"Út í óvissuna" á fordæmalausan hátt.

"Út í óvissuna" var nafn á bók Desmonds Bagleys hér um árið, og það á við um árið 2020, sem kalla mætti COVID-19 árið, ár fordæmalausra aðstæðna og aðgerða á margan hátt, ekki aðeins varðandi farsóttina sjálfa, heldur koma upp óvæntar aðstæður á borð við þær, sem nú ríkja í deilu Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 

Í því efni geta komið upp fleiri álitamál en snerta lög um verkalýðsfélög og vinnudeilur, heldur hugsanlega fleiri lög og reglugerðir, svo sem um loftferðir. 

Varðandi þau lög má þó ætla að forsvarsmenn Icelandair ættu að vera á heimavelli, en flækjustigið kann að vaxa þegar fleiri þýðingarmiklir aðilar á borð við ASÍ, SA og lífeyrissjóðirnir geta leikið stórt hlutverk í þessu máli.

Styrmir Gunnarsson fjallar ágætlega um stöðuna á bloggsíðu sinni í dag.    


mbl.is Telur ákvörðun Icelandair fordæmalausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór skjálfti við Bláa lónið og Svartsengisvirkjun.

Bláa lónið og Svartsengisvirkjun eru um 4 kílómetra fyrir norðan Grindavík. Stóri 4,1 skjálftinn, sem kom í morgun varð að vísu 4 kílómetra fyrir norðan Grindavík en nákvæmari staðsetning til þess að átta sig á málinu er því að skjálftinn hafi orðið við Bláa lónið og Svartsengisvirkjun. 

Á því svæði, gufuöflunarsvæði virkjunarinnar, hafði land sigið um 18 sentimetra á síðustu árum vegna ágengrar gufuöflunar eins og það er kallað, en þýðir í raun að um rányrkju er að ræða; orkan er ekki endurnýjanleg, heldur fer þverrandi og afl virkjunarinnar sömuleiðis. 

Nú hefur land risið að nýju um 12 sentimetra að sögn, en svo virðist sem lítið sé vitað um hvort og þá hvaða tengsl séu á milli hæðarsveiflna landsins þarna og hinnar "ágengu" gufuöflunar.   


mbl.is Stór skjálfti við Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband