunin næðist ekki fram, yrði álverinu lokað. 

Í tvísýnni kosningu um að gera þær ráðstafnir, sem taldar voru nauðsynlegar, til dæmis í skipulagsmálum, felldu Hafnfirðingar þessa stækkun naumlega. 

Álverinu var samt ekki lokað, heldur var hagrætt í mun minna mæli í rekstrinum.  

Nú er uppi sama krafan um að gera álverið sjálfbært rekstrarlega, og að það sé skilyrði fyrir því að því verði ekki lokað. Í þetta sinn er ekki uppi krafa um stórfellda stækkun þess, enda enn óhægara um vik en fyrir 13 árum. 

Í staðinn nær krafan til rekstraratriða eins og orkuverðs og til kjarasamnninga. 

Þótt lokun álvera í Nýja-Sjálandi eða annars staðir kunni að minnka aðeins pressuna á Íslandi, hefur COVID-19 slæm áhrif hvað varðar stórvaxandi atvinnuleysi. Það breytir stöðu starfsmannanna til hins verra og eykur áhrif lokunar á efnahags- og atvinnulíf. 

Lokunin á Nýja-Sjálandi ætti að öðru jöfnu að sýna, að slíkur niðurskurðarhnífur er hafinn á loft nú og með honum sama hótunin og 2007.  

Hvað, sem um það má segja, eru blikur á lofti


mbl.is Álverið verði að vera sjálfbært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna ekki líka þverun Þorskafjarðar?

Ef það er hvort eð er búið að slá vegarlagningu sunnan Reykhólafjalls út af borðinu á Vestfjarðarvegi, er alveg sama hvaða leið önnur verður valin fyrir vestan Þorskafjörð, að sá fjörður verður þveraður. 

Þar er um að ræða líkast til um 5 kílómetra styttingu leiðarinnar, sem engar deilur eru um. 

Enn er ekki fráleitt að gera göng undir Hjallaháls í stað þess að rífa í tvennt eftir endilöngu gróðurlendið meðfram ströndinni. 

Göngin undir Hjallaháls voru einfaldlega reiknuð út af borðinu með því að gefa sér óþarfa forsendur um bratta vegarins frá göngunum Djópafjarðarmegin og lengja göngin þar með nógu mikið á pappírnum til þess að auðveldara yrði að hafna þeim kosti. 

Til þess að ná þessu takmarki var gangamunnurinn í Djúpafirði settur alveg niður undir flæðarmál! 

Þetta trix á sér að minnsta kosti eitt fordæmi. Það var þegar svonefnd Fljótagöng voru reiknuð út af borðinu á norðanverðum Tröllaskaga með því að setja gangamunnann langtum neðar en þörf var á. 

Fyrir bragðið er nú þrýst á í öllum þeim "gangaslag" sem er í íslenskum vegamálum að bora þriðju göngin, sem annars hefðu orðið að öðrum af tveimur göngum sem þurfti í upphafi.  


mbl.is Hænufet á nýjum vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við örugg gegn bakslagi?

Fréttir um bakslag í baráttunni gegn kórónaveirunni víða um lönd hljóta að verða teknar alvarlega til skoðunar hjá okkur og það kannað til hlítar, hvort tilslakandir á vörnum hjá okkur eru sambærilegar við þær sem hafa valdið vandræðum erlendis. 

Er eitthvað sérstakt, sem gerir ástand og aðstæður í ríkjum, sem greint er frá í fréttum á mbl.is sambærilegt við það, sem er í gildi hér?


mbl.is Bakslag eftir afléttingar víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband