Eru "sjálfhlaðandi" tengiltvinnbílar toppurinn?

Öfugsnúin viðbrögð kaupenda svonefndra "sjálfhlaðandi bíla" tekur á sig margar skondnar myndir, sem þó geta haft slæmar afleiðingar. Mitsubishi Outlander PHEV

Látum vera þótt venjulegir hybrid-bílar, sem ekki þarf að kaupa rafmagn á (af því að það er ekki hægt)  séu sagðir sjálfhlaðandi, ef aðeins væri nefnt samtímis, að 100 prósent orkunnar, sem þeir ganga fyrir, er fengin úr bensíni. 

Verra er, þegar útkoman verður sú, að fólk kaupi tengiltvinnbíl en aka þeim síðan nær eingöngu fyrir orkuna af bensínvélinni í þeim. Þá er eins gott að kaupa bara dísilbíl. 

En það er afar algengt að þessum PHEV-bílum er ekið nær eingöngu fyrir bensíni, ef marka má ummæli margra eigenda slíkra bíla, þar sem þeir hafa engar áhyggjur af því þótt þeir fái ekki nýlega lögbundna aðstöðu til að hlaða slíka bíla heimavið, því að þá heyrir maður setningar eins og þessa í dæmigerðum orðaskiptum: 

"Það skiptir mig engu máli þótt ég geti ekki eða nenni ekki að hlaða rafhlöðuna í bílnum, því að hann er sjálfhlaðinn og sér sjálfur um að hlaða rafmagni inn á rafhlöðuna."

"Og hvað eyðir hann miklu bensíni við þetta?" er þá eðlilega spurt. 

"Hann er að vísu ferlega eyðslufrekur, enda svo þungur, og ferðirnar svo stuttar, að hann nær aldrei að hlaða rafhlöðuna, af því að hann verður að skaffa allt aflið við aksturinn með því að láta bensínvélina bæði skila bílnum áfram og hlaða rafhlöðuna. En það þýðir oftast, af því að maður vill láta bílinn komast eitthvað áfram, að eyðslan verður 15 lítrar á hundraðið eða meira."

"En á ferðalögum út á land?"

"Þá er það enn verra, af því að þá verður maður að nýta bensínvélina nær eingöngu."  

Það er ekki að undra þótt eyðslan sé mikil á algengasta tengiltvinnbílnum, því að hann er næstum tvö tonn.  

Flestir eigendur þeirra bíla segjast vera að sýna hve umhverfisvænir þeir séu í keyrslu eins og lýst er hér að ofan, og ekki skemmi fyrir ímyndinni að stöðutáknið skuli vera rafjeppi. 

Þó þarf ekki annað en að líta snöggt á flesta þessa bíla á ferð, að bæði skaga framendar þeirra svo langt fram, og veghæðin er svo lítil, að skilgreiningin "jeppi" er víðsfjarri þeim, að ekki sé nú talað um það, að langflestir þessara "jeppa" hafa aðeins drif á framhjólum.  


mbl.is Snúa aftur hljóðlausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árlega stórhelgin prófsteinninn á COVID-19 ?

Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður lýsir því á facebook í dag hvernig samkomureglur í Noregi og Danmörku eru mun strangari en hér. 

Undanfarna áratugi hefur myndast nokkurs konar múgsefjun hér á landi vegna verslunarmannahelgarinnar með yfirgengilegum fréttaflutningi í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um óteljandi atriði, smá og stór, sem allt í einu verða svo svakalega merkileg. 

Það hefur til dæmis verið þannig að það þurfi að vera með beinar útsendingar frá leiðum út úr Reykjavík til þess að segja þær ekkifréttir að umferð sé að þyngjast út úr borginni, og síðan aftur sams konar stórfréttir á mánudeginum af því að umferð til borgarinnar fari að þyngjast. 

Það er meira en hálfrar aldar hefð fyrir því fyrirbrigði í skemmtanahaldi, sem kalla má hjarðhegðun í formi þess að allir vilji helst vera þar sem allir eru. 

Liður í því er að halda úti sem mestum auglýsingum og fréttaflutningi af öllum þessum skemmtunum og keyra upp gamalkunna þörf á skyldudjammi. 

Á tíma COVID-19 er ofangreint fyrirbrigði eitthvert það versta, sem hugsanlegt er á tíma heimsfaraldurs drepsóttar. 

Auk nýtilkominnar óvissu vegna stökkbreytinga á kórónaveirunni, sem Kári Stefánsson lýsir, er stærsta samkomuhelgi ársins viðbótar áhyggjuefni. 

 


mbl.is Við erum á hættulegu augnabliki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegast að vera á lífi.

"Það lifir enginn lífið af, 

er það?

Nema hvað?

Þannig hljóða línur í nýju ljóði um vangaveltur í óendanleikanum. Í stórri 117 íbúða  íbúðablokk, sem hugsuð var upphaflega sem hentugt íbúðasamfélag fyrir fólk á efri árum, eru engin baðkör. 

Ástæðan er væntanlega há slysatíðni hjá gömlu fólki, sem notar slík hreinlætistæki.  

Niðurstaðan í íbúðaflokkinni er því sú, að hvergi finnst minni slysatíðni í baðkkörum. 

Einhvern tíma var sagt að rúmið væri hættulegasti staður þjóðfélagsins, vegna þess að langflestir deyja þar. 

Hugtakið "áætluð áhætta", "calculated risk", er notað varðandi tryggingar, og það langhættulegasta sem nokkur maður gerir, er að fæðast. 

Það er beinlínis 100 prósent lífshætta ef miðað er við alla ævinga. 

Það má glugga í ýmsar heimildir varðandi áætlaða áhættu, og þegar eitthvað nýtt kemur til sögurnnar eins og rafhlaupahjól, þarf að fara fram viðamikil rannsókn á tíðni og eðli slysa á þeim í samanburði við aðra samgöngumáta eins og að ganga, nota bíl, reiðhjól, rafreiðhjól, rafhjól, létt bifhjól eða fullstórt bifhjól. 

Þegar síðuhafi færði ferðamáta sinn eftir föngum yfir á rafreiðhjól, rafknúið léttbirhjól, sparneytið bensínknúið léttbifhjól og minnsta mögulega rafbíl, kom í ljós að banaslys og alvarleg slys á vélhjólum séu tvöfalt hærri en á bílum. 

En þegar farið var að skoða ástæðurnar kom í ljós, að þrefalt fleiri slösuðust vegna ölvunar og fíkniefna á vélhjólum heldur en á bílum; að skortur á notkun hlífðarhjálms og ökklavarnar var stór þáttur, og einnig skortur á sérstakri aðgæslu eftir þróuðum aðferðum í vélhjólaakstri. 

Ef þetta var í lagi á vélhjólunum, var hin áætlaða áhætta orðin svipuð á vélhjóli og bíl.  


mbl.is Margir slasast á rafmagnsskútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ekkifrétt" að stimpla Ísland sem stórhættulegt land?

Í svari bandaríska sendiherrans við fyrirspurn mbl.is vegna fréttar CBS, er ekki að finna eitt einasta orð um það að hann hafi krafist þess að fá að vígbúast hér á landi vegna þess hve lífi hans sé ógnað, bera á sér byssu, vera í stunguheldu vesti, hafa vopnaða lífvarðasveit og brynvarinn bíl.  

Sjá má á bloggsíðu, að fjölmiðlar séu að blása upp "ekkifrétt" um þetta mál. 

Sendiherranum óttaslegna finnst það greinilega líka vera ekkifrétt úr því að það taki því ekki að vera minnast á það. 

Hann virðist ekki átta sig á því, að enginn sendiherra nokkurs ríkis í 76 ára sögu lýðveldins hefur svo mikið sem ýjað að því að hér sé svona hættulegt að búa, jafnvel ekki á þeim tímum, sem Íslendingar háðu þrjú þorskastríð við Breta. 


mbl.is „Mikill heiður“ að leiða bandaríska teymið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband